4.10.2015 | 00:14
Kom hennar tími þá eftir allt að öllu leyti?
"Minn tími mun koma!" voru fleyg orð Jóhönnu Sigurðardóttur eftir ósigur fyrir Jóni Baldvini Hannibalssyni í Alþýðuflokknum sáluga árið 1994.
Eftir að Jóhanna varð forsætisráðherra 1. febrúar 2009 þóttu þessi orð hafa ræst, en sumir töldu þó ekki að það væri að fullu, því að spurningin væri hvernig henni myndi farast þessi vegtylla úr hendi eins svakaleg og viðfangsefnin voru í kjölfar Hrunsins.
Þau voru raunar þess eðlis að útilokað var að komast í gegnum allt sem gera þurfti án þess að gera mistök og berja í gegn óvinsælar aðgerðir.
Hvort tveggja hlaut að auka líkurnar á því að forsætisráðherratíð Jóhönnu yrði ekki talin hafa verið henni til vegsemdar.
Ekki hefur áður farið fram skoðankönnun um þetta og það lá jafnvel í loftinu að hlutur Jóhönnu yrði rýr, til dæmis vegna þess að ekki tókst að klára nokkur stærstu málin sem hún hafði lagt áherslu á að ljúka fyrir lok kjörtímabils stjórnar hennar.
Beindist gagnrýnin meðal annars að því að hún hefði sett markið of hátt með því að ætla sér að koma svona mörgu stóru í gegn.
Nú er rykið að byrja að setjast og í ljós kemur, að störf hennar njóta meira álits en margur hefði ætlað.
Íslendingar komust þrátt fyrir allt skár í gegnum Hrunið en flestar aðrar þjóðir með sambærileg viðfangsefni og hagvöxtur var hafinn ári áður en stjórnin fór frá.
P.S. Tímabilið, sem þessir sex forsætisráðherrar voru í embætti, spannar nú 27 ár. Af þeim árum var Davíð við völd í tæpan helming þessara ára. Ég held nú reyndar að hann hafi verið afar öflugur fyrstu sex árin, og ef hann hefði hætt 1999, eftir átta ár eins og Bandaríkjaforsetar, hefði útkoman orðið önnur og margfalt betri fyrir hann þegar litið er á heildina. .
Telja Jóhönnu hafa staðið sig best | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er með ólíkindum, að lesa níðskrif margra bloggara um Jóhönnu, bæði hér á mbl. og fleiri miðlum. Söguna skal skrifa upp á nýtt, eins og atburðir hefðu gerst fyrir 1000 árum, og engar heimildir til. Bara eitt lítið dæmi, sem kom fyrir í athugasemd hjá Óðni Þórissyni í pistli hans um þessa skoðanakönnun, og hefur heyrst frá fleirum "söguriturum" sem lítur að því, að Jóhanna hafi sett þrotabú bankana undir gjaldeyrishöft, sem er forsenda þess, að hægt sé að ná einhverjum aurum út úr þeim. En söguritararnir halda því fram, að þetta hafi gerst í tíð GHH, þó svo að á síðasta kjörtímabili hafi þetta fengist í gegn, erfiðlega, því framsókn og sjálfstæðisflokkur voru á móti þessu. En lemja sér nú á brjóst, að geta náð fram einhverjum aurum. Þetta er galið!
Jónas Ómar Snorrason, 4.10.2015 kl. 05:15
Afsakið mig, en þetta kom fram í pistli Sveins R. Pálssonar, um sama málefni.
Jónas Ómar Snorrason, 4.10.2015 kl. 05:20
Eina konan og eini vinstrisinninn á móti 5 köllum. Skólabókardæmi um könnun sem ekkert er að marka.
GB (IP-tala skráð) 4.10.2015 kl. 08:36
Ja hafi hrunið kennt fólki eitthvað þá er það að trúa ekki öllu sem sagt er. Bankarnir stóðu sig líka alveg glimrandi vel allt fram á síðasta dag. Gísli Marteinn er jafn trúverðugur og greiningardeildir bankanna. Fólki er auðvitað fullkomlega frjálst að trúa öllu sem frá honum kemur. Sumir kunna þó að efast.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.10.2015 kl. 09:13
Bíddu nú aðeins við Elín, var GMB að framkvæma þessa skoðanakönnun??? Ertu að segja mér að þú vitir ekki, að Gallup framkvæmdi þessa skoðanakönnun. Þó þú sért ósátt við niðurstöðuna, þá er óþarfi að bera lygar á borð.
Jónas Ómar Snorrason, 4.10.2015 kl. 12:00
Svo langt hefur angistin vegna þessarar skoðanakönnunar teygt einn þekktan hægri postulann að hann hefur látið þau ummæli falla að vinstri stjórnin hafi"stolið" lífeyri aldraðra og öryrkja.
Hjá flestum hægri mönnum sem tjá sig er niðurstaðan stórsigur hægri manna í könnuninni því samanlagt hafi þeir fimm hægri forsætisráðherrar sem voru með í könnuninni fengið mun meira en Jóhanna!
Árni Gunnarsson, 4.10.2015 kl. 13:11
Lygar? Gallup, Gísli Marteinn Baldursson, Capacent, Kristján Arason, greiningadeildir bankanna ... Ég er að setja spurningarmerki við hlutina Jónas Ómar. Slakaðu nú pínulítið á.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.10.2015 kl. 15:44
Gleymum ekki öllum stjórnarskrárbrotunum hennar Jóhönnu & Co.! ––> http://jvj.blog.is/blog/jvj/entry/1265200/
Jón Valur Jensson, 4.10.2015 kl. 15:46
Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var dæmdur fyrir brot á stjórnarskránni, meðal annars af Hæstaréttardómurum.
Og telji menn að stjórnarskrárbrot hafi verið framin ættu menn að sjálfsögðu að kæra það, í stað þess að halda slíku einungis fram á bloggsíðum.
Þorsteinn Briem, 4.10.2015 kl. 16:21
Ég er eazy like sunday morning Elín. Þú verður að vera aðeins nákvæmari, sérstaklega ef þú ert að hugsa eitt, en skrifar svo eithvað annað:)
Jónas Ómar Snorrason, 4.10.2015 kl. 19:04
Rannsóknarskýrsla 3. bindi bls. 31.
Systursonur Jóhönnu Sigurðardóttur, Bernhard A. Petersen, var stjórnarmaður í Glitni 2007. Laun: 24 milljónir á mánuði.
Eitt dæmi af handahófi sérstaklega fyrir þig Jónas Ómar. Með kveðju til þín og Jóhönnu.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.10.2015 kl. 20:09
Sé ekki hvað það kemur þessari skoðunarkönnun við Elín, hvað systursonur JS var að gera 2007. En veistu hver var stjórnarformaður Glitnis við fall bankans?? Ekki það að ég telji það skipta máli vegna þessarar skoðunarkönnunar?
Jónas Ómar Snorrason, 5.10.2015 kl. 06:15
Var nokkur sérstaklega að hæla Geir Haarde hér, Steini?
En Ómar o.fl. voru að hæla Jóhönnu. Því er full nauðsyn að minna enn á margítrekuð og gróf stjórnarskrárbrot hennar!
Jón Valur Jensson, 5.10.2015 kl. 17:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.