30.10.2015 | 22:10
Leiðir hugann að Halldóri Laxness.
Þegar ævisaga Halldórs Laxness er lesin kemur eitt afar merkilegt atriði smám saman í ljós: Hve óhemjum miklum tíma og fyrirhöfn skáldið eyddi í ferðalög og samskipti við áhrifamikil skáld, útgefendur og menningarfrömuði á mikilvægustu stöðunum í listaheiminum.
Þetta var þeim mun erfiðara en ella fyrir þá sök, hve afskekkt Ísland var og tók langan tíma að sigla fram og til baka til og frá landinu.
Þetta sýnir, að Halldór gerði sér grein fyrir þeirri óumflýjanlegu staðreynd, að hann yrði að ná sér í sambönd og fylgjast sem allra best með í heimi bókmennta og lista ef hann ætlaði sér að sinna köllun sinni til fulls og ná sem allra lengst á þeirri braut.
Það hlýtur ævinlega að myndast togstreita hjá skapandi listamönnum milli þess að sökkva sér ofan í listsköpun sína svo að hún fá sem mest flug, en eyða jafnframt tíma og fyrirhöfn í umgjörðina utan um listamannsstarfið og allt áreitið utan frá, sem því fylgir.
Þetta var orðin tóm vitleysa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mögulega hefur hann einmitt nýtt sér langan ferðatíma (siglingar) til vinnu.
Um gemsa, tölvu og þotuöldina gegnir öðru máli. Aldrei friður og allt þarf að gerast strax.
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2015 kl. 02:41
Hárrétt athugað, Gunnar. Hvergi var meira næði en úti í miðju Atlantshafi um borð í Gullfossi.
Ómar Ragnarsson, 31.10.2015 kl. 13:34
Annað atriði: Ef siglingarnar voru nógu tíðar varð hann ekki sjóveikur. Þegar ég var krakki varð ég alltaf illa bílveikur í rútunni á leiðinni suður úr sveitinni eftir fjögurra mánaða bílferðalausa dvöl, en aldrei veikur á leiðinni norður eftir átta mánaða daglegan hristing í strætisvögnum og bílum í Reykjavík.
Ómar Ragnarsson, 31.10.2015 kl. 13:37
Tala um sig og sínar bækur. Ef skáldin mynd ekki tala um bækur (sínar), hver myndi þá gera það? Egill Helgason að skrölta í Kiljunni?
Þegar Bréf til Láru, Sjálfstætt fólk os.fv. voru að koma út, þá talaði þjóðin aldeilis um bækur - árum saman og sitt sýndist hverjum einsog gengur. Núna er kannski talað um bækur í desember í einni bunu - 20 bækur afgreiddar og búið. Síðan gleymdar. Jafnvel Öræfi eftir þann ágæta höfun ófeig Sig....ekkert talað um þetta núna. Minna en 1 ár síðan hún kom út og seldist feykivel og fékk góðar umsagnir.
jon (IP-tala skráð) 31.10.2015 kl. 14:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.