Langmesta mengunin vegna borgarumferðar.

Langmesta loftmengunin af völdum jarðarbúa er vegna borgarumferðar og þar liggja því bestu sóknarfærin til að láta fara fram skipti á orkugjöfum. 

Flutningar með skipum og flugvélum koma þar langt á eftir, og eins og er, er aðeins að vænta skipta á orkugjöfum í skipum. 

Vonandi finnst síðar lausn fyrir flugvélarnar. 

Mesti árangur Íslendinga felst augljóslega í að koma landflutningafarartækjunum yfir í notkun annarra orkugjafa en jarðefnaeldsneytis. 

Ef við getum komist í fararbrodd þjóða hvað þetta varðar og látið það koma fram í því að erlendir ferðamenn noti meira slík farartæki hér á landi en í nokkru öðru landi fellur sú fullyrðing um sjálfa sig að ferðaþjónustan sé ekki valkostur miðað við stóriðju.

Þar að auki koma langflestir ferðamennirnir frá Evrópu til að skoða eldfjallanáttúru Íslands. 

Ef gera á sérstakt átak til að fæla þá frá því að koma til Íslands, þurfa þeir að fara þrefalt lengri leið, alla leið til Yellowstone, til að upplifa svipað og hér á landi, og menga þar með þrefalt meira á leiðinni þangað og til baka en ef þeir færu til til Íslands. 

Þegar sagt er að ferðaþjónustan sé ekki valkostur miðað við stóriðjuna er augljóslega verið að halda stóriðjunni fram, rétt eina ferðina enn, og ekki furða að útdrátt úr erindi prófessors um þetta sé að finna á vef Samorku því að í ferðaþjónustunni sjá orkufyrirtækin helsta keppinautinn um nýtingu náttúruverðmæta landsins. 

Nýting ferðaþjónustunnar byggir á því að hin einstæða náttúra sé sem ósnortnust, en orkunýtingin á áframhaldandi eyðileggingu fossa, hverasvæða og víðerna. 

Svo mikið þykir liggja við til að halda stóriðjunni til streitu á umhverfisdegi atvinnulífsins, að mælt er sérstaklega gegn og gert lítið úr þeim atvinnuvegi sem hefur staðið undir efnahagsbata og atvinnu síðustu árin og er orðinn stærsti og gjöfulasti atvinnuvegur þjóðarinnar.   


mbl.is Náttúruverndin hrökkvi skammt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þeir sem ekki eru á ferðalögum utan síns heimabæjar ferðast þar flestir nær daglega til og frá skóla og vinnu. Og fólk er yfirleitt ekki á ferðalögum utan síns heimabæjar nema nokkrar vikur á ári.

Langflestir menga því mun meira í sínum heimabæ en utan hans, hvort sem þeir búa hérlendis eða erlendis.


Í hverri rútu og flugvél eru yfirleitt fjölmargir farþegar en í hverjum einkabíl á höfuðborgarsvæðinu hér á Íslandi er eingöngu bílstjórinn í fjölmörgum tilfellum.

Ef erlendir ferðamenn kæmu ekki hingað til Íslands myndu þeir ferðast til annarra landa og menga álíka mikið í þeim ferðum.

Og innan við 1% af flugvélaflota Evrópu flýgur með farþega sem hér dvelja.

Þorsteinn Briem, 1.10.2015 kl. 02:18

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 1.10.2015 kl. 02:36

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Síðastliðinn sunnudag:

"Ef ferðaþjónustan hefði ekki komið til væri hagsveiflan sennilega á enda, þar sem vöruskiptajöfnuður er orðinn neikvæður á nýjan leik.

Ferðaþjónustan hefur gegnt algjöru lykilhlutverki í að byggja upp gjaldeyrisforða Seðlabankans."

Ásgeir Jónsson hagfræðingur útskýrir það sem er að gerast í íslenska hagkerfinu

Þorsteinn Briem, 1.10.2015 kl. 02:52

7 identicon

Hafa fjölbreytt atvinnulíf, stóriðju, fiskvinnslu, ferðamennsku og smáiðnað. Ekki öll eggin í sömu körfu.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.10.2015 kl. 07:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband