6.11.2015 | 16:59
Ekki orð um áhrif sæstrengs á náttúru landsins.
Forsætisráðherra Breta veit hvað það er auðvelt að láta þá til að leggja niður skottið, sem mótmæltu réttilega hvað harðast hryðjuverkalögum Breta og þvingun þeirra gagnvart okkur til að hver skattborgari íslenskur borgaði 25 sinnum meira vegna Icesave en skattborgarar í Bretlandi og Hollandi.
Hann veit nákvæmlega hvað fær íslensk peningaöflin til að slefa af áfergju.
Í tengdri frétt á mbl.is segir að á fundi forsætisráðherra Breta og Íslendinga hafi verið tekið ákvörðun um að kanna efnahagsleg og félagsleg áhrif lagningar strengsins.
Ekki orð um það hvað áhrif meðfylgjandi virkjanaæði muni hafa á einstæðar náttúrugersemar Íslands, sem verður stútað þegar græðgisæðið skellur á og áætlunin um að eftir tíu ár verðum við að framleiða tíu sinnum meira rafmagn en við þurfum sjálf verður framkvæmd.
![]() |
Könnunarviðræður um sæstreng |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Duck ends up looking like a dog after barmy challenge in Iceland

"Götublaðið Mirror gengur einna lengst á vef sínum, segir öndina rusl og hefur hafið kosningu á síðunni þar sem spurt er hvort Cameron sé betri í að búa til Lego-önd eða stýra Bretlandi.
Allt stefnir í að úrslitin verði afgerandi því nærri níutíu prósent telja að hann ætti frekar að leika sér með Lego."
Camerons var stærsta stund,
er stoltur önd hann gerði,
langan því næst leggur hund,
svo London upplýst verði.
Hef verið kallaður ýmislegt en aldrei áður guðfaðir segir Cameron um ummæli Sigmundar Davíðs
Þorsteinn Briem, 6.11.2015 kl. 17:24
"Aðspurður hvort [raforkustrengur til Bretlands] muni hækka raforkuverð á Íslandi segir [Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar] að ekki sé þörf á því en ríkisstjórnin þurfi samt að finna leið til að halda verðinu niðri.
Ef norska leiðin yrði farin yrði orkuiðnaðurinn enn með góð kjör og langtímasamninga en verð til almenna markaðarins væri svo pólitísk ákvörðun.
Gert er ráð fyrir að um 20 ár tæki að greiða upp slíkan streng og endingartíminn yrði um 40 ár."
Lokaskýrsla ráðgjafahóps um lagningu sæstrengs til Bretlands, júní 2013 bls. 20
Þorsteinn Briem, 6.11.2015 kl. 17:28
Það er ekki til afgangs rafmagn á Íslandi og ekki heldur hægt að virkja meira nema með því að slátra ómetanlegum náttúruperlum. Þessi hugmynd er því galin sem og þeir sem beita sér fyrir henni.
Guðmundur Ásgeirsson, 6.11.2015 kl. 19:33
Ef lagður verður sæstrengur þá munu ógnarsterk alþjóðleg fjármála "samtök" leika sér að því að kaupa Landsvirkjun - því þau eru tilbúin að gera það sem þarf til þess.
Manni finnst einsog þau séu nú þegar búin að kaupa forstjóra Landsvirkjunar maður heyrir aldrei í honum nema þegar hann er að dásama þenna sæstreng og koma endalaus dellurök fyrir lagningu hans.
Björk ætti frekar að krefjast þess að hann verði látinn fara frekar en ríkisstjórnin
Grímur (IP-tala skráð) 6.11.2015 kl. 20:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.