28.10.2015 | 09:23
Bí, bí og blaka.
Sú var tíð á Alþingi að mestar umræður urðu sum árin um rjúpuna, veiðar á henni, fuglinn sjálfan og veiðar á honum.
Þetta var nokkkurs konar sjálfshjálpar sálfræðiþjónusta þingmanna sjálfra til þess að losna sem snöggvast úr flokksböndum og gerast það sem kallað er "þverpólitískir".
Áhrif skálda á borð við Jónas Hallgrímsson, sem orti svo beitt um fálkann og rjúpuna, fengu að valsa um þingsali.
Sagt er að fátt sé ömurlegra en að vera stjórnarandstöðuþingmaður, áhrifalaus að mestu og úti í horni.
Þá er gott að geta fengið að njóta sín í umræðum um fagra fugla eins og rjúpu og álft.
Jafnvel að tala í ljóðmælum ef álftin fær að komast í umræðuna.
Í umræðum fyrir öld voru helstu rökin fyrir friðun álftarinnar hvað hún væri fallegur fugl.
Það mun áreiðanlega lita umræðuna enn á ný og spurningar um hugsanlegar lausnin málsins munu hrannast upp.
Bí, bí og blaka.
Álftirnar kvaka.
Á beit um víðan völlinn
vandræði baka.
Bíum, bíum bamba.
Bændur úti´að ramba
fram á fjallakamba
freta og þamba?
Eða ei fá leyfi
og engan bjórinn kneyfi?
Eða upp herör skeri
án þess á því beri?
Bí, bí og blaka.
Álftirnar kvaka.
Þeir fái að sýnast sofa
en samt byssu taka?
Bí, bí, þeim bjarga,
álftum, sem garga?
Eða á þær plaffa
og öllum þeim farga?
Bændur fái að verja akra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hefurðu fengið greiningu Ómar? Hafa þingmenn fengið greiningu? Hafa álftirnar fengið greiningu? Nú ríður á að skjóta þetta allt niður og flokka það og greina.
http://www.dv.is/frettir/2015/10/27/haraldur-segir-adhd-eina-mestu-heilsuogn-mannkyns/
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.10.2015 kl. 10:05
Álftirnar sýna greinileg einkenni ADHD. Spurning: Berst ADHD úr álftum í menn? Eru tengsl á milli ADHD og fuglaflensu? Eru álftir mesta heilsuógn mannkyns?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.10.2015 kl. 10:10
Ég læt sem ég sofi en samt mun ég vaka. Greinileg ofvirkni. Þetta hefur blundað með þjóðinni frá ómunatíð. Nú þarf að bregðast við. Það er nú eða aldrei.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.10.2015 kl. 10:19
Oft nú er á þingi þröng,
þrýstna má sjá fugla,
Bjarni Ben. með svanasöng,
Sigmundur að þrugla.
Þorsteinn Briem, 28.10.2015 kl. 10:35
Flýgur um loftin Steini Briem,
Hæfir tjara og fiður,
Syngur ei en gjarnan hrín,
ætti að skjóta niður.
s. breik (IP-tala skráð) 28.10.2015 kl. 12:10
Ómar þarf að rannsaka sérstaklega. Þessi óeðlilegi flugáhugi að viðbættum Fugladansi vekur upp spurningar.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.10.2015 kl. 12:46
Já fallegu fuglana má helst ekki skjóta. Bara þá ljótu. Sennilega bara máva. En lömbin eru nú falleg og litlu grísirnir sem og folöldin. Fólk vill kjöt en bara ekki af fallegu mjúku dýri! ;o)
ólafur (IP-tala skráð) 29.10.2015 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.