"Veröldin er söm við sig..."

"Veröldin er söm við sig.

Svíkur margan auður..."

 

Þannig hófst staka sem Andrés heitinn Valberg flutti fyrir 19 árum og hefur marg sannast.

Hér um árið var maður svo barnalegur að halda, að vegna hinnar miklu fræðslu á upplýsingaöld um hvers kyns klæki, spillingu og græðgi myndu atburðir eins og kreppan mikla ekki endurtaka sig.

En þetta reyndist barnaleg tálsýn því að mannlegt eðli heldur áfram að vera jafn ófullkomið og það hefur verið í þúsundir ára.

Þótt það vantaði ekki að Rannsóknarskýrsla Alþingis ætti að koma í veg fyrir að einkenni aðdraganda Hrunsins skytu upp kollinum á ný, sést margt birtast sem minnir á það sem gerðist á árunum 2002-2008.

Vísa Andrésar Valbergs var að vísu ort með tilliti til lífsreynslu hans sjálfs, sem hafði marga fjöruna sopið á lífsleiðinni í fjármálum og fleiru, því að hún var svona í heild:

Veröldin er söm við sig.

Svíkur margan auður.

Allir myndu elska mig

ef ég væri dauður.


mbl.is Ekki svigrúm fyrir svona framgöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Æði margt þar vinst og vefst,
vafningarnir sanna,
upp á stólinn aftur hefst,
alltaf Bjarna kanna.

Þorsteinn Briem, 20.10.2015 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband