Jón og séra Jón.

Samtökin Læknar án landamæra njóta mikillar virðingar og það var ljóst, að Bandaríkjamenn kæmust ekki upp með það að þræta fyrir loftárás á þau.

Á myndskeiði sem sýnt var af villimannlegri árás þyrluflugmanna á saklausa borgara á götu í Bagdad hér um árið höguðu morðingjarnir eins og þeir væru að drepa flugur og gerðu að gamni sínu.

Það hefði átt að rannsaka þennan stríðsglæp og fleiri en var ekki gert, enda ekki um lærða vestræna lækna og hjúkrunarlið að ræða.

Ísraelsmenn hafa ekki beðist afsökunar á hatrömmum og mannskæðum árásum sínum á sjúkrahús og sjúkraskýli á Gazaströndinni þegar þeir drápu alls um tvö þúsund manns, þar af stóran hluta þeirra á barnsaldri.

Þetta eru stríðsglæpir og það er engin afsökun að svona árásir séu ekki eins hryllilegar og manndráp hryðjuverkamanna, sem þeir fremja með köldu blóði.


mbl.is Obama baðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

"Séra" er ekki nein vörn fyrir Jóna vealdarinnar.

Það er hjartans friðar/kærleikur sem er virðingarvottunin, en ekki "séra"diplómapappírinn ó-upprunavottaður.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.10.2015 kl. 00:51

2 identicon

Vill Gunnar Bragi ekki mæta á svæðið og kynna sér stöðuna á sjúkrahúsinu?  Hann mætir sem sérlegur sendifulltrúi Nató á staðinn með snýtuklúta og karamellur.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.10.2015 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband