3.11.2015 | 15:57
Grunnurinn sem margir gleyma.
Í viðtali hér á dögunum við formann atvinnuveganefndar Alþingis nefndi hann sjávarútveg og stóriðju sem helstu máttarstólpa gjaldeyrisöflunar og efnahags þjóðarinnar.
Hann gleymdi alveg ferðaþjónustunni, sem ekki aðeins er komin fram úr tveimur fyrrnefndum framleiðslugreinum og orðinn stærsti atvinnuvegurinn, heldur ekki síður hinum gríðarlega vexti hennar og "atvinnusköpun" í formi starfa sem senn verður hægt að telja í tugum þúsunda, "atvinnusköpun", sem er alveg sértaklega notað um stóriðju en nánast aldrei um ferðaþjónustuna.
Þegar rætt er um styrkara gengi krónunnar og hagvöxt er eins og sumir forðist eins og hægt er að nefna tvö atriði, gríðarlegan vöxt ferðaþjónustunnar og mestu lækkun olíuverðs á síðustu áratugum.
Það er sjálfsagt mál að nefna að eftir Hrun hafa verið við völd tvær ríkisstjórnir sem í meginatriðum hafa skapað umgjörð um efnahagsbatann, þótt báðum hafi mistekist í einstökum atriðum eins og gengur.
Þetta mál er margþætt og því er nauðsynlegt að vanda umræðuna um það.
Keypt fyrir 40 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í dag:
"Alcoa Inc., móðurfélag Alcoa Fjarðaáls á Íslandi, tilkynnti í gær að fyrirtækið hyggist loka þremur álverum í Bandaríkjunum."
"Miklar umframbirgðir af áli, fyrst og fremst fyrir tilstilli holskeflu af kínversku áli á heimsmarkaði, hefur leitt til þess að álverð hefur ekki verið lægra í langan tíma.
Vestrænir álframleiðendur mega sín lítils í samkeppninni og hafa neyðst til að draga saman seglin í ljósi minnkandi hagnaðar, samanber ofangreindar aðgerðir Alcoa.
Alcoa áætlar að umframbirgðir á þessu ári nemi 760 þúsund tonnum, sem nægir til að smíða 16 þúsund Boeing 747 flugvélar."
Alcoa dregur saman seglin
Þorsteinn Briem, 3.11.2015 kl. 16:16
27.9.2015:
"Ef ferðaþjónustan hefði ekki komið til væri hagsveiflan sennilega á enda, þar sem vöruskiptajöfnuður er orðinn neikvæður á nýjan leik.
Ferðaþjónustan hefur gegnt algjöru lykilhlutverki í að byggja upp gjaldeyrisforða Seðlabankans."
Ásgeir Jónsson hagfræðingur útskýrir það sem er að gerast í íslenska hagkerfinu
Þorsteinn Briem, 3.11.2015 kl. 16:45
4.3.2015:
Um 139 milljarða króna afgangur af þjónustuútflutningi en 11 milljarða króna halli á vöruskiptum í fyrra, 2014
4.3.2015:
Útflutningstekjur ferðaþjónustunnar hafa tvöfaldast frá 2009 - Verulegur tekjusamdráttur af þjónustu tengdri útflutningi álvera
Þorsteinn Briem, 3.11.2015 kl. 16:46
4.3.2015:
Gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu 302 milljarðar króna í fyrra - Stærsta útflutningsgreinin
4.3.2015:
1.35 million tourists this year - 45% of all new jobs created since 2010
Þorsteinn Briem, 3.11.2015 kl. 16:46
Auknar fjárveitingar ríkisins nú til Landspítalans, háskólanna og vegagerðar koma frá ferðaþjónustunni.
27.11.2014:
Hagvöxturinn byggist á vexti ferðaþjónustunnar
Þorsteinn Briem, 3.11.2015 kl. 16:47
24.3.2015:
Spá 430 milljarða króna gjaldeyristekjum af ferðaþjónustu hér á Íslandi árið 2017
Þorsteinn Briem, 3.11.2015 kl. 16:49
Á fjórða ársfjórðungi 2014 voru 185.700 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaðnum hér á Íslandi, samkvæmt Hagstofu Íslands.
Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu um 500 manns í árslok 2009, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness.
Þorsteinn Briem, 3.11.2015 kl. 16:49
Í dag:
Píratar vinsælastir í öllum aldurshópum nema þeim sem eru eldri en sextugir en hjá þeim mælist fylgið þó 22%
Þorsteinn Briem, 3.11.2015 kl. 17:04
Ekki er ólíklegt að hefð og vani hafi ráðið upptalningunni. En einnig gæti verið að það hafi eitthvað að segja nýjar fréttir um að ferðaþjónustan skili minna til ríkisins en stóriðja eða sjávarútvegur og að gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu séu ekki nema 60% af því sem haldið hefur verið fram. Og svo eru ferðaþjónustustörf almennt svo nálægt atvinnuleysisbótum að engin sveitarstjórn vill leggja sérstaka áherslu á fjölgun þeirra og þau teljast varla marktæk sem atvinnusköpun.
Hábeinn (IP-tala skráð) 3.11.2015 kl. 17:26
Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu um 500 manns í árslok 2009, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness, og á vef félagsins er tekið sem dæmi að starfsmaður, sem unnið hefur í sjö ár hjá Norðuráli, hafi fengið 308.994 króna mánaðarlaun í nóvember 2010.
12.6.2008:
"Á vefsíðu Fjarðaáls kemur fram að meðallaun framleiðslustarfsmanna eru tæpar 336 þúsund krónur á mánuði, með innifalinni yfirvinnu, vaktaálagi og fleiru."
Þorsteinn Briem, 3.11.2015 kl. 17:57
Samkvæmt launakönnun VR, sem gerð var í ársbyrjun 2009 og tæplega ellefu þúsund manns svöruðu, voru heildarmánaðarlaun á hótelum, veitingahúsum og ferðaskrifstofum 362 þúsund krónur, í samgöngum á sjó og landi og flutningaþjónustu 377 þúsund krónur og flugsamgöngum 391 þúsund krónur.
(Og í matvæla- og drykkjariðnaði voru heildarmánaðarlaunin 391 þúsund krónur, lyfjaiðnaði 411 þúsund krónur, ýmsum iðnaði og byggingastarfsemi 441 þúsund krónur, byggingavöruverslunum 363 þúsund krónur og stórmörkuðum, matvöruverslunum og söluturnum 352 þúsund krónur.)
Félagssvæði VR nær yfir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Seltjarnarness, Mosfellsbæjar, Kjósarhrepps, Akraness og nágrennis, Húnaþings vestra, alls Austurlands og Vestmannaeyja.
Launakönnun VR 2009 - Grunnlaun, heildarlaun og vinnutími á hótelum, veitingahúsum, ferðaskrifstofum, í samgöngum á sjó og landi, flutningaþjónustu og flugsamgöngum, bls. 23-25
Þorsteinn Briem, 3.11.2015 kl. 17:58
Árið 2013 varð ferðaþjónustan stærsti útflutningsatvinnuvegurinn hér á Íslandi.
30.12.2013:
Níu þúsund starfa í ferðaþjónustunni hér á Íslandi allt árið og þeim fjölgar um nokkur þúsund á næstu árum
Og árið 2012 voru útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja samtals 238 milljarðar króna.
Þorsteinn Briem, 3.11.2015 kl. 18:00
Um 1.600 íslenskir flugmenn, flugfreyjur, flugþjónar, flugvirkjar og flugumferðarstjórar starfa hér í ferðaþjónustunni við innanlandsflugið og millilandaflugið.
Rúmlega 600 eru í Félagi atvinnuflugmanna (FÍA), rúmlega sjö hundruð í Félagi flugfreyja. um 200 flugvirkjar vinna hjá Icelandair og Flugfélagi Íslands og um 100 flugumferðarstjórar starfa hér á Íslandi.
Meðallaun flugmanna virðast vera um ein milljón króna á mánuði, samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar 2009 og þar má finna flugfreyjur með 400 og 500 þúsund krónur á mánuði, flugvirkja með 400 og 700 þúsund krónur á mánuði og flugumferðarstjóra með um eina milljón króna á mánuði.
Félag íslenskra atvinnuflugmanna
Flugfreyjufélag Íslands
Flugvirkjafélag Íslands
Flugumferðarstjórar í BSRB
Steini Briem, 17.10.2010
Þorsteinn Briem, 3.11.2015 kl. 18:03
Steini er með þetta, sammála honum.
S. Breik (IP-tala skráð) 3.11.2015 kl. 19:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.