Allt í hers höndum.

Ég efast um að áður hafi nokkur stjórn þurft að grípa til jafn gagngerra breytinga og stjórn Ríkisútvarpsins til þess að bregðast við afar ósanngjörnum álögum á rekstur sinn og stjórn RÚV greip til í fyrra.

Þessar ósanngjörnu álögur byggðust fyrst og fremst á því, að RÚV var eina opinbera stofnunin sem við ohf- eða einkavæðingu var gert að taka á sig allar skuldbindingar LSR, Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, og þar með, eitt allra slíkra fyrirtækja, neytt til þess að axla strax í upphafi milljarða, sem landsstjórnin gat síðan gumað af að hafa létt af útgjöldum ríkissjóðs.

Á tímabili voru svo miklar innanhússbreytingar í gangi, að engu var líkara en að loftárás hefði verið gerð á alla innviði hússins.

Til þess að koma því í gegn að geta búið til rými fyrir aðra starfsemi, þurfti í sumum tilfellum að margflytja starfsfólkið um húsið á meðan herskari iðnaðarmanna vann við innviðabyltinguna.

Sem dæmi má nefna að einn starfsmanna þurfti að flytja sig alls níu sínnum til.

Þessi breyting fór hljóðlega fram án þess að verið væri að blása hana upp.

Mér finnst rétt að um þetta komi fram þegar óvildarmenn hamast enn og áfram gegn rekstri ríkisútvarps, sem hvergi í öðru nágrannalandi er ætlunin að leggja niður.


mbl.is RÚV verður ekki rekið með halla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þrátt fyrir 6000 miljóna króna tekjur, er Ríkisútvarpið rekið með tapi.
Magnað. Og til afsökunar er er lífeyrisskuldbindingum kennt um, og krafist enn frekari framlaga frá almenningi.
Ríkisútvarpið fékk gefins fasteign, tæki og viðskiptavild. En þurfti í staðinn að taka lífeyrisskuldbindingar, sem voru hvort eða er tilkomnar vegna reksturs stofnunarinnar.
Það er eitthvað svakalega mikið að, þegar stofnun með belti og axlabönd, útvarpsgjald og auglýsingatekjur, getur ekki skilað rekstrinum á núlli.

Það er ekki skrýtið, sé horft til eilífs tapsreksturs, að viðbættum hryllilegum vinstri sinnuðum skoðanahalla, að fleiri og fleiri vilji leggja stofnunina niður.
Alveg eins og í nágrannaríkjum okkar, eins og t.d. Bretlandi.

Hilmar (IP-tala skráð) 6.11.2015 kl. 08:39

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ég tek undir með Hilmari. Það er ekki lítil meðgjöf að fá risastóra lóð á rándýrum stað auk hinnar miklu byggingar sem fyrir er. RUV er víst búin að selja lóðina eð er að því um þessar mundir. Ætlar RUV að leggja þann pening inn á bók til að mæta lífeyrisskuldbindingunum eða sóa í einhverja gloríu eins og þeim virðist einum lagið ?

RUV verður eins og önnur4 fyrirtæki að laga sig að tekjum sínum. Flóknara er það ekki. Það sést við samanbureð á öðrum fjölmiðlafyrirtækjum á ljósvakanum að RUV er að bruðla og sóa í stað þess að gera hlutina með hagkvæmum hætti. RUV verður að sleppa frekjukastinu og herða ólina þannig að útgjökld passi við innkomuna. Taka ber burt af RUV nauðungarskatinn. Vilji þeir afnotagjöld þá er ekki flókið að setja upp læsingu á dagskrána. Þá munu þeir greiða afnptagjöld sem vilja eiga viðskipti við þetta bruðlapparat dauðans.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 6.11.2015 kl. 09:00

3 identicon

Það er gaman að því hvað RÚV og áhangendur þess hengja sig á að lifeyrisskuldindingarnar skýri stærsta hluta vanda stofnunarinnar. Það er mikið grenjað yfir því að RÚV sé nánast eina stofnunin sem þurfi að bera þessar skuldbindingar. Þegar RÚV OHF var stofnað var gengið útfrá ýmsum forsendum um reksturinn m.a. þessum lífeyrisskuldbindingum og áskriftargjaldið var miðað við það. Engar lífeyrisskuldbindingar - lægra áskriftargjald.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 6.11.2015 kl. 09:09

4 identicon

Er ekki nokkuð seint í rassinn gripið að bregðast 2014 við álögum sem hafa verið þekktar síðan 2007? Ósanngjarnt eða ekki, þá er óásættanlegt að reikna ekki með breyttu rekstrarformi og álögum. 6% í lífeyrissjóðsskuldbindingar væri fyrirtæki sem rekið er með eðlilegum hætti ekki til trafala.

Og þó lítið fari fyrir umræðu um að leggja niður ríkisútvörp nágrannaþjóðanna hér á landi þá er ekki þar með sagt að sú umræða eigi sér ekki stað í viðkomandi ríkjum. Það ratar ekki allt í moggan.

Vagn (IP-tala skráð) 6.11.2015 kl. 09:40

5 identicon

Ómar þarf greinilega að fylgjast betur með fréttum ruv.

http://ruv.is/frett/misjafnt-hvort-ohf-bera-skuldbindingar

ls (IP-tala skráð) 6.11.2015 kl. 10:02

6 identicon

Þú setur þetta ekki alveg rétt fram Ómar.  RÚV fékk hús og lóð.  Soldið skrítið að menn væli yfir því að eignin bjóði upp á einhverja möguleika.  Þurfti blessaður maðurinn að færa sig alls níu sinnum.  Þú segir aldeilis fréttir.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.11.2015 kl. 10:58

7 identicon

Í stað þess að veita stjórnvöldum aðhald þá kemur RÚV fyrir eins og róni sem gargar að gestum og gangandi, rífur af þeim glösin og heimtar að barinn sé aftur opnaður.  Hvernig í ósköpunum datt fréttastofu RÚV í hug að birta fréttatilkynningu frá Vodafone?  Er það öll fréttamennskan?  Er málinu þar með lokið?

http://www.ruv.is/frett/upplysingagjof-vodafone-ekki-til-skodunar

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.11.2015 kl. 14:40

8 identicon

Síðan á bara að skjóta sendiboðann.  Var voða ljótt af Eyþóri Arnalds að vekja athygli á þessum óhagstæða Vodafone samningi?  Hver græddi á honum?  Kemur það nokkuð fram í fréttatilkynningunni frá Vodafone?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.11.2015 kl. 14:54

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

24.10.2013:

Samkvæmt könnun MMR bera 52,3% mikið traust til RÚV en 17,4% lítið traust.

"Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 77,1% bera mikið traust til lögreglunnar, 61,3% til Háskóla Íslands, 52,3% til Ríkisútvarpsins og 48,6% til Háskólans í Reykjavík.

Til samanburðar sögðust 9,2% bera mikið traust til bankakerfisins, 10,2% til Fjármálaeftirlitsins, 12,7% til fjölmiðla og 12,9% til lífeyrissjóðanna."

Þorsteinn Briem, 6.11.2015 kl. 15:30

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"RUV fékk gefins hús." Það voru núverandi stjórnarflokkar sem ákváðu að láta reisa allt of stórt og dýrt monthús, sem hefur frá upphafi verið sligandi fyrir reksturinn, eitt stærsta slysið í menningarsögu okkar.

Ómar Ragnarsson, 6.11.2015 kl. 17:13

12 identicon

Árna Sigfússyni þótti líka slæmt að eiga.  Af hverju flytjið þið ekki bara inn á Illuga Gunnarsson?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.11.2015 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband