Skynsamleg og óumflýjanleg ákvörðun.

Sú ákvörðun Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að gefa upp á bátinn áform um að bjóða sig fram til að halda áfram starfi sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins er skynsamleg og hún færir gild og skynsamleg rök fyrir henni.

Þessi ákvörðun var þegar orðin óumflýjanleg og hún hreinsar andrúmsloftið. 

Í sérhverju vali ræður miklu hverjir eru í framboði. Væru ekki sjáanlegir sterkir frambjóðendur innan Sjálfstæðisflokksins aðrir en Hanna Birna, gæti það hafa verið athugandi fyrir hana að sjá til aðeins lengur. 

En þannig er það ekki.

Ólöf Nordal, sem áður var varaformaður flokksins, hefur staðið sig vel í embætti innanríkisráðherra og styrkt stöðu sína svo mjög innan flokksins, að hún ætti að eiga góða möguleika á því að verða kosin á ný sem varaformaður. 

Einu sinni sagði íslensk stjórnmálakona, sem tapaði formannskosningu í flokki: "Minn tími mun koma!" 

Það þótti flestum ólíkindatal, já, næstum eins og óráðshjal, - en 15 árum síðar varð hún samt forsætisráðherra.

Engin leið er að spá fyrir um það hvort svo ólíklega saga eigi eftir að endurtaka sig hjá annarri konu.

Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. 

 


mbl.is Hanna Birna gefur ekki kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 identicon

 Maður verður alltaf meira og meira hvumsa yfir yfirlýsingum Hönnu Birnu. Að kalla lögreglustjóra á teppið, gefa, í besta falli, misvísandi upplýsingar á Alþingi, benda m.a. á Rauða krossinn sem mögulegan leka, þykir að hennar mati ekki alvarleg yfirsjón, kannski ekki nein yfirsjón. Svo virðist sem hennar mælistika sé annars konar en fólk notar almennt, og það versta er að hún sér ekki eigin afglöp, reynir ennþá að finna einhverja sem séu að hanna atburðarásina í "þessu svokallaða lekamáli". Síðata setningin sýnir að mínu viti hvað aumingja konan er blind á eigin afglöp

thin (IP-tala skráð) 1.10.2015 kl. 22:38

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sjáfgræðgisflokkurinn er skítur á priki!

Sigurður Haraldsson, 1.10.2015 kl. 23:20

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi flokka á landsvísu - Skoðanakönnun Gallup 2.10.2015:

Píratar 35%,

Samfylking 10%,

Björt framtíð 6%,

Vinstri grænir 11%.

Samtals 62% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 34% og þar af Framsóknarflokkur 10%.

Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.

Þorsteinn Briem, 6.10.2015 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband