Þriðji forsætisráðherra Breta sem kemur í sérstaka heimsókn hingað.

Winston Churchill var fyrstur breskra forsætisráðherra til þess að koma í sérstaka heimsókn til Íslands. Það gerði hann á eftirminnilegan hátt í ágúst 1941 eftir tímamótafund með Roosevelt Bandaríkjaforseta við Nýfundnland.

Í frásögnum af heimsókn Camerons til Íslands nú hefur verið sagt að hann sé annar í röðinni af forsætisráðherrum Breta til að heimsækja okkur.

En það er ekki rétt.

Edward Heath kom í sérstaka heimsókn til Íslands á forsætisráðherratíð sinni og var heiðursgestur á Pressuballi Blaðamannafélags Íslands.

Það var að vísu ekki pólitísk heimsókn en hann kom hingað þó sem sérstakur gestur og þetta ætti ég að muna, því að ég flutti sérstaka dagskrá af því tilefni á Pressuballinu.

Nokkrum árum fyrr hafði Jens Ottó Kragh forsætisráðherra Dana komið sem sérstakur heiðursgestur á Pressuballið ásamt konu sinni Helle Wirkner, leikkonu og flutti ég líka sérstaka dagskrá fyrir hann.

Það er mikill munur á svona heimsóknum og því þegar ráðamenn hafa millilent á Keflavíkurflugvelli eins og þeir Eisenhower Bandaríkjaforseti og Harold MacMillan forsætisráðherra Breta gerðu.

Þeir voru á leið yfir hafið en ekki í sérstakri heimsókn til Íslands. MacMillan ræddi stuttlega við Ólaf Thors forsætisráðherra en þetta telst hvorki sérstök heimsókn né opinber heimsókn.


mbl.is Frjálslyndur leiðtogi af aðalsættum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, því að ekki lét Gordon Brown sjá sig þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir Íslandsvinafélagsins. laughing

Pétur D. (IP-tala skráð) 28.10.2015 kl. 15:26

2 identicon

This guy is first and foremost famous for allegations of drugtaking, sexual promiscuity and even a lurid tale of an obscene act with a pig. Having a sexual relations with pig, a dead pig.

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.10.2015 kl. 16:56

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Image result for

Þorsteinn Briem, 28.10.2015 kl. 18:28

5 identicon

Edward Heath kom á Blaðamannaballið árið 1967, var þá leiðtogi Íhaldsflokksins, en ekki forsætisráðherra. Harold Wilson gegndi því embætti eftir nauman sigur í kosningum 1964 og stórsigur 1966.

Jakob

Jakob R. Möller (IP-tala skráð) 29.10.2015 kl. 12:49

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Duck ends up looking like a dog after barmy challenge in Iceland

"Götublaðið Mirror gengur einna lengst á vef sínum og segir öndina rusl og hefur hafið kosningu á síðunni þar sem spurt er hvort Cameron sé betri í að búa til Lego-önd eða stýra Bretlandi.

Allt stefnir í að úrslitin verði afgerandi því nærri níutíu prósent telja að hann ætti frekar að leika sér með Lego.
"

Camerons var stærsta stund,
er stoltur önd hann gerði,
langan því næst leggur hund,
svo London upplýst verði.

Hef verið kallaður ýmislegt an aldrei áður guðfaðir segir Cameron um ummæli Sigmundar Davíðs

Þorsteinn Briem, 30.10.2015 kl. 03:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband