Í algerri mótsögn við glæsilegt upphaf framleiðslunnar.

Viðskipti byggjast á gagnkvæmu trausti viðskiptaaðila. Þegar Volkswagen verksmiðjurnar hófu rekstur á rústum stríðsins var nánast ekkert sem benti til þess að Bjallan yrði mest seldi bíll veraldarsögunnar.

Að vísu hafði hún þann kost að vera sett saman úr miklu færri hlutum en aðrir bílar þess tíma og að á þeim forsendum gæti hún orðið ótrúlega ódýr.

En í upphafi þótti sumum ekkert athugavert við það þótt sumir hlutar bílsins, svo sem helstu slitfletir, yrðu úr ódýru og endingarlitlu efni svo að bíllinn gæti orðið enn ódýrari.

Fyrsti forstjórinn, Nordhoff, hafnaði slíku hins vegar eindregið og krafðist þess að allar legur og slitfletir yrðu úr besta fáanlega hráefni, þótt það kostaði eitthvað meira, og sömuleiðis krafðist hann hámarks vöruvöndunar og frágangs.

Þetta lagði grunn að dæmalausri velgengni framleiðslunnar, því að Bjallan varð fljótt fræg fyrir eindæma góða endingu og lága bilanatíðni sem kom notendum þægilega á óvart og keppinautum í opna skjöldu.

Í viðbót við þetta var gríðarmikil áhersla lögð á að bæta bílinn og gera hann betri á allan mögulegan hátt. 

Þegar þessi forsaga Volkswagen verksmiðjanna er skoðuð stingur enn meira í augu sú algera andstæða sem felst í þeim vörusvikum, sem þær hafa orðið uppvísar að. 

Nordhoff myndi snúa sér við í gröf sinni við að verða vitni að þeirri niðurlægingu og tjóni sem óskabarn hans verður nú að þola. 

 

 


mbl.is VW innkallar 120 þúsund bíla í S-Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hélt fyrst að fyrirsögnin vísaði í sjálfan Hitler laughing . Það ver jú hann sem átti hugmyndina að bjöllunni. Eða það segir sagan.

Fyrirtækið bætti svo gráu oná svart með því að leysa forstjórafíflið út með 4 milljarða starfslokasamningi. sveiattan.

Kristján (IP-tala skráð) 1.10.2015 kl. 11:14

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ný rannsókn sýnir að á hverju ári deyja hátt í 9.500 íbúar í Lundúnum ótímabærum dauða vegna loftmengunar."

Þorsteinn Briem, 1.10.2015 kl. 15:10

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ekki þó allir vegna dísilbílanna? 

Ómar Ragnarsson, 1.10.2015 kl. 19:58

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The premature deaths are due to two key pollutants, fine particulates known as PM2.5s and the toxic gas nitrogen dioxide (NO2), according to a study carried out by researchers at King's College London.

The study - which was commissioned by the Greater London Authority and Transport for London - is believed to be the first by any city in the world to attempt to quantify how many people are being harmed by NO2.

The gas is largely created by diesel cars, lorries and buses, and affects lung capacity and growth."

Nearly 9,500 people die each year in London because of air pollution

Þorsteinn Briem, 1.10.2015 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband