Eilífur höfuðverkur.

Það er og verður eilífur höfuðverkur að gefa einkunnir á ýmsum sviðum. Ekki einasta eru deilur um kröfur og viðvið, sem koma fram þegar verið er að breyta um kerfi, heldur er það líka einkunnastiginn sjálfur sem verður álitamál.

Sem dæmi má nefna þegar verið er að gefa stjörnur fyrir gæði bæði andlegra og efnilegra atriða.

Sums staðar gefa menn fimm stjörnur sem hámark, annars staðar fjórar og á einstaka sviði sex.

Síðan kemur í ljós hjá sumum, sem eru til dæmis í fimm stjörnu kerfinu, að þeir fara að gefa hálfar stjörnur, til dæmis tvær og hálfa, þrjár og hálfa eða fjórar og hálfa, til þess að gera einkunnagjöfina nákvæmari.

En þar með hafa þeir í raun farið í tugakerfi í einkunnagjöfinni, vegna þess að hann er í raun með tíu þrep.

Svipað vill henda þegar gefið er í bókstafakerfi.

Það er eðlilegt að sumir sjái eftir hundrað þrepa kerfinu, þ.e. frá 0,0 upp í 10,0.

Það býður upp á mun meiri nákvæmni en önnur kerfi en niðurstððurnar er líka fyrir bragðið auðvelt að gagnrýna, af því að í raun getur svona nákvæmt kerfi verið illframkvæmanlegt af því að það er oft illmögulegt að komast að jafn smásmugulegri niðurstöðu og til dæmis hvort gefa eigi 8,9 eða 9,0.

En í skalanum ágætiseinkunn-2.einkunn- 3ja einkunn - falleinkun er í raun verið að gefa A, B, C D eða í kerfi með fjórum stjörnum.      


mbl.is Hvaða þýða bókstafseinkunnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Að mínu viti er þetta bókstafakerfi rugl. - Tölustafirnir segja allt sem segja þarf og hefur gengið smurt og skiljanlegt kerfi alla tíð. Hvernig á að gefa 8,5 í skrift með bókstöfum ? - Er ekki allt í lagi hjá þessu fólki ?

Sá sem fær 10,0 fyrir t.d. skrift er bara bestur og með allt rétt. Afhverju þarf endilega að gefa A fyrir það ? - Segir þetta ekki sig sjálft ?

Ef hann fær A þá er það 10, ekki satt ? - Það er engin sérstök nákvæmni í bókstafagjöf, bara enn eitt ruglið. breyta til að breyta, en ekki bæta.

Már Elíson, 4.10.2015 kl. 10:09

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"SKULDBINDINGARGILDI SAMNINGA

Frá fornu fari hefur það verið viðurkennd meginregla í rétti flestra þjóða,samninga eða aðra löggerninga skuli halda eða efna.

Þessi regla, sem allt traust og tiltrú í viðskiptalífinu byggist á, var m.a. orðuð skýrlega í hinum forna Rómarrétti: Pacta sunt servanda".

Ekki er fjarri lagi að álykta, að kenningin um skuldbindingargildi samninga sé hinn raunverulegi kjarni samningaréttarins, sem allar aðrar reglur hans séu byggðar á, beint eða óbeint ..."

Páll Sigurðsson lagaprófessor, Samningaréttur - Yfirlit um meginreglur íslensks samningaréttar, útg. 2004, bls. 23-24.

Þorsteinn Briem, 8.10.2015 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband