Of lítið og of seint?

"Ekki gera ekki neitt" er slagorð innheimtufyrirtækis í Reykjavík. Annað hliðstætt orðalag gæti verið: "Allt er betra en ekkert."

Þrátt fyrir upphrópanir þeirra, sem vilja ekki að neitt sé gert og kalla ráðstefnugesti í París 40 þúsund fífl, blasir við súrnun sjávar og meira af koltvísýringi í andrúmsloftinu en verið hefur í 800 þúsund ár af mannavöldum.

Ef ekki verður tekið rækilega til hendi, verður jafnrétti kynslóðanna fótum troðið og vandinn sem komandi kynslóðir verða að glíma við, verður miklu stærri, verri og dýrari en ef núlifandi kynslóðir taka ábyrgð á gerðum sínum.

Nú stefnir í að hugsanlegar aðgerðir sem ræddar verða í París, verði af fyrrgreindum toga, - of lítið, - of seint.

Fari svo, verður hlutur Íslendinga, sem hafa þá sérstöðu við óhjákvæmileg orkuskipti á þessari öld, að geta orðið fyrstir þjóða til að hverfa frá notkun jarðefnaeldsneytis í samgöngum á landi og sjó, enn snautlegri en flestra annarra þjóða, jafnvel þótt sett sé það mark að verða meðal meðalskussanna eins og nú hefur verið sett fram.

 


mbl.is Markmiðin ekki nógu metnaðarfull
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við getum byrjað á því að losa okkur við kýrnar.
Margfalt áhrifaríkara en að losa okkur við bílana, flugvélarnar og skipin.

En heimsendaspámenn vilja bara ekki ræða um kýrnar. Þeir vilja bara tala um olíu.
Það er svona þegar trúarbrögðin ná yfirhödninni í umræðunni.

40.000 manns ferðast með flugvélum til Parísar, með tilheyrandi mengun, til að vara okkur hin við hættunni á því að menga með því að fljúga.
40.000 fábjánar eyða aðventunni í París, kaupa jólagjafir, borða nautakjöt á fínum veitingastöðum, rölta um Latínuhverfið, kíkja upp í Eiffel turninn og skoða Louvre safnið, allt á kostnað skattborgara víðs vegar um heiminn.

Nei, ég tek þetta til baka, þetta eru ekki fábjánar, þetta eru útsmognir fjársvikarar.

Hilmar (IP-tala skráð) 6.11.2015 kl. 23:10

2 identicon

Næsta skref er svo að ræða hvernig við förum að því að fækka ferðamönnum á Íslandi.
Með því má koma í veg fyrir gríðarlega mikla mengun sem stafar af flugferðum, bæði með fólk og varning.

Hilmar (IP-tala skráð) 6.11.2015 kl. 23:25

3 identicon

Sæll Ómar.

Mig hefur alltaf langað til að vera fáviti að atvinnu
en einlægt ekki haft efni á því.

Alltaf sama stefið hvort heldur óbeinar reykingar
eða heimurinn allur, loftslagið og kýrnar:
Frekjuhundar sem njóta þess að geta haft vald á
öðrum og látið þá hlýða duttlungum sínum.

Húsari. (IP-tala skráð) 6.11.2015 kl. 23:51

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sem sagt, ekkert málefnalegt frá Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum frekar en fyrri daginn.

Þorsteinn Briem, 7.11.2015 kl. 00:18

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 7.11.2015 kl. 00:23

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Production of energy by European Union Member State by type, 2012:

Production of energy by EU Member State by type, 2012

Þorsteinn Briem, 7.11.2015 kl. 00:24

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.4.2015:

"GMG becomes largest fund yet known to pull out of coal, oil and gas companies in a move chair Neil Berkett calls a hard-nosed business decision justified on ethical and financial grounds."

Guardian Media Group to divest its £800m fund from fossil fuels

Þorsteinn Briem, 7.11.2015 kl. 00:27

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

14.10.2015:

"Skoðana­könn­un sem Gallup gerði fyr­ir Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands sýn­ir að 67,4% aðspurðra telja mikla þörf á að ís­lensk stjórn­völd grípi til aðgerða til þess að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda."

"Rúm 12% svar­enda telja litla þörf á að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda sem valda lofts­lags­breyt­ing­um á jörðinni en rúm­ur fimmt­ung­ur tók ekki af­stöðu í könn­un­inni."

"Þannig telja 43% fylgj­enda Fram­sókn­ar­flokks­ins þörf á aðgerðum en 27% litla eða mjög litla.

Af stuðnings­mönn­um Sjálf­stæðis­flokks­ins telja 48% mikla eða frek­ar mikla þörf á aðgerðum en fjórðung­ur litla eða mjög litla."

Flestir á mikilvægi þess að draga úr losun

Þorsteinn Briem, 7.11.2015 kl. 00:29

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Denmark is a long-time leader in wind energy and 25-28% of electricity demand is supplied through wind turbines."

Þorsteinn Briem, 7.11.2015 kl. 00:33

13 identicon

Og þetta kemur frá manni sem ók á sínum bensínbíl alla leið austur á Sauðárflugvöll á Brúaröræfum og til baka frekar en að borga einhverjum nær fyrir að gera klárt fyrir veturinn. Jafnvel Ómar Ragnarsson mengar ef það sparar honum aurinn. "Ekki gera eins og ég geri, gerðu eins og ég segi" gæti verið slagorð Ómars.

Hábeinn (IP-tala skráð) 7.11.2015 kl. 01:55

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í fyrradag:

"Gróðursetning og fjölgun rafbíla verða í sóknaráætlun um hvernig íslensk stjórnvöld hyggjast standa við loforð um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40%.

Áætlunin verður lögð fram eftir um tvær vikur."

Kynna áætlun eftir tvær vikur

Þorsteinn Briem, 7.11.2015 kl. 02:18

15 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

 Fyrsta skrefið í minnkun útblásturs ætti að vera í skipunum. Togari eyðir á ársgrundvelli svipað og 2000 bílar en mengar margfalt meira. Í þessum stóru fiski og flutninga skipum er pláss fyrir hreinsibúnað til að hreinsa útblástur. þarna er mesta þörfin og hraðvirkasta leiðin til minnkunar útblásturs.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 7.11.2015 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband