21.10.2015 | 14:19
Betri spár en hjá greiningadeildunum hér um árið?
Frægt var hér um árið þegar Davíð Oddssyni líkaði ekki við greiningar, spár og starfsemi Þjóðhagsstofnunar og Verðlagseftirlitsins og lagði þessar stofnanir einfaldlega niður.
Meðal raka fyrir þessu var, að hinir öflugu bankar og hagdeildir helstu samtaka væru fullfær um að gera ekki aðeins jafn góðar spár og greiningar, heldur betri.
Í aðdraganda Hrunsins kom hins vegar í ljós að þegar á reyndi leitaðist hver greiningardeild við að gera spár sem hentaði viðkomandi fyrirtæki eða samtökum best.
Nú sýnist mönnum hagkerfið vera komið á svipað ról að ýmsu leyti og árin 2004 og 2007 með teiknum um þenslu, verðbólgu og jafnvel gengisfellingu krónunnar ef málum skipast ekki vel.
Spurningin er hvort spárnar hjá greiningardeildunum verði mikið betri nú en þegar síðasta stóra uppsveiflan var hér.
Uppsveiflan frábrugðin þeirri síðustu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er langt seilst hjá þér með þessa söguskýringu Ómar.
Hagstofan og Seðlabankinn héldu áfram sínum greiningum, ekki verða þær stofnanir sakaðar um að þóknast aðilum á marekaði. Umræddar stofnanir voru lagðar niður til að fara vel með skattfé okkar sem þú ég og allir hinir erum að láta af hendi renna í hungraðan ríkissjóð með allt of margar óþarfar stofnanir.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.10.2015 kl. 15:00
"... þú, ég og allir hinir erum að láta af hendi renna í hungraðan ríkissjóð með allt of margar óþarfar stofnanir."
Húsameistari ríkisins
tók handfylli sína af leir
og horfði dulráðum augum
á reislur og kvarða:
51 x 19 + 18/102,
þá útkomu læt ég mig
raunar lítils varða.
Ef turninn er lóðréttur
hallast kórinn til hægri.
Mín hugmynd er sú,
að hver trappa sé annarri lægri."
"Í minni sveit var svo fallegt útsýni, að við þurftum ekki á skáldskap að halda."
(Steinn Steinarr.)
Predikarinn - Cacoethes scribendi ætlar að leggja niður Þjóðkirkjuna.
Þorsteinn Briem, 21.10.2015 kl. 15:27
Söguskýringar Ómar eru oftast nær sóttar í smiðju pólitískra samsæriskenninga vinstrimanna.
Þjóðhagsstofnun hafði þann leiða eiginleika að geta aldrei spáð rétt fyrir um þróun efnahagsmála. Ætla má af frammistöðunni, að stofnunin hafi stuðst við kínverskar spádómskökur. Í það minnsta, þá studdist hún ekki við vísindi.
Hilmar (IP-tala skráð) 21.10.2015 kl. 15:44
Briem.
Því skyldi ég ætla að leggja niður þjóðkirkjuna ?
Hvaða rökleysu ertu nú með í farteskinu ?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.10.2015 kl. 16:47
Nafnleysingjar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins telja það sem sagt í góðu lagi að Þjóðkirkjan fái ekkert fé frá ríkinu.
Þorsteinn Briem, 21.10.2015 kl. 17:26
"62. gr. Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.
Breyta má þessu með lögum."
Stjórnarskrá Íslands
Þorsteinn Briem, 21.10.2015 kl. 17:41
Briem
Ég áttaði mig ekki á fáfræði þinni. Þjóðkirkjan fær ekkert frá ríkinu.
Þannig að tillaga þíner búin að eiga við í verulega langan tíma. á annað hundrað ár eða meir.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.10.2015 kl. 17:52
Í dag:
Fylgi Pírata 34% en Sjálfstæðisflokksins 22% sem minnkar um 3,5%
Þorsteinn Briem, 21.10.2015 kl. 18:44
1.10.2013:
"Þjóðkirkjan fær 44,5 milljónum krónum meira á fjárlögum næsta árs en hún fékk árið 2013, að frátöldum almennum verðlagsbreytingum, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu.
Heildarfjárveiting til þjóðkirkjunnar árið 2014 verður 1.474 milljónir króna, miðað við 1.439 milljónir króna árið 2013.
Gert er ráð fyrir að sóknargjöld aukist samtals um 65,5 milljónir króna og gerð tillaga um samtals 65,5 milljóna króna hækkun á viðbótarframlagi til að vega á móti skerðingum fyrri ára.
Hækkunin mun nema 55 milljónum króna til sókna þjóðkirkjunnar, sem fá þar með 100 milljóna króna aukaframlag árið 2014.
10,5 milljónir króna fara til annarra trúfélaga, sem fá þar með 17,5 milljónir króna í aukaframlag."
Þorsteinn Briem, 21.10.2015 kl. 19:14
Davíð hefði betur lagt niður RUV
þar er lygin
þar er útúrsnúningurinn
þar eru flestar spár rangar
Grímur (IP-tala skráð) 21.10.2015 kl. 19:44
Sem sagt, ekkert málefnalegt frá nafnleysingjum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins frekar en fyrri daginn.
Þorsteinn Briem, 21.10.2015 kl. 20:10
Briem
Mikil er fáfræði þín.
Þetta eru ekki framlög. Sóknargjöldin eru innheimt af ríkinu af safnaðarmeðlimum hvers trúfélags og skilað til þeirra. Aðrir fjármunir sem þjóðkirkjan fær greidda frá ríkinu er vegna kaupsamningsgreiðslna fyrir hátt í 700 jarðeignir, um 17% af jörðum landsins.
Seljir þú ríkinu húsið þitt þá eru kauosamningsgreiðslur ekki framlag til þín úr ríkissjóði, heldur fjármunir á móti verðmætum sem þú seldir ríkinu eins og er um þjóðkirkjuna.
Reyndu nú ekki að fleipra meira um eitthvað sem þú þekkir ekki. Allt þetta er fesrtt í lög meira að segja sem þú gætir kynnt þér.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.10.2015 kl. 20:30
1.10.2013:
"Þjóðkirkjan fær 44,5 milljónum krónum meira á fjárlögum næsta árs en hún fékk árið 2013, að frátöldum almennum verðlagsbreytingum, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu.
Heildarfjárveiting til þjóðkirkjunnar árið 2014 verður 1.474 milljónir króna, miðað við 1.439 milljónir króna árið 2013."
Þorsteinn Briem, 21.10.2015 kl. 21:03
"Gert er ráð fyrir að sóknargjöld aukist samtals um 65,5 milljónir króna og gerð tillaga um samtals 65,5 milljóna króna hækkun á viðbótarframlagi til að vega á móti skerðingum fyrri ára.
Hækkunin mun nema 55 milljónum króna til sókna þjóðkirkjunnar, sem fá þar með 100 milljóna króna aukaframlag árið 2014.
10,5 milljónir króna fara til annarra trúfélaga, sem fá þar með 17,5 milljónir króna í aukaframlag."
Þorsteinn Briem, 21.10.2015 kl. 21:04
Briem
Enn eykst á fáfræði þína.
arðfræðineminn og flugfreyjan brutu samkomulagið og skertu sóknargjöld á öll trúfélög með ólögmætum hætti . Þetta er tilæraun siðaðra manna að bæta trúfélögunum skerðinguna enda eru trúfélög ekki ríkisstofnanir eins og flugfreyjan og jarðfræðineminn sögðu alltaf. Þau einfaldlega stálu nærri 47 % upphæðarinnar af trúfélögum þessa lands um árabil.
Aðrir þjófar þessa lands gista Litla Hraun uinnan um aðra glæpamenn. hvers vegna þau eru þar ekki nú er óskiljanlegt
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.10.2015 kl. 21:11
Þjóðkirkjan - Greitt úr ríkissjóði 1.507,6 milljónir (1,5 milljarðar króna).
Fjárlög fyrir árið 2015, bls. 87
Þorsteinn Briem, 21.10.2015 kl. 21:20
3.1.2015:
"Agnes [M. Sigurðardóttir biskup] segir sóknargjöld hafa verið skilgreind sem félagsgjöld með lögum frá árinu 1987 og að því séu sóknargjöld í raun ekki framlag frá ríkinu."
Framlög og sóknargjöld tvennt ólíkt
Þorsteinn Briem, 21.10.2015 kl. 21:37
Sóknargjöld - Greitt úr ríkissjóði 2.234,8 milljónir (um 2,2 milljarðar króna).
Fjárlög fyrir árið 2015, bls. 87
Þorsteinn Briem, 21.10.2015 kl. 21:44
Briem
Lærðu að lesa þæer til gagns. Ekki bara slá fram einhverju sem þú skilur ekki.Ekkert framlag er frá ríkinu til trúfélaga. Ríkið innheimtir sóknargjöld samkvæmt lögum frá 1987 og skilar til viðkomandi trfélags. Innheimtumenn rtíkissjóðs fá meira að segja innheimtulaun. Sóknargjöldin voru þar á undan innheimt af hverju trúfélagi fyrir sig beint og í mörgum tilfellum voru það sýslumenn og Gjaldheimtan sem gerðu það gegn þóknun.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.10.2015 kl. 21:44
Punktur.
Þorsteinn Briem, 21.10.2015 kl. 21:46
Briem
Ertu búinn að skilja lesefnið sem þú copy-paste-aðir á mig ? Það er gott. Þá sérðu að þú fórst villur vegar og hefur nú séð ljósið og sannleikann..
Guði sé laun.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.10.2015 kl. 21:54
Staðreyndin er að sjallar með dyggri aðstoð framsóknarmanna, eru alveg við það að eyðileggja þetta land og samfélag varanlega.
Hegðan þessara manna minnir á hegðan skipulagðra glæpaklíka enda eru þeir af mörgum kallaðir bófaflokkar. Eðlilega.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.10.2015 kl. 11:40
Í gær:
"Samkvæmt nýrri könnun Gallup eru 55,5% landsmanna hlynntir því að ríki og kirkja verði aðskilin en 23,9% eru andvígir aðskilnaði og 21,5% tóku ekki afstöðu.
Stuðningur við aðskilnaðinn hefur aukist umtalsvert frá því í september á síðasta ári þegar 50,6% vildu skilja ríki og kirkju að."
Fleiri hlynntir aðskilnaði ríkis og kirkju
Þorsteinn Briem, 24.10.2015 kl. 01:42
Briem
Þú bullar enn jafn mikið og þeir sem búa til skoðanakannanir.
Best væri að spyrja :
Hvert er samband ríkis og kirkju ?
Eða :
Hvað er það sem þarf að skilja að hjá ríki og kirkju ?
Þú ert búinn að opinbera rækilega fyrir alþjóð fáviosku þína í málinu, Gaaman væri að sjá restina af þjóðinni spreyta sig og vita hvort hjarðhegðunin virkar.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.10.2015 kl. 01:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.