29.10.2015 | 14:25
"Það er nefnilega vitlaust gefið."
Það var fáheyrt á sínum tíma þegar skuldbindingar ríkissjóðs varðandi lífeyri voru fluttar frá ríkinu yfir á nýstofnað RUV ohf.
Þarna var farið öðruvísi að en við einkavæðingu annarra ríkisstofnana, en fyrir bragðið gátu þáverandi stjórnvöld losað ríkið við dágóð útgjöld og sýnt fram á betri afkomu ríkisins sem þessu nam.
Ef þetta hefði ekki verið gert, væri staða RUV allt önnur og betri nú en hún er.
"Það er nefnilega vitlaust gefið" sagði Steinn Steinarr í ljóði sínu og eiga þauk orð vel við í þessu máli.
Enn er hafinn söngurinn um að leggja Ríkisútvarpið niður eða einkavæða það og menn láta eins og útvarpsgjaldið hér á landi sé eitthvað alveg sérstakt og einstaklega hátt.
Þó er það lægra á hvern skattborgara en í nágrannalöndum okkar, meðal annars Bretlandi, þar sem hagkvæmni 200 sinnum fjölmennara þjóðfélags ætti að auðvelda Bretum að slá Íslendingum við.
Nú er Íhaldsflokkurinn einn við völd í Bretlandi en ekki heyrist að þar á bæ séu menn orðnir æstir í að leggja BBC niður.
Hefði verið fróðlegt að einhver hefði spurt David Cameron hvort einkavæðing eða slátrun BBC væri ekki efst á lista hjá flokki hans.
![]() |
Skuldir RÚV nærri 7 milljarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
BBC er þekktast fyrir barnaníð og þöggun. Skrítið að enginn vilji hrófla við stofnuninni. Þó ekki ....
http://www.mbl.is/frettir/erlent/2013/07/16/rannsokn_a_savile_kostad_bbc_um_900_milljonir/
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.10.2015 kl. 15:39
Sem sagt, ekkert málefnalegt frá Elínu Sigurðardóttur frekar en fyrri daginn.
Þorsteinn Briem, 29.10.2015 kl. 16:18
Ef þú gerðir eins og ríkið gerði í sambandi við lífeyrisgreiðslurnar yrðir þú ákærður og dæmdur fyrir fjársvik. Svo má ræða hvort þetta falli undir umboðssvik eða eitthvert annað ákvæði hegningarlaga.
Jón (IP-tala skráð) 29.10.2015 kl. 16:20
Ef ríkið brýtur af sér þá er það ekki lögbrot heldur vinnustaðamenning. Þetta er nefnilega menningarstofnun.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.10.2015 kl. 16:28
Í dag:
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra vill ekki selja RÚV og skoða þurfi hvort hverfa eigi frá ohf. rekstrarfyrirkomulaginu
Þorsteinn Briem, 29.10.2015 kl. 17:53
BBC er mafía í Bretlandi, eins og Ríkisútvarpið á Íslandi. Breskir stjórnmálamenn eru hræddir við BBC, sérstaklega stjórnmálamenn á hægri vængnum, enda hefur stofnunin oft gengið hrottalega fram gagnvart "óvinum" sínum.
Varðandi Cameron og BBC, þá er forsætisráðherrann ESB sinni, og nýtur liðsinnis BBC í baráttunni gegn sívaxandi þunga fyrir úrsögn úr bandalaginu.
Spurningin er hvað gerist eftir tíma Camerons, þ.e. eftir næstu kosningar, ef Íhaldsflokkurinn fær aftur meirihluta atkvæða. Það er nefnilega líka vaxandi þungi fyrir niðurlögn á BBC í Bretlandi, bæði vegna hrikalegrar hlutdrægni í fréttaflutningi og þöggun, en ekki síður vegna barnaníðsmála, eins og Elín bendir á hér fyrir ofan, og persónulegra árása á nafntogaða einstaklinga.
Hvað Ríkisútvarpið varðar, þá fær það auglýsingatekjur ofan á afnotagjöld, ólíkt sambærilegum stofnunum í nágrannalöndunum.
Ríkisútvarpið skilar samt tapi ár eftir ár, safnar skuldum sem það ræður ekki við, og að lokum fer reikningurinn til skattgreiðenda.
Það er óásættanlegt. Auðvitað ætti að breyta lögum þannig, að hægt verði að sækja forsvarsmenn ríkisfyrirtækja til saka fyrir framúrkeyrslu á kostnað skattgreiðenda.
Það mætti segja mér, að eins sé farið með Illuga og kollegum hans í Bretlandi, að hann sé hræddur við Ríkisútvarpið, enda með mörg lík í skápnum. En kannski telur ESB sinninn Illugi Gunnarsson, að Ríkisútvarpið sé nauðsynlegt til að halda uppi uppi einhliða ESB áróðri. Hvur veit?
Eitt er þó vitað, Illuga verður ekki saknað.
Hilmar (IP-tala skráð) 29.10.2015 kl. 18:54
Sem sagt, ekkert málefnalegt frá Hilmari frekar en fyrri daginn.
Þorsteinn Briem, 29.10.2015 kl. 18:59
Ég veit ekki betur en að íslenskan hafi lifað góðu lífi fyrir 1930 þegar hún var skuldlaus eign almennings. Með tilkomu RÚV hefur heldur betur sigið á ógæfuhliðina. Björgum íslenskunni. Slátrum RÚV.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.10.2015 kl. 19:00
Elín er með þetta.
Hilmar (IP-tala skráð) 29.10.2015 kl. 19:12
Eingöngu skítkastið frá Elínu Sigurðardóttur og Hilmari.
Og þannig verður það áreiðanlega áfram.
Þorsteinn Briem, 29.10.2015 kl. 19:13
24.10.2013:
Samkvæmt könnun MMR bera 52,3% mikið traust til RÚV en 17,4% lítið traust.
"Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 77,1% bera mikið traust til lögreglunnar, 61,3% til Háskóla Íslands, 52,3% til Ríkisútvarpsins og 48,6% til Háskólans í Reykjavík.
Til samanburðar sögðust 9,2% bera mikið traust til bankakerfisins, 10,2% til Fjármálaeftirlitsins, 12,7% til fjölmiðla og 12,9% til lífeyrissjóðanna."
Punktur.
Þorsteinn Briem, 29.10.2015 kl. 19:29
Fastir liðir eins og venjulega.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.10.2015 kl. 20:50
Ætli ég sé einn um það að finnast athugasemdir "Steina Briem" alltaf svo hundleiðinlegar? Það hefur orðið til þess að ég nenni ekki að lesa aðrar athugasemdir.
Guðjón Guðvarðarson (IP-tala skráð) 29.10.2015 kl. 21:29
Já Guðjón Kl. 21.29. Þessi síða er oft að megin efni síða Steina Briem og þess vegna láta menn hanna bara í friði.
Hrólfur Þ Hraundal, 29.10.2015 kl. 22:04
Bloggsíða Ómars er ein vinsælasta og mest lesna síða landsins.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.10.2015 kl. 22:26
Bloggsíða Ómars leysist oft upp í vitleysislegt rugl úr úrklippubók sjúks manns og óánægju annarra með að hann skuli ekki kunna sér hóf, misnota gestrisni Ómars og láta eins og hann eigi bloggsíðuna. Best væri ef hann héldi sig við sína eigin bloggsíðu, þar getur hann póstað kopí peist heilu tímaritunum og skiptst á skoðunum við þá sem vilja við hann eiga samskipti.
Espolin (IP-tala skráð) 29.10.2015 kl. 23:21
Vel ígrundaðar athugasemdir hans Steina Briem eru mörgum kærkomin viðbót við eðalbloggið hans Ómars Ragnarssonar, og ég og margir aðrir lesa þær með aðdáun fyir rökfestunni og óletjandi vel unninni heimildavinnu hans.
Aukin heldur hefur almenníngur lúmzkann húmor fyrir eilifu gremju þeira sem að ekkert hafa merkilegra inn á athugasemdakerfi þessarar sömu bloggsíðu en pirríng úr í það sem vel er gjört, án þess að hafa nennu eða vit til að ræða innleggið, en fara í manninn án þess eiginlega að nenna að kíkja á boltann.
En duglegir eru þeir ætíð við að dæma sinn innistæðulausa málflutning sjálfir með eilífðar n0ldrinu sínu.
Z.
Steingrímur Helgason, 30.10.2015 kl. 03:54
Nöldurzeggur dauðans með vel ígrundað nöldur. Hafðu þökk fyrir það.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.10.2015 kl. 08:52
Tek undir með Steina,
S. Breik (IP-tala skráð) 31.10.2015 kl. 10:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.