4.10.2015 | 13:25
Misskilningur varðandi úrskurð Hæstaréttar.
Hæstiréttur hefur komist að þeirri umdeilanlegu niðurstöðu að miðað við stöðu mál hælisleitenda gagnvart innanríkisráðuneytinu og það, sem ráðuneytið hefur fram að þessu gert í máli eigi þeir ekki sjálfkrafa kröfu á því að vera áfram hér á landi.
Sumir telja að með þessu verði innanríkisráðherra óheimilt að leyfa þessu fólki að fá hér landvist og að þar með beri að vísa því úr landi.
Sé svo gildir það sem blátt bann réttarins við því að ráðuneytið vinni endanlega úr málum þessa fólks og hugsanlega margra annarra sem svipað er ástatt um.
Samkvæmt því mátti alls ekki veita Bobby Fisher landsvistarleyfi hér á sínum tíma.
En það er ekki rétt. Samkvæmt landslögum hefur innanríkisráðuneytið áfram vald til að meta stöðu einstakra hælisleitenda og vinna úr umsóknum þeirra, að svo miklu leyti sem það stenst lög og reglur þar um.
Vilja fund með innanríkisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er það ekki bara Páll Vilhjálmsson "ekki Baugsmiðill" sem er á því máli? Það er í stíl við margt annað hjá þeim ágæta manni.
Sverrir Hjaltason (IP-tala skráð) 4.10.2015 kl. 14:28
Það er búið að vinna úr umsókninni, og henni hefur verið hafnað.
Hæstiréttur staðfesti að ferlið hafi verið í samræmi við lög og alþjóðasamninga.
Útlendingastofnun hefur fellt sinn úrskurð, hann staðfestur af ráðuneytinu, og nú hefur Hæstiréttur staðfest að lögformlega hafi verið staðið að ferlinu.
Því er ljóst, að ráðuneytið er ekki í stöðu til þess að afturkalla ákvörðun sína og ógilda ákvörðun Útlendingastofnunar.
Það er hinsvegar skuggalegt að vinstrimenn skuli enga virðingu bera fyrir lögformlegu ferli, og skuli hvetja til þess að ráðuneyti láti stjórnast af geðþótta, þvert á lög og alþjóðasamninga.
Hilmar (IP-tala skráð) 4.10.2015 kl. 14:47
Fyndið að þeir sem ekki halda vatni af vanlætingu vegna leka Gísla Freys (Píratar eru enn að blogga um hversu ömurleg Hanna Birna er)
Þeir vilja endilega að núverandi innanríkisráherra skipti sér af dómum Hæstaréttar
Held að menn ættu að slá upp orðinu hræsni í alvöru orðabók
Grímur (IP-tala skráð) 4.10.2015 kl. 16:07
Ég hélt að Hanna Birna Kristjánsdóttir, en ekki til að mynda Píratar, réði því sjálf hvort hún býður sig fram til embætta í Sjálfstæðisflokknum.
Og hvers vegna vill hún ekki bjóða sig fram í kosningum í Sjálfstæðisflokknum sem varaformaður flokksins?!
Þorsteinn Briem, 4.10.2015 kl. 16:34
Það er búið að vinna úr umsókninni, og henni hefur verið hafnað.
Hæstiréttur staðfesti að ferlið veitti ekki sjálfkrafa neinn rétt. Hæstiréttur setur ráðuneytinu engar takmarkanir til þess að afturkalla ákvörðun sína og ógilda ákvörðun Útlendingastofnunar.
Þegar ráðherra hefur sagt Ítalíu og Grikkland ekki örugg svæði þá er ekkert að því það hvetja til þess að ráðuneyti láti ekki stjórnast af geðþótta, þvert á lög og alþjóðasamninga. En lög og alþjóðasamningar heimila ekki að fólk sé sent þangað sem það er í hættu.
Ætli ráðherra að standa við ákvörðunina verður ekki annað séð en að hann sé með því að segjast hafa logið að Alþingi þegar hann sagði „Grikkland er ekki talið öruggt land. Það á einnig við um Ítalíu og Ungverjaland, þau eru til viðbótar ekki talin örugg lönd. Það er ekki óhætt að senda fólk til baka þangað."
Hábeinn (IP-tala skráð) 4.10.2015 kl. 18:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.