Guðlaugur Þór skynjar ástandið og gerir eitthvað.

Sú ákvörðin Guðlaugs Þórs Þórðarsonar að stíga til hliðar og liðka þar með fyrir því að hleypa snjallri og efnilegri konu að sem ritara Sjálfstæðisflokksins er tímanna tákn og Guðlaugi Þór til sóma.

Ekki þarf annað en að líta á aldursdreifingu Pírata annars vegar og Sjálfstæðisflokksins hins vegar til að sjá að ekki dugar að láta sitja við orðin tóm þegar rætt er um eðlileg áhrif þeirrar fjölmennu kynslóðar sem verður að taka við stjórn landsins hvort eð er í tímanna rás og verður að fá nú þegar að hafa meiri áhrif á stefnumótun flokkanna en nú er.

Það er ekki alltaf auðvelt fyrir stjórnmálamenn að gefa eftir það sem þeir hafa náð.

Stundum taka fylgismenn þeirra það óstinnt upp og segjast ekki hafa verið að berjast fyrir stjórnmálamanninn til þess að hann gæfi afrakstur starfs þeirra eftir.

Sem dæmi má nefna Ellert B. Schram, sem sjálfviljugur gaf eftir þingsæti vegna þeirrar viðleitni Sjálfstæðisflokksins að hafa fulltrúa sem flestra þjóðfélagshópa á þingi í samræmi við hið gamla kjörorð: Stétt með stétt.

Í slíkum tilfellum er hætta á því að fylgismenn séu ekki eins viljugir og áður að fara út í mikla vinnu fyrir sinn mann í næsta skiptið.

Guðlaugur Þór metur greinilega heildarhagsmunina efst með óvæntu útspili í dag og getur vel áunnið sér sterkari stöðu en áður fyrir bragðið.

 


mbl.is „Ég er bara orðlaus“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framsóknarflokkurinn:

Helstu stjörnur þingmannagleðinnar, sem var daufleg, voru Sigrún Magnúsdóttir, Páll Pétursson að ógleymdum forseta Íslands.

Þorsteinn Briem, 25.10.2015 kl. 00:25

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.9.2015:

Aðeins 5,9% kjósenda í aldurshópnum 30 ára og yngri segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn og einungis 11,6% styðja Sjálfstæðisflokkinn.

Stærsti stuðningshópur Framsóknarflokksins eru kjósendur 50 ára og eldri, 13,9% kjósenda 50-59 ára styðja flokkinn og 13% kjósenda 60 ára og eldri.

Þorsteinn Briem, 25.10.2015 kl. 00:30

4 identicon

Já loksins skynjar hann ástandið.  Eyþór Arnalds og Inga Jóna Þórðardóttir höfðu vit á að bjóða sig ekki fram gegni Birni Bjarnasyni.  Það gerði Guðlaugur Þór.  Fylgi hans var alltaf kallað klíka fyrir vikið.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.10.2015 kl. 09:59

5 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei verið flokkur framboðs og eftirspurnar.  Það er eitthvað einkennilegt við það þegar fólk hrökklast frá þegar maður með negatíft kjörfylgi býður sig fram.  Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur ÁTVR og RÚV.  Þetta er ógeðsleg mafía.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.10.2015 kl. 10:09

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Gulli góður.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.10.2015 kl. 10:27

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta var ótrúlega STÓRMANNLEGA gert hjá honum og mættu fleiri taka hann til fyrirmyndar í þessum efnum.  Það er nefnilega þannig að margir telja að þeir séu það mikilvægir sjálfirí sínum embættum að "batteríið" geti ekki gengið án þeirra starfskrafta og hanga því á embættinu eins og hundar á roði.  Ég er þess fullviss að með þessari ráðstöfun hefur fjölgað mikið í stuðningsmannahópi Guðlaugs og Sjálfstæðisflokksins.  Þarna leggur hann líka "línuna" fyrir aðra í svipaðri stöðu.

Jóhann Elíasson, 25.10.2015 kl. 11:31

8 identicon

Þau eru öll í sömu stöðu.  Mafían sem kallar sig Sjálfstæðisflokk og Olíubankaflokkurinn sem kennir sig við vinstri og grænt.  Þau sameinast í því að kalla alla þá sem ekki eru hrifnir öfgaþetta og öfgahitt.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.10.2015 kl. 12:25

9 Smámynd: Inga Sæland Ástvaldsdóttir

Góðan og glaðan daginn. Er eiginlega enn að hlæja að þessari undufurðulegu uppákomu í beinni útsendingu í fréttatíma RÚV í gærkv. Trúir því virkilega einhver að þetta ágæta fólk núvernandi og bráðum fyrrverandi ritari Sjálfstæðisflokksins og tilvonandi ritari flokksins, hafi virkilega komið af fjöllum hovrt gagnvart öðru á landsfundinum í gær? Ó nei, yfirlýsingar formannsins og fleiri flokksmanna um það, að ungt fólk vanti í flokkinn segir allt sem segja þarf ekki satt? Trúir því einhver í alvörunni að Guðlaugur Þór muni stíga til hliðar baráttulaust rétt sí svona ef hann hefði ekki heildarhagsmuni flokksins í huga? Hér erum við að sjá Sjálfsæðisflokkinn mælast með rétt 20% fylgi skv. síðustu skoðunarkönnun, svo betur má ef duga skal og stundum verður að fórna drottningunni til að vinna skákina. þetta er augljóslega einhver ódýrasta auglýsing sem völ er á, umfjöllun í öllum miðlum og flestir virðast staurblindir gagnvart plottinu. En hvað um það, vel leikið engu að síður og kosningastjórar flokksins hugmyndaríkir.

Inga Sæland Ástvaldsdóttir, 25.10.2015 kl. 13:40

10 identicon

Þær eru margar einkennilegar uppákomurnar á RÚV.  Ein er þáttur Gísla Marteins á föstudagskvöldum.  Þar rabbaði hann við Gunnar Smára sá ég áður en ég flýtti mér að skipta.  Hver er eiginlega markhópur RÚV?  Óvirkir alkar sem sakna timburmannanna?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.10.2015 kl. 14:43

11 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Elín ekki svona ill út í RUV, sem hefur haldið þér fréttavakandi í áratugi, og gerir enn, svo ekki sé mynnst á allt annað. Sýndu þér m.a. leikrit sjálfstæðisflokksins í beinni, geri aðrir betur. Leikritið hét, Ritaraskiptin!!! Mín gagnrýni er sú, að aumara leikrit er vandséð, og fær enga stjörnu.

Jónas Ómar Snorrason, 25.10.2015 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband