Ekki "atvinnuuppbygging".

Næstum því í leyni hefur ein atvinnugrein, ferðaþjónustan, staðið fyrir sköpun þúsunda starfa, líkast til á annan tug þúsunda á fáum misserum, án þess að þess sé nokkurs staðar getið undir hinu fagra heiti "atvinnuuppbygging".

Ég minnist þess ekki að stjórnmálamenn né aðrir noti það orð þegar um stærsta atvinnuveg þjóðarinnar er að ræða.  

Mismunandi notkun þessa orðs segir mikið um þann hugsunarhátt sem enn heldur risaálveri í Helguvík með öllum þeim stórfelldu náttúruspjöllum sem það mun kosta, sem einróma keppikefli núverandi ríkisstjórnar til þess að "stuðla að atvinnuuppbyggingu".

Yfirlýsing þess efnis frá fyrstu dögum stjórnarinnar hefur ekki verið dregin til baka.


mbl.is Barátta um starfsfólkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enda ferðaþjónustan að mestu leiti einskonar atvinnubótavinna sem skilar litlu til ríkis og starfsmanna. Lítill áhugi er á fjölgun ferðaþjónustustarfa hjá ríki og bæjarfélögum sem eiga sitt undir háum skatttekjum og vel launuðum störfum.

Hábeinn (IP-tala skráð) 20.10.2015 kl. 11:57

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu um 500 manns í árslok 2009, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness, og á vef félagsins er tekið sem dæmi að starfsmaður, sem unnið hefur í sjö ár hjá Norðuráli, hafi fengið 308.994 króna mánaðarlaun í nóvember 2010.

12. 6.2008
:

"Á vefsíðu Fjarðaáls kemur fram að meðallaun framleiðslustarfsmanna eru tæpar 336 þúsund krónur á mánuði, með innifalinni yfirvinnu, vaktaálagi og fleiru."

Þorsteinn Briem, 20.10.2015 kl. 15:44

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samkvæmt launakönnun VR, sem gerð var í ársbyrjun 2009 og tæplega ellefu þúsund manns svöruðu, voru heildarmánaðarlaun á hótelum, veitingahúsum og ferðaskrifstofum 362 þúsund krónur, í samgöngum á sjó og landi og flutningaþjónustu 377 þúsund krónur og flugsamgöngum 391 þúsund krónur.

(Og í matvæla- og drykkjariðnaði voru heildarmánaðarlaunin 391 þúsund krónur, lyfjaiðnaði 411 þúsund krónur, ýmsum iðnaði og byggingastarfsemi 441 þúsund krónur, byggingavöruverslunum 363 þúsund krónur og stórmörkuðum, matvöruverslunum og söluturnum 352 þúsund krónur.)

Félagssvæði VR
nær yfir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Seltjarnarness, Mosfellsbæjar, Álftaness, Kjósarhrepps, Akraness og nágrennis, Húnaþings vestra, alls Austurlands og Vestmannaeyja.

Launakönnun VR 2009 - Grunnlaun, heildarlaun og vinnutími á hótelum, veitingahúsum, ferðaskrifstofum, í samgöngum á sjó og landi, flutningaþjónustu og flugsamgöngum, bls. 23-25

Þorsteinn Briem, 20.10.2015 kl. 15:45

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2013 varð ferðaþjónustan stærsti útflutningsatvinnuvegurinn hér á Íslandi.

30.12.2013:

Níu þúsund starfa í ferðaþjónustunni hér á Íslandi allt árið og þeim fjölgar um nokkur þúsund á næstu árum


Og árið 2012 voru útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja samtals 238 milljarðar króna.

Þorsteinn Briem, 20.10.2015 kl. 15:47

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á fjórða ársfjórðungi 2014 voru 185.700 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaðnum hér á Íslandi, samkvæmt Hagstofu Íslands.

Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu um 500 manns í árslok 2009, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness.

Þorsteinn Briem, 20.10.2015 kl. 15:50

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.9.2015:

"Ef ferðaþjónustan hefði ekki komið til væri hagsveiflan sennilega á enda, þar sem vöruskiptajöfnuður er orðinn neikvæður á nýjan leik.

Ferðaþjónustan hefur gegnt algjöru lykilhlutverki í að byggja upp gjaldeyrisforða Seðlabankans."

Ásgeir Jónsson hagfræðingur útskýrir það sem er að gerast í íslenska hagkerfinu

Þorsteinn Briem, 20.10.2015 kl. 15:53

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Auknar fjárveitingar ríkisins nú til Landspítalans, háskólanna og vegagerðar koma frá ferðaþjónustunni.

27.11.2014:

Hagvöxturinn byggist á vexti ferðaþjónustunnar

Þorsteinn Briem, 20.10.2015 kl. 15:57

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um 1.600 íslenskir flugmenn, flugfreyjur, flugþjónar, flugvirkjar og flugumferðarstjórar starfa hér í ferðaþjónustunni við innanlandsflugið og millilandaflugið.

Rúmlega 600 eru í Félagi atvinnuflugmanna (FÍA), rúmlega sjö hundruð í Félagi flugfreyja. um 200 flugvirkjar vinna hjá Icelandair og Flugfélagi Íslands og um 100 flugumferðarstjórar starfa hér á Íslandi.

Meðallaun flugmanna virðast vera um ein milljón króna á mánuði, samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar 2009 og þar má finna flugfreyjur með 400 og 500 þúsund krónur á mánuði, flugvirkja með 400 og 700 þúsund krónur á mánuði og flugumferðarstjóra með um eina milljón króna á mánuði.

Félag íslenskra atvinnuflugmanna

Flugfreyjufélag Íslands

Flugvirkjafélag Íslands

Flugumferðarstjórar í BSRB

Steini Briem, 17.10.2010

Þorsteinn Briem, 20.10.2015 kl. 16:05

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

7.3.2012:

"Þrjú álver eru rekin á Íslandi og hjá þeim starfa um tvö þúsund manns en þegar bætt er við þeim sem tengjast álverunum teljast um 4.800 starfa í áliðnaði og tengdum greinum.

Þetta kemur fram í skýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann fyrir Samtök álframleiðenda."

Þorsteinn Briem, 20.10.2015 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband