Mikil orka í fjarskyld verkefni.

Stóraukin umferð ferðamanna til og frá landinu og um allt land kallar á miklar framkvæmdir í samgöngukerfinu, sem lenda á herðum opinberra fyrirtækja sem fá til þess fjárframlög frá skattborgurunum. 

Í húfi eru gríðarlegir fjármunir fyrir efnahagslífið sem tekjur af ferðamönnum skila eins og meðal annars kom vel fram í blaðagrein Skúla Mogensen um aðkallandi framkvæmdir við Keflavíkurflugvöll, sem geta skipt fjárhæðum fyrir efnahagslífið svo hundruðum milljarða króna skiptir.  

Mér er kunnugt um það að fyrir nokkrum árum gafst einn stjórnarmanna upp á setu í stjórn þar á bæ og sagði sig frá störfum vegna þess að honum blöskraði það að á hverjum fundi eftir annan fór mestöll orka og tím manna í þref um einstakar verslanir og aðstöðu fyrir þær í Leifsstöð á sama tíma og aðkallandi umræða um flugvallarmannvirki komst ekki að.

Sjá má þær skoðanir viðraðar hér á blogginu að kröfur forstjóra Wow-air um betri og markvissari vinnubrögð á þessu mikilvæga sviði opinbers reksturs feli í sér frekju auðmanna sem krefjist þess að ríkið mylji undir þá.

Þetta er furðuleg og fráleit sýn á verkefni þeirra stofnana sem falið er að nota fé skattborgaranna til að standa sem best að uppbyggingu og rekstri samgöngumannvirkja.   


mbl.is „Ríkið á ekki að selja nærbuxur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það vill oft verða þannig að þegar á að spara eru stofnunum falin aukin verkefni. Það getur komið niður á annarri starfsemi. Þú varst, til dæmis, að býsnast yfir að vinir þínir hverfi af þjóðskrá þó þar vinni 90 manns. En "þjóðskrá" segir ekki allt um stofnunina. Hún sér um fasteignaskrá og þjóðskrá, ákveður brunabóta- og fasteignamat og annast rannsóknir á fasteignamarkaðinum, gefur út vegabréf, nafnskírteini, Íslykil og ýmis vottorð, rekur meðal annars upplýsinga- og þjónustuveituna Ísland.is ásamt innskráningarþjónustu Ísland.is, og sér einnig um rekstur starfs- og upplýsingakerfa fyrir sýslumenn og sveitarfélög.

Hábeinn (IP-tala skráð) 2.10.2015 kl. 10:06

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Vil­hjálm­ur Árna­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir að ríkið eigi að ein­beita sér að því að sinna lög­gæslu og heil­brigðismál­um en ekki að standa í nær­buxna­sölu á Kefla­vík­ur­flug­velli."

Sjálfstæðisflokkurinn vill sem sagt að ríkið hætti að fjármagna nærbuxnakaup prestanna.

Þorsteinn Briem, 2.10.2015 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband