"Sonur Íslands, sonarsonur Noregs."

Barack Obama byrjar ræðu sína á Degi Leifs Eiríkssonar að skilgreina hann sem son Íslands og sonarson Noregs. Þótt heppilegra hefði verið, að hann hefði haldið áfram í ræðunni að endurtaka þetta, verður að virða honum til vorkunnar, að á tímum Leifs voru menning og þjóðskipulag á Íslandi norsk í meginatriðum, landið numið af Norðmönnum að mestu og Alþingi sniðið eftir Gulaþingi í Noregi.

Vafasamt er að Íslendingar hafi litið á sig sem sérstaka þjóð með sama skilningi og síðar varð.

Íslendingar voru gjaldgengir til embætta í Noregi langt fram á 13. öld, eins og dæmið um Þórð kakala sýnir glöggt, en hann hafði verið settur sem héraðsstjóri í Skíðafylki í Noregi þegar hann varð bráðkvaddur við að fagna embættinu í teiti í Skíðaborg. (Skien)

Norðmenn sjálfir miða við orrustuna á Stiklastöðum þegar þeir tala um upphafið á tilvist norsku þjóðarinnar sem sérstakrar þjóðar í skilningi okkar tíma.


mbl.is Var Leifur heppni norskur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vantar skutl til lögfræðings og niður á Bsí kl 2 Sími minn er 6153649 5174620

NONAME (IP-tala skráð) 19.10.2015 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband