Unglingalag í efsta flokki.

Á þeim tíma sem lagið Bohemian Rhapsody fór eins og eldur í sinu um heimsbyggðina voru elstu börnin okkar Helgu komin á táningsaldur eða á leiðinni inn í táningsárin og framundan var rúmur áratugur í heimilislífinu með kunningjahóp þeirra á þessum viðkvæma aldri sem heimilisvini.

Það var ekki hægt að komast hjá því að verða var við hve mikil áhrif lagið hafði á unglingana sem voru á erfiðustu mótunarárum sínum og stundum álíka ringluð og óskiljanleg og textinn í laginu.

Ég er ekki frá því að þetta lag sé í efsta flokki sem unglingalag vegna þess hve áhrifamikið það er fyrir tilfinningalífið á þessum mikilvæga og viðkvæma aldri.


mbl.is Óskiljanlega lagið sem allir elska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekkert eykur nytina meira í kúnum en að hlusta á Queen.

Bohemian Rhapsody er því meira en unglingalag.

Þorsteinn Briem, 31.10.2015 kl. 03:04

2 identicon

 Mamma var voða hrifin af Freddie.  Hún var eldri en ég.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 31.10.2015 kl. 13:00

3 Smámynd: Már Elíson

Hva...?...Var mamma þín eldri en þú ? - Nú er ég hissa !

Már Elíson, 31.10.2015 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband