18.10.2015 | 17:16
Hið eilífa tal um "atvinnuuppbyggingu".
Þegar rokið var af stað með kröfu um byggingu nýs álvers sunnan Skagastrandar með sjálfan forsætisráðherrann sem guðföður á miðri ljósmynd af hópnum, sem ætlar að keyra þetta i gegn án þess að nokkur raforka sé á lausu, var því svarað með einni upphrópun: "Atvinnuuppbygging!"
Samt er ekki að sjá að um íslenskt vinnuafl gæti orðið að ræða, en atvinnuuppbygging skal það samt verða.
Ég var að heyra það fyrir nokkrum dögum að kaþólski biskupinn á Íslandi hefði haldið hundrað manna messu á Reyðarfirði.
Ég sperrti eyrun, því að það eru sennilega fleiri en eru að jafnaði í messum Þjóðkirkjunnar á staðnum.
En svo rann upp fyrir mér ljós: Það skyldi þó aldrei vera að kaþólski biskupinn hafi verið að sinna kalli Pólverjanna á staðnum, sem vinna störf í álverinu og við það?
En allan tímann, sem kallað er á fleiri og fleiri álver er alltaf látið í veðri vaka, að um íslenskt vinnuafl sé að ræða, atvinnuuppbyggingu fyrir Íslendinga.
Ekki til íslenskt vinnuafl í þetta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
13.6.2015:
Engin orka til álvers segir Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar Alþingis
Þorsteinn Briem, 18.10.2015 kl. 17:44
16.9.2015:
Álverið í Straumsvík rekið með tapi frá degi til dags og tapið fer vaxandi segir Rannveig Rist forstjóri
Þorsteinn Briem, 18.10.2015 kl. 17:58
29.7.2015:
"Á fyrri hluta ársins fluttu 1.140 fleiri erlendir ríkisborgarar til landsins en frá landinu. Með þeirri viðbót hafa alls 5.264 fleiri erlendir ríkisborgarar flutt til landsins en frá landinu frá ársbyrjun 2012.
Þróunin er þveröfug hjá íslenskum ríkisborgurum. Á fyrri hluta ársins voru brottfluttir íslenskir ríkisborgarar umfram aðflutta alls 490 og samtals 2.222 frá ársbyrjun 2012."
19.8.2010:
Rúmlega 36 þúsund íslenskir ríkisborgarar búa erlendis
Íslenskir ríkisborgarar - Brottfluttir umfram aðflutta árið 2014: Alls 760.
Íslenskir ríkisborgarar - Brottfluttir umfram aðflutta árin 2006-2014: Alls 8.136.
Hagstofa Íslands - Búferlaflutningar milli landa eftir kyni, ríkisfangi og landsvæðum 1986-2014
Þorsteinn Briem, 18.10.2015 kl. 17:59
Íbúum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað mikið, aðallega vegna aukinnar þjónustu og háskólastarfsemi á því svæði og það á einnig við um Akureyri.
Íbúum í þeim sveitarfélögum sem nú mynda Fjarðabyggð, framleiðslusveitarfélagi, fækkaði hins vegar um 11,2%, eða 582, á árunum 1998-2013, þrátt fyrir álverið í Reyðarfirði.
Og í framleiðslubyggðarlaginu Vestmannaeyjum fækkaði íbúum á þessu tímabili um 8,8%, eða 407, og þeim sem búa á því svæði sem nú er í Dalvíkurbyggð fækkaði um 10,5%, eða 218, í byggðarlögum sem nú mynda Ísafjarðarbæ fækkaði íbúum um 15,3%, eða 675, og þeim sem búa á svæðinu sem nú er í sveitarfélaginu Norðurþingi, til að mynda Húsavík, fækkaði um 14,6%, eða 489.
Íbúum á svæðinu frá Kjalarnesi til Hafnarfjarðar fjölgaði hins vegar á þessu tímabili um 25%, eða 41.073, og í byggðarlögunum sem nú eru í sveitarfélaginu Akureyri fjölgaði íbúum um 16,5%, eða 2.544, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands.
Þeim sem búa í byggðarlögunum sem nú eru í sveitarfélaginu Akureyri fjölgaði því meira á tímabilinu 1998-2013 en íbúum í þeim byggðarlögum sem nefnd eru hér að ofan fækkaði, samtals 2.371.
Þorsteinn Briem, 18.10.2015 kl. 18:04
Frá Mosfellsbæ til Hafnarfjarðar eru auk CCP og mikillar ferðaþjónustu til að mynda stór og fjölbreytt framleiðslu- og útflutningsfyrirtæki, í ullarvörum, fiskvinnslu, lýsi, veiðarfæragerð, stoðtækjum, hátækni í matvælaframleiðslu, lyfjum og áli, Ístex (áður Álafoss) í Mosfellsbæ, Grandi hf., Lýsi hf., Hampiðjan og Össur hf. í Reykjavík, Marel í Garðabæ, Actavis og álverið í Hafnarfirði.
Og verið er að reisa hátæknisetur lyfjafyrirtækisins Alvogen skammt frá húsi Íslenskrar erfðagreiningar, þar sem um 200 manns munu starfa, flestir háskólamenntaðir.
Þorsteinn Briem, 18.10.2015 kl. 18:09
Íslensk sveitarfélög í Evrópusambandinu:
Rúmlega þriðjungi af fjárlögum Evrópusambandsins, um 347 milljörðum evra, var varið til byggðamála á árunum 2007-2013.
Byggðaþróunarsjóður.
Sjóðnum er ætlað að jafna stöðu einstakra svæða. Áhersla er til dæmis lögð á nýsköpun í þekkingariðnaði og rannsóknum, umhverfismál og samgöngur en sérstök áhersla er lögð á dreifbyggð svæði og erfið.
Samstöðusjóður.
Sjóðnum er ætlað að styrkja ríki sem verða fyrir verulegu tjóni af völdum náttúruhamfara, til dæmis veðurs.
Aðlögunarsjóður.
Sjóðnum er ætlað að styrkja væntanleg aðildarríki og veita þeim aðstoð við að undirbúa og uppfylla ýmis nauðsynleg skilyrði fyrir inngöngu í Evrópusambandið.
Félagsmálasjóður.
Sjóðnum er ætlað að jafna félags- og fjárhagslega stöðu íbúa í álfunni. Áhersla er lögð á ýmiss konar menntun og að styrkja stöðu hópa sem eiga undir högg að sækja, til dæmis innflytjenda, fatlaðra, ungs og gamals fólks á vinnumarkaði.
Landbúnaðarsjóður.
Sjóðurinn skiptist í tvennt, annars vegar er um að ræða styrki til bænda og hins vegar styrki til dreifðra byggða.
Styrkir til sjávarbyggða.
Evrópusambandið veitir styrki til sjávarbyggða úr sjóði sem heitir European Fisheries Fund og stuðningurinn byggir á fjórum stoðum:
Aðlögun flotans.
Fiskeldi, vistvænar veiðar, vöruþróun og markaðssetning.
Veiðistjórnun og öryggismál.
Stuðningur við byggðir sem eru að verulegu leyti háðar fiskveiðum og til að stuðla þar að fjölbreyttari atvinnuvegum.
Íslensk sveitarfélög í Evrópusambandinu
Þorsteinn Briem, 18.10.2015 kl. 18:15
Um 93% starfsfólks álvers Alcoa á Reyðarfirði eru íslenskir og um 7% eru erlendir ríkisbirgarar.
Þetta er svipað hlutfall og er á vinnumarkaðinum í heild á Íslandi.
Ertu enn að leita lúsa, Ómar minn?
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.10.2015 kl. 18:16
Þessi óæskilega atvinnuuppbygging sem mótmælt hefur verið í fjölda ára hlýtur þá að felast í því að byggja en ekki þeim störfum sem verða í byggingunum að byggingatíma loknum. Þess vegna er svo mikilvægt, eins og þið segið, að byggja ekki en stunda frekar fjallagrasatýnslu og vettlingaprjón, það eru víst einu varanlegu störfin sem stunda á á landsbyggðinni heyri ég. Enda segið þið vinnuna aðalatriði en ekki þær tekjur sem vinnan skilar einstaklingnum og þjóðfélaginu. Og sannir Íslendingar geta auðvitað ekki verið kaþólskir eða sótt kaþólska messu. Ómar með hlutina á hreinu eins og vanalega.
Hábeinn (IP-tala skráð) 18.10.2015 kl. 18:19
Bygging nýrra hótela og íbúða í Reykjavík er ástæðan fyrir því að þar er nú ekki atvinnuleysi í byggingariðnaðinum.
Íslenskir iðnaðarmenn fluttu héðan frá Íslandi til útlanda í stórum stíl eftir Hrunið hér haustið 2008, sem var í boði Sjálfstæðisflokksins.
Þorsteinn Briem, 18.10.2015 kl. 18:53
Steini segir að íbúum Fjarðabyggðar hafi fækkað frá árinu 1998 um 11,2%, eða um 582.
Athyglisvert í ljósi þess að Fjarðabyggð var ekki til árið 1998. En ef við skoðum íbúaþróun í þeim byggðakjörnum sem mynda Fjarðabyggð í dag, þá er um verulega fjölgun að ræða og bara á Reyðarfirði er fjölgunin um 90%
Fólk sem fær ekki geðlyfin sín eða vanrækir að taka þau inn, sér oft hlutina öðruvísi en samferðarfólk sitt. En eins og dæmin sanna, þá þarf ekki andleg veikindi til að sjá hlutina í annarlegu ljósi og Ómar Ragnarsson er ágætt dæmi um það.
Steini kýs (og Ómar reyndar líka) að taka með í íbúaþróunina þá 1500 farandverkamenn sem komu til Reyðarfjarðar á árunum 2003-2007 við byggingu álversins. Þessir farandverkamenn fóru að sjálfsögðu langflestir til síns heima að framkvæmdum loknum.
Tvíeykið Ómar og Steini telja að íbúaþróunin hafi verið neikvæð í Fjarðabyggð við brotthvarf farandverkamannanna.
Svona málflutningur er e.t.v. skiljanlegur hjá andlega veiku fólki, en hvaða afsökun hefur Ómar?
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.10.2015 kl. 19:00
Þetta vilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn:
22.8.2009:
"Fyrri myndin segir okkur að innlend heimili skuldi að meðaltali ríflega tvö- til þrefalt meira en önnur (vestræn) heimili sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eða sem svarar um fjórföldum ráðstöfunartekjum.
Seinni myndin segir okkur að greiðslubyrði innlendra heimila sé um það bil tvöfalt meiri en hjá öðrum (vestrænum) þjóðum eða að um 30-35% af ráðstöfunartekjum fer í að þjónusta þær skuldir sem hvíla á heimilum landsins að meðaltali.
Sé tekið tillit til að vextir eru hærri hér en víðast hvar annars staðar verður myndin enn svartari (gefið að lánstími sé álíkur).
Lítill hluti greiðslnanna fer þá í að borga niður höfuðstól lánsins en yfirgnæfandi hlutfall af heildargreiðslubyrðinni fer í vaxtagreiðslur.
Eignamyndun er því mun seinna á ferðinni."
Skuldir heimilanna
Þorsteinn Briem, 18.10.2015 kl. 19:00
1.4.2015:
"12. mars síðastliðinn tilkynnti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Evrópusambandinu að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki."
Straumurinn til Pírata eftir 12. mars síðastliðinn
Þorsteinn Briem, 18.10.2015 kl. 19:19
17.8.2015:
"Samkvæmt skoðanakönnun Gallup er helmingur landsmanna, 50,1%, andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Fylgjendur aðildar eru 34,2% en 15,6% segjast hvorki vera fylgjandi né andvígir inngöngu í sambandið."
Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.
Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.
Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.
Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.
Þorsteinn Briem, 18.10.2015 kl. 19:30
Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.
"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.
Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."
10.2.2015:
"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.
Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.
Þessi lán eru óverðtryggð."
Þorsteinn Briem, 18.10.2015 kl. 19:32
1.9.2015:
Aðeins 5,9% kjósenda í aldurshópnum 30 ára og yngri segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn og einungis 11,6% styðja Sjálfstæðisflokkinn.
Stærsti stuðningshópur Framsóknarflokksins eru kjósendur 50 ára og eldri, 13,9% kjósenda 50-59 ára styðja flokkinn og 13% kjósenda 60 ára og eldri.
Þorsteinn Briem, 18.10.2015 kl. 19:33
25.8.2015:
Þorsteinn Briem, 18.10.2015 kl. 19:35
"Alpan hf. hefur ákveðið að flytja álpönnuverksmiðju sína frá Eyrarbakka til bæjarins Targoviste í Rúmeníu."
"Þórður Bachmann framkvæmdastjóri segir að fyrirtækið keppi á alþjóðlegum mörkuðum og þar hafi samkeppnin harðnað á undanförnum árum á sama tíma og rekstrarumhverfi fyrirtækja í útflutningi hafi versnað stórlega, bæði vegna aukins innlends kostnaðar, skorts á vinnuafli og mjög hás gengis krónunnar.
Ekki er við því að búast að starfsumhverfið batni á næstunni að mati Þórðar, því auk álversframkvæmda og virkjana sem þeim fylgja hafi hið opinbera miklar framkvæmdir á prjónunum næstu ár."
Álpönnuverksmiðjan flutt frá Eyrarbakka til Rúmeníu
Þorsteinn Briem, 18.10.2015 kl. 19:40
Miklar framkvæmdir verða hér á Íslandi á næstu árum og til að mynda verða byggð hér fjögur kísilver, tvö í Helguvik, eitt á Grundartanga og eitt á Húsavík.
Þorsteinn Briem, 18.10.2015 kl. 19:42
Steini greyið, missti vitið en gerir sér vonir um að halda hárinu.
Hábeinn (IP-tala skráð) 18.10.2015 kl. 19:43
Við þurfum að halda áfram atvinnuuppbyggingu, það er nú einu sinna ástæða þess að vinstriflokkunum var kastað út úr stjórnarráðinu.
Þjóðin vill vinnu, vel launuð framtíðarstörf.
Það nennir ekki nokkur kjaftur að ganga á fjöll og tína fjallagrös.
Það er reyndar svo lítill áhugi á því, að lattelið 101 fer aldrei út fyrir Rauðarárstíginn, og tínir ekkert, nema þá helst sveppi á umferðareyjum.
Fleiri álver, takk.
Hilmar (IP-tala skráð) 18.10.2015 kl. 19:45
Ferðaþjónustan hefur vaxið mikið hér á Íslandi undanfarin ár meðal annars vegna þess að gengi íslensku krónunnar var alltof hátt og ekki innistæða fyrir þessu háa gengi.
23.3.2015:
"Árið 2001 spáði Vilhjálmur Bjarnason þingmaður og þáverandi sérfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun því að hingað til lands myndi koma um ein milljón ferðamanna árið 2016 ... en talan fékkst meðal annars með því að framreikna þá fjölgun sem varð á ferðamönnum milli áranna 1990 og 2000."
Spáin reyndist nærri lagi
Þorsteinn Briem, 18.10.2015 kl. 19:47
Á fjórða ársfjórðungi 2014 voru 185.700 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaðnum hér á Íslandi, samkvæmt Hagstofu Íslands.
Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu um 500 manns í árslok 2009, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness.
Og álverin hér á Íslandi eru ekki að fara úr landi, enda orkuverðið lágt til stóriðju.
Þorsteinn Briem, 18.10.2015 kl. 19:49
Stóriðjan þarf gríðarmikla raforku og stóriðjufyrirtæki verða einungis á örfáum stöðum á landinu.
Ferðaþjónusta er hins vegar í öllum bæjum, þorpum og sveitum landsins.
Þar að auki eru langflest fyrirtæki í ferðaþjónustunni hér á Íslandi einkafyrirtæki, sem Sjálfstæðisflokkurinn talar sífellt um af mikilli lítilsvirðingu, eins og mörg önnur einkafyrirtæki hér, til að mynda alls kyns þjónustufyrirtæki.
Þorsteinn Briem, 18.10.2015 kl. 19:51
1.10.2015:
"Ef ferðaþjónustan hefði ekki komið til væri hagsveiflan sennilega á enda, þar sem vöruskiptajöfnuður er orðinn neikvæður á nýjan leik.
Ferðaþjónustan hefur gegnt algjöru lykilhlutverki í að byggja upp gjaldeyrisforða Seðlabankans."
Ásgeir Jónsson hagfræðingur útskýrir það sem er að gerast í íslenska hagkerfinu
Þorsteinn Briem, 18.10.2015 kl. 19:57
4.3.2015:
Um 139 milljarða króna afgangur af þjónustuútflutningi en 11 milljarða króna halli á vöruskiptum í fyrra, 2014
4.3.2015:
Útflutningstekjur ferðaþjónustunnar hafa tvöfaldast frá 2009 - Verulegur tekjusamdráttur af þjónustu tengdri útflutningi álvera
Þorsteinn Briem, 18.10.2015 kl. 20:00
4.3.2015:
Gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu 302 milljarðar króna í fyrra - Stærsta útflutningsgreinin
4.3.2015:
1.35 million tourists this year - 45% of all new jobs created since 2010
Þorsteinn Briem, 18.10.2015 kl. 20:03
Fylgi flokka á landsvísu - Skoðanakönnun Gallup 2.10.2015:
Píratar 35%,
Samfylking 10%,
Björt framtíð 6%,
Vinstri grænir 11%.
Samtals 62% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 34% og þar af Framsóknarflokkur 10%.
Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.
Þorsteinn Briem, 18.10.2015 kl. 20:09
Punktur.
Þorsteinn Briem, 18.10.2015 kl. 20:11
Nú hef ég ekki nauðsynlega þekkingu, en er hægt að tína fjallagrös allt árið, eða þurfa menn að vera á bótum í 11 mánuði?
Hilmar (IP-tala skráð) 18.10.2015 kl. 20:29
Using the natural resources that are historically part of Iceland, that is the kind of business that needs to be lifted up. Something sustainable that doesn't rely on an unstable international aparatus to operate.
Elisabet (IP-tala skráð) 18.10.2015 kl. 20:52
Dæmigert fyrir rökin síðustu 15 árin þar sem fjallagrasatal er lapið upp í síbylju að afgreiða þann atvinnuveg þjóðarinnar sem er orðinn stærstur og skapar bæði mestu gjaldeyristekjurnar og langmestu atvinnuuppbygginguna "að tína fjallagrös."
Ómar Ragnarsson, 19.10.2015 kl. 14:48
Miðað við tekjurnar sem þessi lang stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar skilar til starfsmanna og í ríkissjóð þá gæti það eins verið fjallagrasatínsla. Enda atvinnuvegur að ykkar höfði þar sem tilgangurinn er að halda sem flestum í vinnu þó tekjur fyrir hvert verk séu með því lægsta sem gerist. Vinnu frekar en tekjur og allir aftur í torfkofana heyri ég að sé ykkar slagorð.
Hábeinn (IP-tala skráð) 19.10.2015 kl. 16:26
Í ferðaþjónustunni er hvergi hærra hlutfall af undirborguðum útlendingum í vinnu. Svört atvinnustarfsemi er hvergi meiri en í ferðaþjónustu og ríkissjóður fær miklu minna í sinn hlut en sem nemur fjölgun ferðamanna.
Ferðamennska hefur skaðleg áhrif á ímynd landsins sem ósnortið og meira en nokkur annar atvinnuvergur.
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.10.2015 kl. 19:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.