Getur "alheimurinn" verið bara lítið brot af raunverulegum alheimi?

Orðið alheimur getur varla staðist með því að segja að alheimurinn þenjist út. Ef hann þenst út, er hann að fara inn í rými sem er utan alheimsins, en þar með er merking orðsins alheimur ekki sú, að innan hans rúmist "allt".

Ef raunverulegur "alheimur" er óendanlegur er þessi alheimur, sem sagður er þenjast út, óendalega lítill.

Svona hrannast mótsagnirnar upp þegar vísindi mannsins eru að feta sig inn í hina óendanlegu stóru tilvist alheimsins.

Eigi milljónir lífvænlegra reikistjarna eftir að myndast sýnir það hve hinn stutti tími lífsins og mannkynsins er agnarlítið brotabrot af lendum lífsins og hve stórlega við ofmetum veldi okkar í sköpunarverkinu.

Við tölum um geimverur af afar mikilli þröngsýni, þegar rætt er um hugsanlegar verur, mönnum líkar, á öðrum hnöttum, því að við erum auðvitað sjálfir geimverur og föllum 100% undir það hugtak.

Og verðum ekki nema agnar brotabrot af þeim aragrúa geimvera sem eiga eftir að koma fram á sjónarsviðið á hinum óendanlega mörgu nýjum lífvænlegu hnöttum, sem eiga eftir að verða til.  


mbl.is Jörðin einn fyrsti lífvænlegi hnötturinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Víða Ómar finnur Finn,
í firna stórum heimi,
Framsókn fer þar út og inn,
út um allt á sveimi.

Þorsteinn Briem, 21.10.2015 kl. 23:47

2 identicon

Leonard Susskind - Is the Universe Fine-Tuned for Life and Mind?

Hér má sjá forvitnilegt viðtal um þetta efni.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 22.10.2015 kl. 00:54

3 Smámynd: Mofi

Það er enginn fræðilegur möguleiki að það sé líf annars staðar í alheiminum nema það var hannað: http://mofi.blog.is/blog/mofi/entry/2098054/

Mofi, 22.10.2015 kl. 08:32

4 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég er svo sannalega sammála þessum pistli. Ég stórefast um að "alheimurinn" hættir bara að vera til eftir X-langa vegalengd. Við þurfum ekki að fara mjög langt aftur í tímann þegar jörðin vara bara álitin flöt og ameríkanar voru framandi "lífverur" þess tíma. Sennilega er þessi "takmörkun" á alheimi vegna skorts á skilningi á hinu óendanlega - við þurfum víst að geta mælt og skilgreint allt. Menn eru ennþá að átta sig á okkar sólkerfi og eru rétt byrjaðir að rannsaka Mars að einhverju ráði þannig að það er erfitt að fullhæfa eitthvað um restina af alheiminum, sem er bara skoðaður með "sjónauka" sem er búinn til af mönnum.

Sumarliði Einar Daðason, 22.10.2015 kl. 09:51

5 identicon

Alheimurinn eins og við sjáum hann er bara lítill hluti af hinum raunverulega alheimi. Vegna óðaþenslunar sem varð rétt eftir að heimurin varð til þá getum við aldrei séð nema hluta alheimsins. Við getum séð svona 12-14 milljarða ljósára út en í raun er radíus alheimsins talinn vera um 47-50 milljarðar ljósára. Þetta virðist vera mjög óskiljanlegt en þegar óðaþenslan átti sér stað þandist alheimurinn á mikið meira en ljóshraða og það er ástæðan fyrir því að við getum aldrei séð lengra aftur en sem nemur hraða ljóss margfaldað með aldri alheimsins. Að fullyrða eins og bókstafstrúarmaðurinn hér að ofan að líf sé hvergi til í alheiminum er frekar barnalegt en kemur alls ekki á óvart. Hér áður fyrr fullyrtu menn að jörðin væri flöt og ég heyrði um daginn að það sé ennþá fólk til í henni góðu Ameríku sem heldur því fram að jörðin sé flöt. Fólk er misfljótt að ná raunveruleikanum og sumir ná honum því miður aldrei.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 22.10.2015 kl. 10:29

6 identicon

Þorvaldur Þórsson er með góð ummæli. Óðaþensla = inflation (after phase transfer). Inflation was effectively at more than the speed of light, but since the expansion was on the geometry of the Universe itself, and not the matter, then there is no violation of special relativity. Our visible Universe, the part of the Big Bang within our horizon, is effectively a `bubble' on the larger Universe. However, those other bubbles are not physically real since they are outside our horizon. We can only relate to them in an imaginary, theoretical sense. They are outside our horizon and we will never be able to communicate with those other bubble universes.

 

 

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.10.2015 kl. 11:51

7 Smámynd: Mofi

Ég er aðeins að meta staðreyndirnar og þær eru alveg skýrar. Ef þú kíktir á myndbandið sem ég setti inn um þetta þá myndir þú skilja af hverju ég hef þessa afstöðu.

Mofi, 22.10.2015 kl. 11:51

8 identicon

Mofi, hver hannaði hönnuðinn og hvaðan kom efnið (quarks og leptones) sem hann á að hafa notað?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.10.2015 kl. 12:05

9 Smámynd: Mofi

Þar sem að okkar þekking í dag segir okkur að efni, orka, tími og rúm var eitt sinn ekki til þá verður hvað sem orsakaði alheiminn að vera ekki búinn til úr efni, ekki háður orku, tíma eða rúmi. Svo að ég sé ekki betur en okkar þekking bendir til þess að óefnisleg vera hafi búið til alheiminn. Að staðreyndirnar benda til þess að Guð bjó til efni, orku, tíma og rúm úr hreinlega engu. Guð einfaldlega er, á sér enga byrjun og þar af leiðandi var ekkert sem orskaði tilvist Hans.

Mofi, 22.10.2015 kl. 12:37

10 Smámynd: Már Elíson

Rosalega ertu bilaður, Mofi..Eða þá, sendu mér mynd af þessum ærandi guði í hausnum á þér. - Húsameistari ríkisins og fæðingardeildin þarf aðeins að eiga orð við hann...

Már Elíson, 22.10.2015 kl. 12:41

11 Smámynd: Mofi

Már, skoðaðu myndbandið sem ég benti á, sjá: http://mofi.blog.is/blog/mofi/entry/2098054/   þá kannski skilur þú af hverju ég hef þessa afstöðu hvort sem að þú sért sammála henni eða ekki.


Mofi, 22.10.2015 kl. 12:47

12 identicon

Það er ekki hægt að sannfæra Mofa frekar en það var hægt að sannfæra fólk fyrir  1000 árum síðan að jörðin væri hnöttótt. Þeir stóðu úti  og sögðu "sjáið það er alveg augljóst að jörðin er flöt!!" Mofi sér þetta svona því miður. Þeir sem eru fyrir þetta svokallaða "Inntelligent design" gefa sér það að það sé einhver guð sem hefur á sniðugan hátt skapað allt þetta. Hmmm frekar stórt skref en það versta er að þeir eru bara einn angi af bókstafstrú sem eru að þykjast vera voða tæknilegir. Því miður er það frekar sorglegt. Þeir segja að það sé engin sönnun fyrir Miklahvelli og engin sönnun fyrir hinu og þessu og krefjast þess að vísindamenn komi með sannarnir og þegar vísindamenn gera það þá koma bókstafstrúa spekúlantarnir og segja "Nei þetta er ekki svona". Mér þætti mjög gaman að sjá þá færa nákvæmar vísindalegar sannarnir(eins og þeir krefja vísindamenn um) fyrir tilurð Guðs eða er það kannski undantekningin sem þarf ekki að sanna???

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 22.10.2015 kl. 13:09

13 Smámynd: Mofi

Ef einhver getur sýnt að besta útskýringin fyrir því að lögmál alheimsins séu fínstillt sé ekki að það sé hönnuður heldur að einhver önnur útskýring er rökréttari þá er ég forvitinn að heyra þá útskýringu.  Það væri samt bara ein af ótal ástæðum til að álykta um tilvist Guðs. Ef einhver getur sýnt hvaða önnur orsök en hönnuður er fyrir tilvist upplýsingakerfa eins og DNA er eða að það sé til líklegri orsök en hönnuður fyrir tilvist mjög flókinna véla þá er ég mjög forvitinn að heyra slíkar útskýringar.

Þegar ég var að útskýra í athugasemd 9 af hverju ég tel Guð vera frumorsökina þá er ég að vísa til Miklahvells fyrir þá sem eiga í lestrar og skilningsörðugleikum.

Mofi, 22.10.2015 kl. 13:17

14 identicon

Þetta voru galdrar, galdrakarlinn hans Mofa galdraði þetta allt upp.

DoctorE (IP-tala skráð) 22.10.2015 kl. 13:20

15 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

Sælir strákar. Ekki vera að svara Mofa. Hann er eins og þessi pirrandi litlibróðir sem er alltaf að reyna að stela athygglini þegar umræðurnar eru fyrir ofan hans ........

Sjáið hversu stórkostlega heimurinn hefur stækkað í okkar lífstíð. Því langar mig til að verða gömul svo ég geti horft á Discovery og uppgvötvað heimin sem lengst. 

Matthildur Jóhannsdóttir, 22.10.2015 kl. 14:05

16 identicon

Vísindamenn:Gefa sér ekki neitt heldur taka því sem rannsóknir byggja á. Nota vísindalega aðferð til að fikra sig áfram í þekkingu og að efast um

Bókstafstrúamenn: Gefa sér að Guð sé til og að hann hafi skapað alheiminn og vinna allt hitt út frá því.

Bara spurningin um hvor aðferðin er skynsamari???

Ég kýs vísindalega hugsun. Svo getur vel verið(mjög ólíklegt) að í framtíðinni takist vísindamönnum að sanna tilvist Guðs en ég ætla að taka á því þá ef svo ólíklega gerist.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 22.10.2015 kl. 15:07

17 Smámynd: Mofi

Og hvað segja staðreyndirnar okkur?  Þegar kemur t.d. að uppruna lífs þá þurfum við að minnsta kosti eftirfarandi:

    • Flóknar vélar eins og mótora

    • Gífurlegt magn af upplýsingum um hvernig á að búa þessar vélar til

    • Flóknar vélar sem kunna að lesa þessar upplýsingar og framkvæma það sem þær segja fyrir um

    Hvað síðan vitum við um orsök og afleiðingu? Hvað í þessum alheimi vitum við að getur orsakað upplýsingar? Hvað í þessum alheimi kann að búa til vélar sem lesa upplýsingar?  Svarið er vitsmunir eða eitthvað sem ræður yfir vitsmunum. Þetta er rökrétt ályktun á því sem við vitum. Guðleysingjar gefa sér að þetta verður að hafa orðið til án hönnuðar og láta sem svo að sú niðurstaða sem þeir gefa sér fyrirfram séu holdgervingur vísindanna. Svakalega undarlegt, ég að minnsta kosti vil fylgja gögnunum og heilbrygðri skynsemi.

    Mofi, 22.10.2015 kl. 15:19

    18 identicon

    Hvort að trúarbrögð séu úrelt eða ekki, fer eftir því hvaða hlutverki þau hafa að gegna í nútíma upplýstu samfélagi. Vígi trúarbragðanna voru mörg í gegnum aldirnar, en þeim hefur fækkað mjög, nær ekkert er eftir, nema rituals, sem eru mörg falleg og væri sárt að missa. Náttúran í allri sinni dýrð og fjölbreytni hafði lengi verið aðal vígi trúarbragða, en var jafnað við jörðu eftirminnilega með útkomu verks Charles Darwin‘s „On the Orgin of Species“. Mikið áfall fyrir kirkjuna, en „one giant leap for mankind“. Þá var tekið til fótanna í næsta höfuðvígið, sköpun alheimsins, en náttúrunni sjálfri hafði ekki verið treyst fyrir slíku, heldur Seifi, Óðni, Allah eða Jehovah, svo ég nefni aðeins örfáa, sem munu hafa verið góðir snikkarar. Einn á að hafa kláraði verkið á 6 dögum og fór síðan í helgarfrí.  

    Eðlis- og efnafræði, skammtafræðin (quantum mechanics) og afstæðiskenningar Einstein’s hafa nú eytt því vígi. Heimurinn varð nefnilega til fyrir 13,72 milljörðum ára (Big bang) úr engu. Jú, þið lásuð, rétt úr „engu“. Tómarúmið (vacuum) er nefnilega ekki tómt, ekki alveg, ekki alltaf (quantum fluctation, inflation, phase transer). Síðasta vígið virðist mér svo vera blessaður mórallinn; siðferði, siðgæði. Sem sagt, án trúarbragða værum við að drepa og nauðga hvort öðru dagsdaglega.

    Værum við?

     

    Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.10.2015 kl. 15:32

    19 identicon

    Ég hef bent á viðtal við Leonard Susskind, en hann er einn merkasti vísindamaður sem nú er uppi á sviði "kosmólógíu" eða alheimsvísinda, er m.a. einn af höfundum strengjakenningarinnar. Í þessu 15 mín. viðtali heldur hann því fram að uppruni þess sem hann kallar "Megaverse" geti átt þrjár eða fjórar orsakir og veltur hann þeim nokkuð fyrir sér.

    Svo vil ég vísa til trúmannsins og stærðfræðiprófessorinn í Oxford, John Lennox, sem heldur því fram að ekkert sé sannanlegt nema stærðfræðireglur.

    Hörður Þormar (IP-tala skráð) 22.10.2015 kl. 15:41

    20 identicon

    Leonard Susskind er ótrúlega góður kennari og hefur þessa frábæru eiginleika sem minna á Feynman það er að geta útskýrt ótrúlega flókna hluti á einfaldan hátt. Ég hef hlustað og horft á mjög marga af fyrirlestrum hans um Cosmology sem eru fáanlegir á Utube.

    Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 23.10.2015 kl. 00:08

    21 identicon

    Mofi er klárt dæmi um skaðsemi ofsatrúar. Ungir krakkar hafa meira vit á þessum málum en hann.

    DoctorE (IP-tala skráð) 23.10.2015 kl. 12:27

    22 Smámynd: Mofi

    Hvað af eftirfarandi er rangt varðandi uppruna lífs:

      • Það þarf flóknar vélar eins og mótora og þess háttar

       

       

        • Gífurlegt magn af upplýsingum um hvernig á að búa þessar vélar til

         

         

          • Flóknar vélar sem kunna að lesa þessar upplýsingar og framkvæma það sem þær segja fyrir um

          Stutt myndband um af hverju uppruni upplýsinga er rothögg fyrir þá hugmynd að þetta gæti gerst án hönnuðar, sjá: https://www.youtube.com/watch?v=aA-FcnLsF1g

          Mofi, 23.10.2015 kl. 12:36

          23 identicon

          DoctorE ég held að Mofi sé alveg mjög gott dæmi um skaðsemi heilaþvottar. Hann er algerlega heilaþveginn greyið. Vá rosa gróð rök. Náttúran er svo flókin að hún bara getur ekki hafa þróast. Hún hafði nokkra milljarða ára til þess og það er ef ég man rétt talsvert langur tími. Eiginlega svo langur að við gerum okkur alls enga grein fyrir því.

          Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 23.10.2015 kl. 13:31

          24 Smámynd: Mofi

          Þorvaldur, þannig að þín rök eru þau að það skiptir engu máli hver gögnin eru, þú getur alltaf trúað að tími og tilviljanir geti búið til hvað sem er?

          Mofi, 23.10.2015 kl. 13:36

          25 identicon

          Mofi horfir á þetta útfrá sjálfselsku sem var innprentað í hann um árabil. Hann sér ekki tilgang með neinu nema ef hann fær eitthvað fyrir sinn snúð. Hann er blindaður fyrir öllum staðreyndum sem varpa skugga á draumóra hans um eilíft líf. Guðinn hans Mofa er faktískt ekkert nema hann sjálfur.

          DoctorE (IP-tala skráð) 23.10.2015 kl. 13:41

          26 Smámynd: Mofi

          Ég kem með staðreyndir og rök og ykkar svör eru skítkast á mig... svakalega liði mér illa ef ég þyrfti að verja mína afstöðu eins og þið gerið.

          Mofi, 23.10.2015 kl. 13:42

          27 identicon

          Það er ekkert hægt að gera annað við menn eins og þig Mofi, staðreyndir, já vísindalegar staðreyndir skipta engu máli fyrir menn eins og þig, það er löngu sýnt og sannað að ú tekur engum sönsum. Póstar bara rugli og bulli frá mönnum sem eru eins þenkjandi og þú, ekkert nema þvaður og enn meira þvaður sem á sér enga stoð í raunveruleikanum.

          DoctorE (IP-tala skráð) 23.10.2015 kl. 14:08

          28 Smámynd: Mofi

          Sýndu þá fram á það.

          Mofi, 23.10.2015 kl. 14:19

          29 identicon

          Sýna fram á hvað? Að þú sért að bulla?
          Það er þitt að sanna að þú sért ekki að bulla, gengur ekki að koma með rugl frá þekktum bullurum og allt án nokkurra vísindalegra sannana, bara eitthvað tilfinningavæl og falskar vonir.
          Eins og staðan er í dag er ekkert sem bendir til tilvist guða af neinu tagi.

          DoctorE (IP-tala skráð) 23.10.2015 kl. 14:55

          30 identicon

          MOFI:Þorvaldur, þannig að þín rök eru þau að það skiptir engu máli hver gögnin eru, þú getur alltaf trúað að tími og tilviljanir geti búið til hvað sem er?

          Það kann að vera svolítið erfitt fyrir þig að skila Mofi að það skiptir mig ÖLLU MÁLI HVER GÖGIN ERU OG HVERNIG ÞAU ERU FENGIN. Ég trúi á þá þekkingu sem vísindin afla okkur með hefðbundnum og viðurkenndum vísindalegum aðferðum. Ég vil ekki gefa mér neitt fyrirfram og er tilbúinn að fallast á rök fyrir hlutum þegar þau koma á skynsaman hátt. Það er fullt af hlutum sem búið að laga í þekkingu okkar á alheiminum síðustu 20 árin. Stærsta fréttin var þegar vísindamenn færðu sönnur fyrir því að útþennsluhraði alheimsins sé að aukast þvert á það sem menn héldu áður. Við vitum ekki nákvæmlega af hverju það er en það gerir ekki kenninguna ranga heldur þurfa menn aðeins að klóra sér í kollinum í nokkur ár og koma með kenningar af hverju. Þetta er aðferðafræði sem ég aðhyllist. Ekki bara segja búff þetta var búið til af einhverjum vitsmunaverum sem ég hef ekki hugmynd um. Í þessum youtube myndböndum frá þér var ekkert verið að gera rannsóknir til að styrkja kenningar manna um vitsmunalega hönnun heldur aðallega reynt að sýna fram á holur í þekkingu manna á núvernadi alheimsmódeli og með því reyna á einhvern óskilnanlegan hátt að setja það sem rök fyrir vitsmunalegri hönnun. Þetta kallast á góðri íslensku "HUNDALÓGÍG"

          Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 23.10.2015 kl. 15:17

          31 Smámynd: Mofi

          Er þá málið Doksi að þú ert ósammála þessu sem ég setti fram varðandi hvað þarf þegar kemur að uppruna lífs?  Þú heldur að þetta eru ekki staðreyndir?

          Þorvaldur, þú greinilega horfðir ekkert á það sem ég benti á og ert þar af leiðandi að bulla út í loftið.

          Mofi, 23.10.2015 kl. 15:20

          32 identicon

          Ég trúi því sem góð og vísindaleg rök eru fyrir. Ef trúaðir kæmu með eitthvað sem gæti sannað mál þeirra, þá væri ég fyrstur til að samþykkja það.
          Staðan er bara sú að trúaðir hafa ekkert, ekki eina einustu sönnun. Það gengur ekkert að segja að Sússi hafi gert svona og hinsegin fyrir Pétur og Pál... það gengur ekki að segja að eitthvað líti út fyrir að vera svo flókið að þess vegna þarfnist það hönnuðar... enda er það mótsögn, ef alheimurinn og lífið þurfti hönnuð, þá þarf líka hönnuð til að hanna hönnuðinn... ekkert að fría sig með að hönnuður X hafi alltaf verið til :)

          DoctorE (IP-tala skráð) 23.10.2015 kl. 15:34

          33 Smámynd: Mofi

          Vandamálið ef að Guð var eitt sinn ekki Guð þá er Hann er ekki Guð. Þetta er hreinlega skilgreiningin á hvað það er að vera Guð. Gögnin síðan benda til þess að það hlýtur að hafa verið frumorsök, eitthvað sem ýtti boltanum fyrst af stað. Það birtist best í öðru lögmáli varmafræðinnar þar sem nýtileg orka er alltaf í minnka í alheiminum en þýðir að einhver varð einhvern tíman að búa þessa orku til og fara á móti því sem er í dag eðlisfræðilögmál.

          Annars ertu að segja Doksi að það skiptir engu máli hvaða gögn við finnum í þessum alheimi, tími og tilviljanir að þínu mati geta alltaf útskýrt það sem þýðir í mínum eyrum, gögn og rök skipta þig ekki máli því þú ert þegar búinn að ákveða niðurstöðuna. 

          Mofi, 23.10.2015 kl. 15:39

          34 identicon

          Mofi:Annars ertu að segja Doksi að það skiptir engu máli hvaða gögn við finnum í þessum alheimi, tími og tilviljanir að þínu mati geta alltaf útskýrt það sem þýðir í mínum eyrum, gögn og rök skipta þig ekki máli því þú ert þegar búinn að ákveða niðurstöðuna. 

          Þú væntanlega gerir þér grein fyrir því Mofi að þetta er AKKÚRAT sú röksemdarfærsla sem þú beitir. Þú hlustar á engin rök og skýrir margt út með einu stóru tromp sem heitir Guð sem hvorki er hægt að sanna né neitt að henda reiður á. Þú gefur þér fyrirfram tilvist Guðs og mótar allar þínar kenningar eftir því. Það er svolítil vafasöm röksemdarfærsla og má eiginlega ganga svo langt að segja að það séu falsrök(fallacy).

          Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 23.10.2015 kl. 16:31

          35 Smámynd: Mofi

          Það er alls ekki rétt, ég get ályktað um ógrynni af atriðum að þau voru orsökuð af náttúrulegum ferlum og það hefur enga áhrif á mína trú á tilvist Guðs. Þú aftur á móti getur ekki ályktað að eitt einata atriði í alheiminum þurfti hönnuð því þá fellur þín trú um sjálfa sig.  Nei, ég trúi á tilvist Guðs því að það passar best við þá þekkingu sem ég hef; ég hef ekki séð guðleysingja sína hvernig þeirra afstaða útskýrir gögnin betur en mín.

          Mofi, 23.10.2015 kl. 16:39

          36 identicon

          ÆÆÆ aumingja karlinn þú nærð þessu greinilega ekki. Ég skal samþykkja eða álykta um hvaða atriði sem er í heiminum varðandi hönnuð ef þú kemur með vísindalega unna kenningu um það. Ég fer eftir vísinlegum aðferðum en ekki hindurvitnum. Ef þú kemur með vel unna vísinlega kenningu um tilvist Guðs þá skal ég alveg skoða það. Ég hef bara ekki séð neitt í þá áttina, ekki einu sinni neitt sem nálgast það að vera það. Þú veist að ég hef margoft sagt við þig að ég útiloka ekki tilvist Guðs en ég hef bara ekki ennþá sé neinar kenningar sem benda til tilvist hans. Ég hef ekki heldur sé neinar kenningar sem útiloka tilvist Guðs. Það sannar hins vegar alls ekki tilvist Guðs á vísindalegan hátt.

          Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 23.10.2015 kl. 16:56

          37 Smámynd: Mofi

          Þú ert þegar búinn að segja að það skiptir engu máli hvað við finnum í þessum alheimi, þú getur alltaf trúað því að það getur orðið til af náttúrulegum orsökum; þar af leiðandi getur ekkert í hinum efnislega heimi haft nein áhrif á þína skoðun. Hver er hin vísindalega aðferð að þínu mati?  Er einhver séns að sú útgáfa af henni sem þú aðhyllist bannar Guð sem útskýringu?

          Hvað síðan eiginlega kallar þú þá staðreynd að uppruni lífs er í grundvallar atriðum, uppruni upplýsinga. Hvaða önnur orsök en hönnun er betri? Ertu með einhverjar hugmyndir hvernig dauð efni fara að því að raða sér í eitthvað sem inniheldur upplýsingar um hvernig á að búa til eitthvað eins og mótor?

          Mofi, 23.10.2015 kl. 17:02

          38 identicon

          Mofi minn ég held að þú hafir nú alveg örugglega heyrt af henni. Í versta falli er hægt að fara inn á Vísindavef Háskólans og leita af orðunum "Vísindaleg aðferð". Það þýðir ekkert að gefast upp og segja ef hlutirnir eru of flóknir þá hljóta þeir að vera búnir til af Guði. Ef þú gætir komið venjulegri borðtölvu aftur um 2000 ár og látið mestu spekinga þá hafa hana og útskýra í smáatriðum hvernig hún vinnur mundu þeir alveg örugglega segja. Það er engin leið að þetta tæki sé búið til af mennskum mönnum. Þetta hlýtur að hafa verið búið til af Guði. Á sama hátt megum við ekki vanmeta mátt þróunar. Ég veit að þú hatar orðið þróun eins og pestina en það verður bara að hafa það. Það er alls ekkert við vísindalega aðferð sem bannar Guð sem skýringu ef hægt væri að sanna það á vísindalegan hátt þá væri það í lagi. Ég veit bara ekki til þess að ég haf rekist á neina slíka útgáfu hingað til og ég er alveg öruggur um að margir eru búnir að reyna. Christopher Michael Langan er einn maður sem er talinn vera með eina hæstu greindarvísitölu lifandi manna er búinn að tileinka líf sitt til að sanna að Guð sé til. Það er heilmikið vit í því hvernig hann vinnur en ég hef ekki séð neit "ground breaking" í hans vinnu ennþá. Menn eru að reyna að sorry ég er ekki mjög bjartsýnn.

          Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 23.10.2015 kl. 20:29

          39 Smámynd: Mofi

          Ég spurði þig hvað þú telur vera hina vísindalegu aðferð, ekki hvað stendur á Vísindavef Háskólans. Þetta er ekki spurning um að gefast upp heldur álykta út frá okkar bestu þekkingu og það er alveg á hreinu að við vitum aðeins um eitt sem getur orsakað upplýsingar sem eru vitsmunir. Ef þú ert með eitthvað annað sem getur orsakað upplýsingar og getur sýnt fram á hvernig það getur gert það þá er þín tillaga eitthvað sem hægt er að skoða.  Ef við megum ekki vanmeta mátt þróunnar, gildir það þá ekki í báðar áttir? Þ.e.a.s. að við megum ekki ofmeta mátt þróunnar?  

          Mofi, 23.10.2015 kl. 21:00

          40 identicon

          Við erum ekki að tala um trúmál hér Mofi þar sem allir eru sammála um að vera ósammála um hvernig þeir skilja og túlka Guð. Það er bara ein vísindaleg aðferð það er sú aðferðarfræði sem ALLIR málsmetandi vísindamenn í heiminum eru sammála um að nota. Vísindmenn hafa örugglega á einhverjum tíma ofmetið einhverja hluti en eru yfirleitt hvattir í kútinn af öðrum vísindamönnum þegar þeir koma með frekari rök og sannanir sem benda til þess að einhver kenning sé röng. Á þennan hátt verður til betri og betri mynd af raunveruleikanum. Við viðurkennum fyllilega að það eru mjög margar spurningar sem á eftir að finna svar við. En það þýðir ekki að við hættum að reyna. Ef við hefðum gert það værum við ennþá í hellum og byggjum við frumstæðar aðstæður. Það er þessi óþrjótandi þekkingarþorsti sem rekur okkur mennina áfram. Því miður hefur trú oft hamlað vísindaþróun manna. Forn Grikkir og Rómverjar voru búnir að byggja gríðarlega góðan þekkingargrunn sem tapaðist í meira en 1200 ár og var það (ekki eingöngu) en af stórum hluta til vegna þess að trúin vildi vera í fyrsta sæti. Á þessum tíma voru það múslimar sem varðveittu mikið af þeirri þekkingu í stærðfræði og stjörnufræði sem tapaðist í Evrópu. Sem dæmi voru forn Grikkir búnir að reikna ummál jarðarinnar með ótrúlegri nákvæmni um 200 árum fyrir Kristburð en árið 1000 eftir Krist trúðu allir menn því að jörðin væri flöt þetta er sorglegt dæmi sem gæti alveg gerst aftur ef við gleymum okkur. 

          Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 23.10.2015 kl. 21:12

          41 Smámynd: Mofi

          Hvernig skilur þú þá hina vísindalegu aðferð og hvernig notar þú hana á að útskýra uppruna upplýsinga og flóknar vélar sem geta lesið upplýsingarnar?  Þetta er ekki spurning um að hætta að reyna að finna svarið heldur hvað er besta útskýringin í dag miðað við þá þekkingu sem við höfum. Þú og þínir félagar getið haldið áfram að reyna en í mínum augum eru þið eins og einhverjir sem vilja meina að vindar og regn orsökuðu andlitin í Rushmore fjallinu jafnvel þótt að þið hafið enga hugmynd um hvernig og jafnvel þótt við höfum heimildir um að það var maður sem bjó andlitin til.

          Það er síðan goðsögn að fólk á miðöldum hélt að jörðin væri flöt, sjá: https://en.wikipedia.org/wiki/Myth_of_the_flat_Earth

          Mofi, 23.10.2015 kl. 21:39

          42 identicon

          Hvernig skil ég hina vísindalegu aðferð??? Er það eitthvað að skilja??? Þetta er sú aðferðarfræði sem vísindamenn á öllu sviðum vísinda (nema trúarvísinda) tileinka sér. Þú athugar eitthvað, setur fram kenningu um það hvernig hlutirnir virka og þá fara menn á stað að prófa kenninguna, mjög oft er kenningin annað hvort röng eða þarf smá lagfæringar við. Svona fikra menn sig áfram og hafa gert í langan tíma til að útskýra hluti. Smám saman verður til grunnur af þekkingu og upplýsingum sem búið er að sanna. Oft á tíðum vita menn ekki betur en að kenningar þeirra séu réttar. Dæmi Þyngdarlögmál Newtons sem hann setti fram á sínum tíma var sannleikur í 300 ár en með tilkomu Einsteins og kenninga hans þá hefur þurft að gera smá lagfæringar á kenningum Newtons sem menn héldu í 300 ár að væri hin eini sanni sannleikur í þyngdarlögmálinu. Það kom í ljós að það var mikið dýpri skilningur þarna sem þurfti tíma til að skilja. Svona vinna vísindamenn þeir take engu sem algerum sannleik, þeir eru alltaf tilbúnir að bæta kenningar sínar ef þeir sjá rannsóknir sem benda til þess að kenningar þeirra séu ekki nógu nákvæmar. Hvar þetta allt endar veit ég ekki en ég veit að það verður mjög spennandi að fylgjast með á næstu árum með tilkomu betri mælitækja eins og Plancks sjónaukanum og nýju og endurbættum hraðli(LHC). Það sem er fyrir öllu er að vísindamenn hlaupa ekki framúr sjálfum sér eða hrapa að einhverjum ályktunum og segja að hutirnir bara gerist fyrir tilstylli æðri máttarvalda það væri sama og að tapa.  

          Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 23.10.2015 kl. 23:26

          43 Smámynd: Mofi

          Þorvaldur, það er mjög mikið að skilja. Tökum t.d. aðferðafræðina sem allt byrjaði að miðast við í kringum 1800 snérist um tilraunir sem vísindamenn út um allan heim gætu endurtekið og fengið sömu niðurstöður og búa til kenningar út frá þeirri þekkingu sem væri þá vonandi nokkuð áreiðanleg. Louis Pasteur beitti til dæmis þessari aðferð á móti þeirri kenningu sem menn aðhylltust á hans tíma að líf kviknaði út frá alls konar rugli. Með ýtarlegum tilraunum þá sýndi hann fram á að líf kemur aðeins af lifandi verum. Darwin aftur á móti notaði aðra aðferðafræði þar sem hans aðferðafræði var meira að rannsaka og reyna að finna bestu útskýringuna á því sem hann var að finna. Þetta er ekki vísindalega aðferðin sem gaf okkur vélar, flugvélar og tölvur. Þetta er samt alveg gild aðferð af því að vandamálið er öðru vísi, þ.e.a.s. hvað gerðist í fortíðinni. Hérna er örstutt spjall um þetta: https://www.youtube.com/watch?v=_6xRGtJHC1E
          Þarna er komið inn á hvað er vísindi og er mjög forvitnilegt eins og það eru margar vísindalegar aðferðir.

          Aftur á móti þá er vinsæl hugmyndafræði í dag að það verður að útskýra allt sem við finnum í þessum heimi án Guðs. Ef einhver aðhyllist þá hugmyndafræði þá náttúrulega er útilokað að sjá hönnun nokkursstaðar, ekki vegna þess að vitsmunir eru ekki besta útskýringin á uppruna upplýsinga heldur vegna þess að þeirra hugmyndafræði bannar það sem svar. Ég lít á vísindi sem aðferðafræði til að nálgast sannleika um heiminn sem ég bý í.

          Mofi, 24.10.2015 kl. 08:58

          44 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

          Einhversstaðar las ég að vísbendingar væru um að sá alheimur sem við búum í sé að rekast utaní amk tvo aðra alheima sem eru líka að þenjast út á fullu.

          Ekki hef ég nennt að gúgla því, enda frekar tilgangslaust.

          Ásgrímur Hartmannsson, 24.10.2015 kl. 21:51

          45 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

          14 ára á Hlíðardalsskóla, fékk ég samskonar svör og Mofi svarar, þegar engin eru svörin, vegir guðs eru órannsakanlegir. Þá þegar sá ég, að rökræða um eithvað sem telst vera trú, við fólk eins og Mofa, er eins og að rökræða við stein. Trú þeirra er byggð á því sem kallast trúarsannfæring, sem er ekkert slæm, svo lengi, að það gangi ekki út í öfgar. Það er hverjum manni frjálst að trúa því sem hann vill, innan velsæmismarka. Mofi verður að gera sér grein fyrir því, að um er að ræða, þrátt fyrir allt, TRÚ, ekki staðfestan sannleyka. 

          Jónas Ómar Snorrason, 25.10.2015 kl. 11:45

          46 Smámynd: Mofi

          Jónas, ég sé að ég útskýri af hverju ég trúi ákveðnum hlutum með gögnum og rökum og þá sem eru mér ósammála...eiga gífurlega erfitt með að gera hið sama, steinar hegða sér á svipaðan hátt. 

          Mofi, 25.10.2015 kl. 11:49

          47 identicon

          Mà vera ađ à Jùpìter séu borgir og lìf einsog viđ þekkjum þađ à jörđinni. Mà vera ađ jörđin sè flatur diskur enda mörg rök sem rekja til þess. Mà vera ađ sòlin sè mikiđ minni en okkur er taliđ og mun nær. Viđ vitum þađ ekki þvì eina sem viđ vitum um þessi efni er þađ sem okkur er sagt.

          Serious (IP-tala skráð) 28.10.2015 kl. 06:07

          Bæta við athugasemd

          Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

          Innskráning

          Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

          Hafðu samband