21.10.2015 | 07:55
Reynslan af fyrirheitunum 2002.
Ekki skorti fögur fyrirheit árið 2002 þegar ríkisbankarnir voru einkavæddir. Davíð Oddsson forsætisráðherra hét því að einkaeignaraðildin yrði dreifð í anda Eyjólfs Konráðs Jónssonar og að þannig fengist fram besti kosturinn varðandi svona rekstur.
Ríkisekstur íslenskra banka hafði lungann af öldinni verið gróðrastía pólitískrar spillingar í landinu.
En fögur orð og fyrirheit Davíðs dugðu ekki, jafnvel þótt þau kynnu að hafa verið gefin í góðri trú, því að við völd voru þeir tveir flokkar sem höfðu í helmingaskiptastjórnum sínum 1950-56, 1974-78 og frá 1995 keyrt áfram hið pólitíska eignarhald öðrum ríkisstjórnum fremur.
Niðurstöðuna þekkja allir: Í stað dreifðrar eignaraðildar almennings kom einhver harðsvíraðasta einkavinavæðing allra tíma þar sem stjórnarflokkarnir tveir skiptu bönkunum bróðurlega á milli skjólstæðinga sinna og bankarnir voru að stærstum hluta gefnir með bókhaldsbrellum og uppdiktaðri aðild þýsks banka.
Í hönd fór stórkostlegasta svikamylla íslensk fjármála- og efnahagslífs sem endaði með hruni.
Nú gefur Bjarni Benediktsson fögur fyrirheit um að lært verði af reynslunni 2002. En hættan er sú að það verði litlu minni innistæða fyrir efndum þess en hjá Davíð 2002.
Valdaöflin á bak við helmingaskiptastjórn Sjalla og Framsóknar eru nefnilega svo sterk, og hugsunarhátturinn frá 2002 er svo sláandi, þegar hann er að byrja að birtast enn á ný, að hættan á þenslukenndum aðdraganda sem uppleggs í nýtt Hrun er raunveruleg.
Sennilega er skásti kosturinn sá að ríkið eignist bankana, enda þótt spor hinnar miklu pólitísku spillingar sem fylgdi ríkiseign þeirra frá árunum fyrir 2002 hræði.
Sameining kemur til álita | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Einkavæðing bankanna var einkavæðing sem fór fram árið 2002 með sölu á ríkisreknum bönkum, Landsbankanum og Búnaðarbankanum, í hendur einkaaðila.
Einkavæðingin var alla tíð nokkuð umdeild og varð enn umdeildari eftir bankahrunið 2008.
Bent hefur verið á að ef öðruvísi hefði verið farið að hefði þenslan í hagkerfinu ekki orðið jafn mikil á jafn skömmum tíma.
Einnig hefur verið gagnrýnt að ekki var fylgt upprunalegri settri stefnu um að bankarnir skyldu verða í dreifðri eignaraðild.
Steingrímur Ari Arason sagði sig úr einkavæðingarnefnd Landsbankans í september 2002 og viðhafði þau orð að hann hefði aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum."
Geir H. Haarde, þáverandi fjármálaráðherra, 12.9.2002:
"Við erum ekki sammála Steingrími [Ara Arasyni] þegar hann segir önnur tilboð vera hagstæðari á alla hefðbundna mælikvarða.
Þessu erum við einfaldlega ósammála og það er um þennan ágreining sem málið snýst.
Við byggjum afstöðu okkar á mati HSBC-bankans og einkavæðingarnefnd sendir málið áfram til ráðherranefndar sem tekur þessa ákvörðun eins og henni ber.
Hún er hinn pólitískt ábyrgi aðili í málinu."
Þorsteinn Briem, 21.10.2015 kl. 13:39
20.4.2010:
Steingrímur Ari: Davíð og Halldór réðu öllu og pólitísk ákvörðun hverjir eignuðust bankana
Þorsteinn Briem, 21.10.2015 kl. 13:42
28.12.2009:
Ráðherraábyrgð Davíðs og Halldórs fyrnd
Þorsteinn Briem, 21.10.2015 kl. 13:44
Framsóknarflokkurinn - Árangur áfram, ekkert stopp!
Árið 2008:
Guð blessi Ísland!
Þorsteinn Briem, 21.10.2015 kl. 13:54
Ólafur Ragnar Grímsson í London 3. maí 2005 - "How to succeed in modern business":
"No one is afraid to work with us; people even see us as fascinating eccentrics who can do no harm and therefore all doors are thrown wide open when we arrive."
"I have mentioned this morning only some of the lessons which the Icelandic voyage offers, but I hope that my analysis has helped to clarify what has been a big mystery to many."
Þorsteinn Briem, 21.10.2015 kl. 13:56
Stórglæpamaðurinn Sigurður Einarsson kallar Evu Joly ógæfukonu
Þorsteinn Briem, 21.10.2015 kl. 13:59
Stórglæpamaðurinn Sigurður Einarsson einn af helstu samstarfsmönnum Ólafs Ragnars Grímssonar
Þorsteinn Briem, 21.10.2015 kl. 14:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.