Rökkrið og svalinn færa okkur haustlitina.

Hauströkkrið og sú staðreynd, að meðalhitinn um mánaðamótin september-októbef er kominn niður í sex stig, veldur því að það geta komið dagar eins og nú eru framundan, með hálku á fjallvegum og snjókomu í fjöllum og á hálendinu. Hvalvatns-fjörður, innst, haust

Á móti kemur sérstæð fegurð haustlitanna, sem sést á myndum, sem teknar voru í myndatökuferðalagi fyrir Ferðastiklur og á leiðinni til Reykjavík. 

Litfegurðin getur verið býsna mikil.Hvalvatns-fjörður innst í dalnum

Og þegar Norðlendingar hafa fagnað hlýjasta mánuði ársins, september, en margir víða um land eru óhressir með rok og rigningu, verður að muna, að það þarf ansi mikinn suðlægan vind til þess að færa hlýjuna svona langt norður á hnettinum. 

 

Víð um land má sjá hvernig skógrækt er að breyta ásýnd landsins og auka fjölbreytni hennar auk þess að sem skógar mynda skjól og aðstæður til útiveru og náttúruskoðunar. 

Þó er það umdeilanlegt sum staðar hvar og hvernig er gróðursett. Borgarfjðrður, haustlitir

Myndin úr Borgarfirðinum hér á síðunni er tekin þar sem trén njóta sín vel í brekku án þess að skyggja enn um of á hamarinn á bakvið, en síðan má sjá einstaka stað í Borgarfirði, þar sem tré eru gróðursett þannig að þau hafa þegar skyggt algerlega á falleg hamrabelti að baki þeim eða munu kaffæra slíkt landslag þar sem klettar eru í stöllum. 

En slíkt klettalandslag er ein höfuðprýði á stórum svæðum í Borgarfirði.

Vanhugsuð skógrækt hefur þó einn stóran kost; - það er hægt að höggva trén ef mönnum snýst hugur. 


mbl.is Hálka og kuldi næstu daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband