Formsatriði upp á einn dag látið ráða?

Hafnargarðurinn, sem komið hefur í ljós á Hörpureitnum, er hluti af mannvirki, sem var hið stærsta í Íslandssögunni, þegar það var reist.

Íslendingar voru seinir til að reisa stór samgöngumannvirki, og þess vegna eru þau afar fá, sem orðin eru hundrað ára og njóta sjálfkrafa friðunar ef svo ber undir.

Nú er svo að sjá, að menn telji það í besta lagi að bera fyrir sig formsatriði upp á einn dag til þess að ráðast í það að eyða hafnargarðinum á óafturkræfan hátt.

Ef friðun stjórnvalda hefði komið í staðinn fyrir skyndifriðunina einum degi fyrr, mætti ekki hrófla við garðinum.

Það eru 87 ár síðan garðurinn var byggður og í ljósi þess er hlálegt ef einn dagur til eða frá á að ráða því hvort hann verði varðveittur, allur, eða að hluta.

Menn hljóta að vanda betur til verka við að meta þetta mál en svo að eins dags fyrirsláttur megi ráða för.


mbl.is „Þetta er ekki friðað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hafnargarðurinn er ekki á Hörpureitnum, enda þótt það skipti ekki máli í þessu samhengi.

Eins og undir Hörpu verða gríðarstórir bílakjallarar undir nú óbyggðum stórum reitum sitt hvoru megin við Geirsgötu:

Þorsteinn Briem, 26.10.2015 kl. 17:10

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.5.2015:

"Framkvæmdir eru hafnar við Tollhúsið í Reykjavík en þar verða reistar áttatíu íbúðir auk verslunar- og skrifstofuhúsnæðis."

Byggingaframkvæmdir við Tollhúsið (ekki rétt mynd með fréttinni)

Þorsteinn Briem, 26.10.2015 kl. 17:27

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í dag:

"Spurður hvort hann telji sig því vera í rétti til þess að rífa niður vegg­inn kveður Gísli Stein­ar [Gísla­son stjórn­ar­formaður Land­stólpa þró­un­ar­fé­lags] já við.

"Við get­um gert það en það er hins veg­ar ekki mark­mið okk­ar að eyðileggja vegg­inn til þess eins að eyðileggja hann.

Við vilj­um bara finna lausn á þessu máli sem virk­ar fyr­ir alla.""

Þorsteinn Briem, 26.10.2015 kl. 17:44

4 identicon

Hvar eru VG og allir friðunarsinnarnir núna?

eða er sannfæringin til sölu

fyrir tækifæri til að hrauna yfir SDG

Grímur (IP-tala skráð) 26.10.2015 kl. 19:28

5 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Í þessu ástandi sem við erum í núna er einn dagur mikilvægur.

Eyjólfur Jónsson, 26.10.2015 kl. 20:05

6 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Já spurning hvar Sóley Tómasdóttir heldur sig þessa daganna - og af hverju ekki var ályktað um hafnargarðinn á Landsfundi VG nú um helgina. Kannski er flokkurinn ekki grænn, nema þegar það hentar honum í pólitískri refskák?

Torfi Kristján Stefánsson, 26.10.2015 kl. 20:21

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sem sagt, ekkert málefnalegt frá Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum frekar en fyrri daginn.

Þorsteinn Briem, 26.10.2015 kl. 21:04

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef bílastæðið við Tollhúsið hefði ekki verið grafið upp hefði þessi hafnargarður að sjálfsögðu ekki komið í ljós.

Og ekki hefur mátt hrófla við bílastæðum í Reykjavík án þess að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn skæli sig í svefn.

23.9.2013:

"Þeir sem eiga er­indi í miðbæ­inn virðast síður vilja leggja bíl­um sín­um í bíla­stæðahús­um miðborg­ar­inn­ar ef marka má mynd­ir sem ljós­mynd­ari Morg­un­blaðsins náði síðdeg­is í gær.

Á meðan bíla­stæðapl­an við Tryggvagötu, ná­lægt Toll­hús­inu, var þétt­setið og bíl­arn­ir hring­sóluðu um í leit að stæði var aðeins einn bíll inni í bíla­húsi Kola­ports­ins við Kalkofns­veg.

Svo vildi til að það var bíll frá embætti toll­stjóra."

"Bíl­stæðin við Tryggvagötu voru full og mörg­um bíl­um var lagt ólög­lega."

Tómt bílastæðahús en troðið bílastæði

Þorsteinn Briem, 26.10.2015 kl. 21:15

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.5.2015:

"Meðan á framkvæmdunum stendur fækkar bílastæðum í Miðbænum en að þeim loknum innan þriggja ára er gert ráð fyrir að um eitt þúsund bílastæði verði í bílakjallara undir svæðinu."

Byggingaframkvæmdir við Tollhúsið (ekki rétt mynd með fréttinni)

Þorsteinn Briem, 26.10.2015 kl. 21:23

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.2.2015:

"Marg­falt dýr­ara er að leggja í bíla­stæðahús­um í miðborg­um höfuðborga annarra landa á Norður­lönd­un­um en í Reykja­vík.

Í Osló er það frá þris­var og hálf­um sinn­um til sjö sinn­um dýr­ara en hér, jafn­vel þó miðað sé við fyr­ir­hugaða hækk­un á gjald­skrá bíla­stæðahúsa Reykja­vík­ur­borg­ar."

Margfalt ódýrara að leggja bílum í bílastæðahúsum í Reykjavík en miðborgum annarra Norðurlanda

Þorsteinn Briem, 26.10.2015 kl. 21:32

11 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

er ekki ansi langt að fara alla leið þangað bara til að leggja bílnum?

Eyjólfur Jónsson, 26.10.2015 kl. 21:58

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kolaportsbílahúsið er við suðurenda Seðlabankans við Kalkofnsveg, norðan í Arnarhólnum og við gatnamót Geirsgötu og Lækjargötu.

Kalkofnsvegur er örstutt gata á milli Sæbrautar og Geirsgötu.

Seðlabankinn er eina húsið við Kalkofnsveg, sem heitir eftir kalkbrennsluofni sem þar var og notaður til að brenna kalk til sementsgerðar.

Þar var einnig sænska frystihúsið, fyrsta frystihúsið á landinu sem sérstaklega var byggt sem slíkt, og stærsta hús á landinu þegar það tók í fyrsta skipti á móti fiski til frystingar árið 1930.

Þorsteinn Briem, 26.10.2015 kl. 22:18

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

29.6.2015:

"Lengsta mögulega vegalengd sem fólk þarf að ganga frá bíl sínum til að komast í alla verslun og þjónustu á Laugaveginum í miðbæ Reykjavíkur er 350 metrar þegar lagt er í bílastæðahúsi, sem jafngildir um þriggja mínútna gangi miðað við meðalgönguhraða.

Þetta kemur fram í úttekt sem Andri Gunnar Lyngberg arkitekt hjá Trípólí arkitektum og Björn Teitsson upplýsingafulltrúi unnu."

Þorsteinn Briem, 26.10.2015 kl. 22:58

14 identicon

"Ef bílastæðið við Tollhúsið hefði ekki verið grafið upp hefði þessi hafnargarður að sjálfsögðu ekki komið í ljós."

En það var ákveðið að byggja þarna. Og það var engin stór uppgötvun að finna hann þarna; það var vitað af honum. Það sem ekki var vitað var hversu heillegur hann væri.

Meginrök framkvædaaðilanna þarna og aðstoðarmanna þeirra (Dags og co)* er ein ljósmynd frá 1928 sem á að sýna að hann sé ekki 100 ára gamall og því sé ekkert því til fyrirstöðu að setja ýtuna á hann.

* auðvitað full stórt að segja svona en Dagur og fleiri hjá borginn hafa komið þannig út í fjölmiðlum að maður fær þetta á tilfinninguna.

ls (IP-tala skráð) 27.10.2015 kl. 08:33

15 identicon

Svo er hiklaust gengið gegn flugvellinum.

Ertu í réttum flokki Ómar?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 28.10.2015 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband