"Blekkingum" seint útrýmt?

Það hefur tíðkast alla tíð að birtar séu myndir af söluvöru, sem innihalda mismunandi miklar blekkingar.

Gildir það ekki bara um hótel víða um lönd heldur margt annað.

Þegar á fyrstu áratugum bílaaldar fóru framleiðendur að nota blekkjandi sjónarhorn og ýmis önnur atriði til þess að gera bílana að girnilegri söluvöru.

Fólkið, sem sat í bílunum eða stóð við þá var yfirleitt afar lágvaxið og grannt, og konum einkum stillt þannig upp eða komið þannig fyrir, að bíllinn sýndist sem allra stærstur.

Hlutföllum bílanna var vísvitandi breytt á myndum og þeir oft gerðir lengri og breiðari en efni stóðu til.

Árgerðirnar frá 1939 til 1948 voru nær óbreyttar hjá flestum bílaframleiðendum í Bandaríkjunum, en samt var birtur langur listi af "nýjungum" hjá hverri árgerð sem áttu að sannfæra kaupendur um hve miklu betri hver ný árgerð væri en eldri árgerðir.

Gekk svo langt að auglýsa meiri breidd og rými inni í bílum, sem voru nær ekkert breyttir.

Það er hins vegar stundum erfitt að birta alveg "réttar" myndir af ferðamannastöðum.

Einkum er það veðrið sem veldur því í okkar landi og öðrum í norðanverðri Evrópu, að sólskinsmyndirnar í auglýsingum og ferðamannabæklingum eru í raun rangar.

Úrkomudagar eru nefnilega að meðaltali fleiri en þurrviðrirdagar.

En þetta eiga ferðamenn að vita fyrirfram og auðvitað er ekkert gagn í því að birta mynd af útsýni, þar sem skyggni er sama og ekkert vegna súldarveðurs.

Það sem verið er að kynna verður jú að sýna á myndum, teknum í þeim veðurskilyrðum, að það sjáist hvað verið er að kynna.

 

 

 

 


mbl.is Koma upp um blekkingar hótela
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mörg hjónabönd hafa byggst á svindli, sjálfstæðismenn og framsóknarmenn til að mynda þóst við barinn eiga stærri bíla en þeir raunverulega eiga og jafnvel algjörar druslur.

Konur í sömu flokkum álpast með þeim í rúmið og ekki átt þaðan afturkvæmt.

"Bláu augun þín."


Það sem Klakapíur með aðrar stjórnmálaskoðanir taka hins vegar fyrst eftir hjá karlmönnum eru augun (51%), rassinn (9%), varirnar (8%), brjóstkassinn (4%), handleggirnir (4%) og hárið (3%).

Hins vegar gæti græneygða konan sem þú sérð á barnum verið með grænar linsur, þannig að maður má nú ekki vera mjög bláeygur þegar um augnalit er að ræða.

Þorsteinn Briem, 21.10.2015 kl. 02:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband