Úr vöndu að ráða.

Fyrir örfáum misserum var oft notað orðið "svartagallsraus" um þá skoðun sumra glöggra manna, að mannkynið stefndi inn í sívaxandi vandamál vegna óróa og upplausnar sem skapaði stóraukinn flóttamannavanda víða um álfur, jafnvel þar sem menn sáu enga eða litla hættu á að slíkt gerðist.

Svona ástand af völdum afleiðinga loftslagsbreytinga af mannavöldum mun skapast víða ef ekkert verður að gert, og því miður hefur tíminn frá Ríó-ráðstefnunni 1992 verið látinn renna úr greipum að mestu, alls 23 mikilvæg ár.

George Bush, varkár forseti Bandaríkjanna 1991, stóðst þá freistingu að breyta samstilltum aðgerðum alþjóðasamfélagsins gegn innrás valdagráðugs skjólstæðings síns í Írak inn í nágrannaríkið Kuveit í herferð til að steypa honum og gera stjórnmálalega og trúarlega byltingu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Sonur hans aðhafðist þveröfugt, og sú aðgerð, innrásin í Írak 2003, auk stuðnings við að steypa af stóli Gaddafí í Líbíu og Assad í Sýrlandi, hefur ekki aðeins skapað allt annað og verra ástand í þessum heimshluta en nokkurn óraði fyrir, heldur er löndunum handan Miðjarðarhafsins mikill vandi á höndum vegna dæmalauss flóttamannastraums.

Þar er úr vöndu að ráða og skiptir litlu í því sambandi hvert skipulag er á málum einstakra ríkja, - flóðbylgja flóttamannanna berst þangað inn af landfræðilegum ástæðum og hefði gert það hvort eð er.

Á blogginu hér heima má hins vegar sjá menn bölsótast yfir vonsku ESB í málinu og þjóðum þess, í í sumum tilfellum fer sami bloggarinn létt með að núa ESB um nasir að vilja endurreisa ofstopa nasista við að "hreinsa" álfuna, en líka að stunda skaðlega og barnalega aumingjagæsku.

Hjá öðrum bloggara er hiklaust alhæft að flóttamennirnir séu "múslimaskríll"  og "vanir hryðjuverkamenn."

Enn sem komið er eru flóttamennirnir einn þúsundasti af íbúafjölda ESB og því ætti það ekki að vera með öllu óviðráðanlegt að þjóðir álfunnar standi sameiginlega að því að leysa flóttamannavandann.

En samt er úr vöndu að ráða.


mbl.is Vaxandi áhyggjur af Schengen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svíar framleiða vopn, Norðmenn ræsa út herinn og Íslendingar fordæma Ísrael.  Þetta er dásamleg þrenning.  Gísli, Eiríkur og Helgi hefðu ekki getað gert betur.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.10.2015 kl. 08:56

2 identicon

Hælisleitendur eru órafjarri því að vera einn þúsundasti af íbúafjölda ESB.
Einn þúsundasti af íbúafjölda ESB er rúmlega hálf miljón.
Árið 2014 nam fjöldi hælisleitenda rúmlega 600 þúsundum.

Þjóðverjar gera ráð fyrir að ein og hálf miljón leiti til Þýskalands á þessu ári. Bara þessu eina landi. Það eru helmingi fleiri en spáð var fyrir alla Evrópu fyrir árið 2015.
Sem sýnir, að þetta er stjórnlaus þróun. Búist er við enn fleirum á næsta ári, ef ekkert er gert.

Sem sagt, það eru sex-falt fleiri hælisleitendur í Evrópu en blogghöfundur fullyrðir, og heldur áfram að fjölga.
Þetta segir þó ekki alla söguna, þar sem langflestir hælisleitendur eru á leiðinni til landa norður Evrópu, sem telja vel innan við helming mannfjölda ESB. Hælisleitendur fúlsa við öðrum löndum. Svo mikið fyrir neyðina.

Þess utan, þá eru fæstir hælisleitendur að flýja bráða hættu. Afganir munu t.d. vera fjölmennasti hópurinn. Nú er staðan sú, að Afgönum hefur fjölgað úr 15 miljónum í yfir þrjátíu frá innrás Rússa 1979. Vitaskuld er skítt að búa í Afganistan, en það er varla á ábyrgð Evrópu. Evrópa getur ekki flutt inn fólk sem hefur mistekist við stjórn á eigin landi. Skítt ástand í Afganistan er Afgönum að kenna, og það er þeirra að leysa úr eigin vanda. Þetta á við um megnið af upprunalöndum hælisleitenda, enda er meginuppistaðan fólk sem leitar að betri lífkjörum. Sem er skiljanlegt, en er ekki á ábyrgð Evrópu.

Fólk í löndum sem búa við lök kjör, þarf að axla ábyrgðina, og leysa sjálft vandann sem það kom sér í. Það útilokar í sjálfu sér ekki efnahagslega aðstoð frá Evrópu, en gerir Evrópu ekki sjálfkrafa að félagsmálastofnun fyrir þá sem leita betri lífkjara.

Hilmar (IP-tala skráð) 29.10.2015 kl. 10:17

3 identicon

Sæll Ómar.

Það sá enginn flóttamannavandann fyrir fremur
en hrunið íslenska.

Athugasemd Hilmars hér að ofan segir hins vegar
allt sem segja þarf.

Ég eyði ekki orðum á loftlagsvitfirringana sem
töldu loftslag orsök þessa vanda!!

Athyglisvert hvað fréttir berast seint og illa til
Íslands frá Þýzkalandi um alla þá ólgu sem þar ríkir
vegna flóttamannastraumsins og hversu völt
Merkel er orðin í sessi vegna stefnu sinnar en megn
óánægja ríkir jafnt í hennar eigin flokki sem annars staðar
um þá helstefnu sem hún rekur í þessum málum gagnvart löndum
sínum.
Sú tíð er á enda runnin að Þjóðverjar gjaldi frekar en orðið
er fyrir styrjaldirnar enda mættu Bretar allt eins líta
í eigin barm sem á einum hálftíma eyddu og brenndu 27000 manns
í vítislogum við Dresden á sínum tíma.

Húsari. (IP-tala skráð) 29.10.2015 kl. 11:58

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Listi hinna staðföstu þjóða var kynntur á blaðamannafundi utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna í Washington 18. mars 2003:"

"Mr. Boucher:

"There are 30 countries who have agreed to be part of the coalition for the immediate disarmament of Iraq.

I have to say these are countries that we have gone to and said, "Do you want to be listed?" and they have said, "Yes."

I will read them to you alphabetically, so that we get the definitive list out on the record.

They are:  Afghanistan, Albania, Australia, Azerbaijan, Colombia, the Czech Republic, Denmark, El Salvador, Eritrea, Estonia, Ethiopia, Georgia, Hungary, Iceland, Italy, Japan, Korea, Latvia, Lithuania, Macedonia, the Netherlands, Nicaragua, the Philippines, Poland, Romania, Slovakia, Spain, Turkey, the United Kingdom, and Uzbekistan.
""

Þorsteinn Briem, 29.10.2015 kl. 13:34

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 30.10.2015 kl. 06:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband