Sovéthugsun ráðamanna Sjálfstæðisflokksins.

Ef ráðamenn Sjálfstæðisflokksins hefðu ekki látið Landsvirkjun reisa Kárahnjúkavirkjun í sovéskum stíl, hefði sú virkjun aldrei risið, því að arðsemin var langt fyrir neðan það sem einkageirinn gat sætt sig við og framkvæmdin allt of áhættusöm.

Besti vitnisburðurinn um hið síðarnefnda kom fram í bréfi Landsvirkjunar til landeigenda á virkjanasvæðinu, sem héldu að þeir gætu orðið milljarðamæringar vegna hins verðmæta lands, sem látið var af hendi.

Orðrétt hljóðaði boðskapur Landsvirkjunar til landeigendanna svona: 

"Virkjunin er erfið og áhættusöm jaðarframkvæmd í landfræðilegu- tæknileg- umhverfislegu- og markaðslegu tilliti, - í raun eyland í raforkukerfinu, og rýrir það meðal annarra þátta gildi vatnsréttinda við Kárahnjúka." 

Eina leiðin til þess að reisa þessa virkjun var að láta ríkissjóð ganga í ábyrgð, og litlu munaði haustið 2005 að bormenn gæfust upp við Þrælaháls, þegar það tók marga mánuði að komast í gegnum mikið misgengi, sem menn höfðu þó séð ofan frá, en ákveðið að leyna því með því að sleppa þessu eina svæði á borleiðinni við að tilraunaborun.

Og fjölmiðlafulltrúi virkjunarinnar sagði: "Við ætluðum þarna í gegn hvort eð var."

Innan úr Landsbankanum fékk ég þetta svar þegar ég ræddi um þá áhættu, sem verið var að taka:

"Við höfum engar áhyggjur af því. Því verr sem þetta gengur, því meira græðum við."


mbl.is „Sovésk virðiskeðja“ í sjávarútvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sovét-Ísland, óskalandið - hvenær kveður þú?

Þorsteinn Briem, 26.10.2015 kl. 22:25

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslenskir "hægrimenn":

Hampa ríkisreknum fyrirtækjum, til að mynda Landsvirkjun, og vilja enn fleiri, til að mynda ríkisrekna áburðarverksmiðju.

Vilja endilega vinna hjá ríkinu, til að mynda Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Friðrik Sophusson fyrrverandi forstjóri Landsvirkjunar og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.

Tala sífellt niður til ferðaþjónustunnar hér á Íslandi, enda þótt hún sé í langflestum tilfellum rekin af einkafyrirtækjum.

Tala niðrandi um íslensk þjónustufyrirtæki, enda þótt þau séu í flestum tilfellum í einkaeigu.

Halda því fram að andrúmsloftið fari kólnandi, enda þótt jöklar bráðni sífellt meira, eins og dæmin sanna, og hampa mengun.

Vilja halda niðri öllum launum í landinu út í það óendanlega, þannig að kaupmáttur er hér minnstur í Norður-Evrópu og minni en í Suður-Evrópu.

Halda því fram að Evrópusambandið sé vinstri sinnað, enda þótt því sé stjórnað af mið- og hægriflokkum.

Þorsteinn Briem, 26.10.2015 kl. 22:28

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.11.2011:

"The European People's Party er langstærsti hópurinn á Evrópuþinginu en hann er bandalag hægri- og miðflokka.

Blái liturinn
táknar að mið-hægri ríkisstjórnir fari með völdin í viðkomandi ríki:"


Þorsteinn Briem, 26.10.2015 kl. 22:30

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn vilja láta reisa hér á Íslandi erlendar verksmiðjur, svo stórar að enginn komist yfir þær nema fuglinn ljúgandi og taka verði með sér nesti þegar menn fara þar í ferðalög stafna á milli, eins og í sovéskum verksmiðjum.

Þorsteinn Briem, 26.10.2015 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband