22.10.2015 | 09:17
Æ verra útsýni hjá öllum!
Ætla mætti að ofangreint slagorð ríki nú hjá bílaframleiðendum um allan heim. Þegar Range Rover kom á markað 1970 var útsýnið úr honum frábært og mikil hjálp fyrir bílstjórann í torfærum jafnt sem borgarumferð.
Allt frá 1950 höfðu bílaframleiðendur lagt áherslu á og auglýst sem best útsýni út úr bílum sínum, stundum með prósentutölum um stærð glugga.
Síðustu árin hefur hins vegar svipuð tískubylgja riðið yfir í bílaframleiðslunni og var á árunum 1934-48, æ minni gluggar, hærri gluggalína og verra útsýni.
Þegar Land Rover Freelander kom á markað og kantað og hátt vélarhúsið var opnað á þessum nýja bíl, kom í ljós þvílíkt ónotað rými yfir vélinni, að hægt hefði verið að koma þar fyrir varahjólbarða, - allt fyrir þá tísku að vélarhúsið væri sem allra hæst.
Nú hefur þetta breiðst út um flotann í vaxandi mæli eins og sjá má á nýjasta Discovery Sport, sem burtséð frá þessu er feykilega góður bíll.
Útsýni er öryggisatriði, og NCAP prófunin í Evrópu ætti að gefa stjörnur fyrir það. Það yrði eina leiðin til að slá á þessa slæmu þróun sem þjónar aðeins tísku, sem hönnuðir búa til og er engum til gagns, heldur óþurftar.
BL frumsýnir nýjan Discovery Sport | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.