Tvær fréttir um lífsstríð landsbyggðar í einum fréttatíma.

Í fyrradag mátti heyra tvær fréttir í sama fréttatímanum um atriði sem grafa undan byggð á landsbyggðinni.

Önnur var um skort á leikskólarými í Skagafirði og hin um slæmar afleiðingar tilfæringa í menntakerfinu fyrir Vestfirði.

Þessar fréttir báðar voru um aðeins einn málaflokk, menntamál, en það er landlægur misskilningur að aðeins atvinnumál skipti sköpum fyrir byggð á landsbyggðinni.

Heildar fólksfjöldatölur segja stundum nærri því ekki neitt um það hvernig byggðin standi.

Langmikilvægasta talan er fjöldi kvenna á barneignaaldri. Þær eru forsenda byggðar.

Þess vegna eru leikskólar og aðrir skólar svo mikilvægir. Það þýðir lítið að bjóða atvinnu ef aðeins er hugsað um einhleypa karla.

Ef ekki er hægt að hafa börn á leikskóla fara konur og börn í burtu og byggðin deyr.

Svipað gildir um menntun unglinganna.


mbl.is Naglar í kistu Ísafjarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hagstofa Íslands - Fjöldi íbúa, hlutfall kvenna á aldrinum 20-40 ára og hlutfall allra kvenkyns íbúa 1. janúar 2014:

Ísafjarðarbær 3.639, 13%, 50%,

Dalvíkurbyggð 1.867, 12%, 49%,

Akureyri 18.103, 14%, 50%,

Norðurþing 2.822, 12%, 50%,

Fjarðabyggð 4.675, 13%, 46%,

Vestmannaeyjar 4.264, 13%, 48%,

Reykjavík 121.230, 16%, 50%.

Reykjavík og Akureyri eru með hæsta hlutfall kvenna á aldrinum 20-40 ára, 16% og 14%, en Fjarðabyggð og Vestmannaeyjar eru með lægsta hlutfall allra kvenkyns íbúa, 46% og 48%.

Þorsteinn Briem, 7.10.2015 kl. 16:43

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íbúum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað mikið, aðallega vegna aukinnar þjónustu og háskólastarfsemi á því svæði og það á einnig við um Akureyri.

Íbúum í þeim sveitarfélögum sem nú mynda Fjarðabyggð, framleiðslusveitarfélagi, fækkaði hins vegar um 11,2%, eða 582, á árunum 1998-2013, þrátt fyrir álverið í Reyðarfirði.

Og í framleiðslubyggðarlaginu Vestmannaeyjum fækkaði íbúum á þessu tímabili um 8,8%, eða 407, og þeim sem búa á því svæði sem nú er í Dalvíkurbyggð fækkaði um 10,5%, eða 218, í byggðarlögum sem nú mynda Ísafjarðarbæ fækkaði íbúum um 15,3%, eða 675, og þeim sem búa á svæðinu sem nú er í sveitarfélaginu Norðurþingi, til að mynda Húsavík, fækkaði um 14,6%, eða 489.

Íbúum á svæðinu frá Kjalarnesi til Hafnarfjarðar fjölgaði hins vegar á þessu tímabili um 25%, eða 41.073, og í byggðarlögunum sem nú eru í sveitarfélaginu Akureyri fjölgaði íbúum um 16,5%, eða 2.544, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands.

Þeim sem búa í byggðarlögunum sem nú eru í sveitarfélaginu Akureyri fjölgaði því meira á tímabilinu 1998-2013 en íbúum í þeim byggðarlögum sem nefnd eru hér að ofan fækkaði, samtals 2.371.

Þorsteinn Briem, 7.10.2015 kl. 16:48

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslensk sveitarfélög í Evrópusambandinu:

Rúmlega þriðjungi af fjárlögum Evrópusambandsins, um 347 milljörðum evra, var varið til byggðamála á árunum 2007-2013.

Byggðaþróunarsjóður.

Sjóðnum er ætlað að jafna stöðu einstakra svæða. Áhersla er til dæmis lögð á nýsköpun í þekkingariðnaði og rannsóknum, umhverfismál og samgöngur en sérstök áhersla er lögð á dreifbyggð svæði og erfið.

Samstöðusjóður.

Sjóðnum er ætlað að styrkja ríki sem verða fyrir verulegu tjóni af völdum náttúruhamfara, til dæmis veðurs.

Aðlögunarsjóður.

Sjóðnum er ætlað að styrkja væntanleg aðildarríki og veita þeim aðstoð við að undirbúa og uppfylla ýmis nauðsynleg skilyrði fyrir inngöngu í Evrópusambandið.

Félagsmálasjóður.

Sjóðnum er ætlað að jafna félags- og fjárhagslega stöðu íbúa í álfunni. Áhersla er lögð á ýmiss konar menntun og að styrkja stöðu hópa sem eiga undir högg að sækja, til dæmis innflytjenda, fatlaðra, ungs og gamals fólks á vinnumarkaði.

Landbúnaðarsjóður.

Sjóðurinn skiptist í tvennt, annars vegar er um að ræða styrki til bænda og hins vegar styrki til dreifðra byggða.

Styrkir til sjávarbyggða.

Evrópusambandið veitir styrki til sjávarbyggða úr sjóði sem heitir European Fisheries Fund og stuðningurinn byggir á fjórum stoðum:

Aðlögun flotans.

Fiskeldi, vistvænar veiðar, vöruþróun og markaðssetning.

Veiðistjórnun og öryggismál.

Stuðningur við byggðir sem eru að verulegu leyti háðar fiskveiðum og til að stuðla þar að fjölbreyttari atvinnuvegum.


Íslensk sveitarfélög í Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 7.10.2015 kl. 16:51

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"...en það er landlægur misskilningur að aðeins atvinnumál skipti sköpum fyrir byggð á landsbyggðinni."

Það er fáránlegt að sjá þetta frá þér, Ómar. Vissulega spila margir þættir saman í byggðaþróun og eitt leiðir af öðru, en það er frumskilyrði fyrir búsetu að það sé atvinna og mjög stórt atriði í því samhengi er að atvinnan sé fjölbreytt, þ.e. að fólk geti nýtt menntun sína. Að unga menntaða fólkið fái vinnu við sitt hæfi. Allt hitt kemur á eftir.

Það hefur einmitt gerst í Fjarðabyggð í tengslum við álverið í Reyðarfirði.

Í álveri Alcoa vinna tæplega 500 manns og af þeim hafa rúmlega 20% háskólamenntum á mjög fjölbreyttu sviði. Meirihluti starfsmanna er iðnmenntað fólk úr öllum geirum atvinnulífsins  og lítill hluti er ófaglært fólk.

Það er e.t.v. skiljanlegt að fólk eins og þú, sem hefur verið á móti álverinu í Reyðarfirði, sama hvað tautar og raular, vilji ekki sjá eða viðurkenna þessa hluti.

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.10.2015 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband