20.10.2015 | 00:19
Sveigjanlegri vinnutíma og fleiri vinnandi.
Nútíma þjóðhættir eiga alveg að geta rúmað meiri sveigjanleika í vinnutíma og möguleika fyrir fleiri vinnandi í hlutastörfum en nú er.
Aðstæður fólks, hæfileikar og þarfir, eru eins misjafnar og fólkið er margt.
Eftir því sem öldruðum fjölgar eykst þörfin á að veita þeim atvinnutækifæri, sem hafa enn starfsorku og finna sig illa með því að vera kippt út úr samfélaginu að miklu leyti og skyldaðir til að hætta að vinna og finnast þeir hafa verið settir utangarðs í þjóðfélaginu, engum til gagns.
Ég er kominn á þann aldur að þekkja fjölda aldraðra, sem myndu þiggja að fá að starfa eitthvað gagnlegt í hlutastarfi, og með því að stytta skyldaða vinnuviku niður í 35 stundir skapast rými fyrir meiri sveigjanleika.
Vinnuvikan verði 35 stundir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Margir Íslendingar kunna ekki að vinna.
Þeir byrja sinn "vinnudag" á því að fara í kaffi.
Skömmu síðar fara þeir svo í hádegismat.
Svo fara þeir í síðdegiskaffi.
Síðan kvöldmat.
Koma svo heim "úr vinnunni" síðla kvölds, dauðuppgefnir "eftir alla vinnuna" búnir að graðga í sig kaffi og kleinur allan daginn.
Eitt sinn fór Íslendingur að vinna i byggingavinnu í Ósló og klukkan fjögur síðdegis hættu Norðmennirnir að vinna.
"Er komið kaffi?" spyr Íslendingurinn þá.
"Nei, vinnudeginum er lokið," var svarið.
Og frá klukkan átta að morgni alla vinnudaga varð Íslendingurinn að vinna.
Þorsteinn Briem, 20.10.2015 kl. 00:35
"Í skýrslu forsætisráðherra frá síðastliðnu vori kom skýrt fram að ástæða launamunar milli Danmerkur og Íslands er að framleiðni er mun meiri í Danmörku.
Þetta kom meðal annars fram í áætlunum um landsframleiðslu á vinnustund.
Í ljós kom að Ísland var í svipuðu sæti meðal OECD-ríkja bæði þegar tímakaup var skoðað og áætluð landsframleiðsla á unna klukkustund."
(Á Alþingi 1996-1997.)
Þorsteinn Briem, 20.10.2015 kl. 00:45
Alúðarheilsan heim í gamla landurinn.
Hér í Frans hefir þrjátíuogfimm stunda vinnuvika verið við lýði um nokkurt skeið - mælanlegur ávinningur er enginn! Meira að segja amlóðaríkisstjórn Hollandes hefir vakið máls á að snúa aftur til 40 tíma vinnuviku og skoðanakannanir sýna að margir eru því sammála og þá er mikið sagt!!
Óraunsær sósíalismi hefir verið landlægur hjá frökkum um ómunatíð og þetta varð gersamlega krónískt ástand í forsetatíð Mitterang. Lágur eftirlaunaaldur og 35 tímastunda vinnuvika hefir ekki leitt til neinnar velmegunar á franskri grundu.
Þetta útspil er vanhugsað hjá þessum fjórum þingmönnum og til þess eins að fara á vinsældarfiskerí.
Kveðja sunnan úr álfu
Hörður Þ. Karlsson (IP-tala skráð) 20.10.2015 kl. 06:23
Vinnurannsóknir í byggingariðnaði sýna meiri afköst per tíma ef vinnutími er styttur úr 10 tímum í 8. En að stytta hann enn meira getur haft gagnstæð áhrif vegna þess að ákveðinn tími fer í að fara í gang á morgnana ( upphitun) . Ég held við ættum að einbeita okkur að afnámi yfirvinnu frekar.
Jósef Smári Ásmundsson, 20.10.2015 kl. 06:32
Sæll.
Menn hafa verið á þessum buxunum í Evrópu og hvernig er staðan í efnahags- og atvinnumálum í Evrópu? Innan ESB er 11-12% atvinnuleysi.
Ef 35 tíma vinnuvika er betri en 40 tíma vinnuvika er þá 30 tíma vinnuvika ekki betri en 35? Er þá ekki betra að hafa vinnuvikuna jafnvel enn styttri, þá hefur fólk nægan frítíma o.s.frv og vinnur þá ábyggilega ofsalega hratt þegar það er í vinnunni, eða hvað?
Hvað með laun? Á að borga fólki sömu laun fyrir 35 tíma vinnuviku og 40 tíma vinnuviku?
Það eru margir sem rugla saman vinnu og framleiðni. Einstaklingur getur unnið myrkranna á milli án þess að framleiða mikið og því haft lítið upp úr krafsinu.
Flutningsmenn þessarar tillögu sýna fram að fullkomið skilningsleysi sitt í efnahagsmálum. Á ekki að læra af svipuðum mistökum sem áður hafa verið gerð?
Helgi (IP-tala skráð) 20.10.2015 kl. 12:18
Í dag:
Vel raunhæft að vinna skemur segir Björn Leví Gunnarsson varaþingmaður Pírata
Þorsteinn Briem, 20.10.2015 kl. 18:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.