Versta ástandið breyttist í það besta.

Um mitt sumar var útlitið í vatnsbúskap hjá Landsvirkjun eitthvert það versta hin síðari ár.

Einkum var ástandið ískyggilegt á Norðausturlandi og notendur voru varaðir við því, að svo gæti farið að það yrði að skerða afhendingu raforku meira til þeirra en dæmi voru um áður. Hálslón 18.10.15

En síðustu mánuðir hafa verið svo hlýir að dæmið hefur algerlega snúist við.

Á ferð við Hálslón í gær mátti sjá stútfullt lón og kröftugt rennsli á yfirfallinu við Kárahnjúkastíflu um fossinn Hverfanda niður í Hafrahvammagljúfur (Dimmugljúfur).Hverandi 18.10.15

Ég minnist þess ekki að rennsli hafi verið á yfirfallinu á þessum tíma og ekkert lát á því.

Þetta þýðir aðeins eitt: Verði tíðin svipuð og í meðallagi í vetur, koma lónið og afhendingarmöguleikarnir betur út næsta vor en nokkru sinni fyrr.

Þótt allt liti svona sumarlega út þarnak í gær, leyndi sér ekki, að snjór í Snæfelli er með allra mesta móti, enda feikna mikil snjókoma á því svæði í fyrravetur og vor.Snæfell. 18.10.15  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband