"Hve lengi getur ísmolinn haldist við...?"

"Hve lengi getur ísmolinn haldist við óhaggaður í sjóheitum bakaraofni?" svaraði Muhammed Ali eitt sinn þegar hann var spurður um það, hve langur næsti bardagi hans yrði.

Í mörgum bardögum hans notaði hann þá aðferð og veikja andstæðinga sína smátt og smátt með því að nýta sér yfirburði tækni, hraða og úthalds til að draga úr þeim mátt.

Bandaríkjamenn og ríki heims geta eins og er framlengt olíuöldina eitthvað með því að nota bergbrot og halda áfram starfsemi og lífsstíl, sem byggist á því að ganga á takmarkaðar birgðir olíu í olíulindum jarðarinnar, en á endanum hljóta að verða orkuskipti.

Þessi orkuskipti munu hjálpa til við að berjast gegn áframhaldandi mengun andrúmsloftsins og það hefðu verið afar slæm skilaboð til loftslagsráðstefnunnar í París að taka enn eitt skrefið í að viðhalda ástandi, sem útilokað er að viðhalda mikið lengur.  


mbl.is Obama hafnaði Keystone leiðslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í fyrradag:

"Gróðursetning og fjölgun rafbíla verða í sóknaráætlun um hvernig íslensk stjórnvöld hyggjast standa við loforð um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40%.

Áætlunin verður lögð fram eftir um tvær vikur."

Kynna áætlun eftir tvær vikur

Þorsteinn Briem, 7.11.2015 kl. 09:07

3 identicon

"..ganga á takmarkaðar birgðir olíu í olíulindum jarðarinnar, en á endanum hljóta að verða orkuskipti." Olía þarf ekki að koma úr olíulindum, hana má "rækta". Og orkuskiptin verða yfir í orkugjafa sem hentar flestum en ekki eitthvað sem fæstir hafa hag af. Rafmagn eða þorskalýsi er til dæmis óhentugt fyrir flesta jarðarbúa.

.."Gróðursetning og fjölgun rafbíla verða í sóknaráætlu..." Hver er ávinningurinn af því að gróðursetja rafbíla?

"....Reynslan sýnir að rafbílarnir eru viðbót við bílaflotann fremur en að þeir hafi komið stað hefðbundinna bíla...Ávinningurinn af öllum þessum rafbílum - mældur í minni mengun - er því hugsanlega enginn. ..."   http://www.ruv.is/frett/umhverfissinnar-motmaela-rafbilum

Hábeinn (IP-tala skráð) 7.11.2015 kl. 15:09

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sem sagt, ekkert málefnalegt frá nafnleysingjum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins frekar en fyrri daginn.

Þorsteinn Briem, 7.11.2015 kl. 16:36

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Rafbílar minnka notkun bensínbíla og þar með mengun frá bílum, hvort sem rafbílarnir eru notaðir að einhverju eða öllu leyti í stað bensínbíla.

Þorsteinn Briem, 7.11.2015 kl. 18:42

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Every US specification Nissan LEAF is backed by a New Vehicle Limited Warranty providing: [...] 96 months (í átta ár)/100,000 miles (eða 161 þúsund km.) Lithium-Ion Battery coverage (whichever occurs earlier).

Þorsteinn Briem, 7.11.2015 kl. 18:43

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meðalakstur einkabíla í Reykjavík er um 11 þúsund kílómetrar á ári og því er raforkukostnaður vegna rafbílsins Nissan LEAF þar um 22 þúsund krónur á ári, þar sem kostnaðurinn er um tvær krónur á kílómetra.

Meðalstórt heimili í Reykjavík notar hins vegar um fjögur þúsund kWst raforku fyrir um 70 þúsund krónur á ári.

Raforkukostnaður vegna rafbílsins er því minni en þriðjungur af þeim kostnaði.

Raforkunotkun íslenskra heimila - Vísindavefurinn

Þorsteinn Briem, 7.11.2015 kl. 18:45

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meðalakstur einkabíla í Reykjavík er um 11 þúsund kílómetrar á ári, eða 30 kílómetrar á dag.

"Every US specification Nissan LEAF is backed by a New Vehicle Limited Warranty providing: [...] 96 months (í átta ár)/100,000 miles (eða 161 þúsund km.) Lithium-Ion Battery coverage (whichever occurs earlier)."

Nissan LEAF 2014


Miðað við 11 þúsund kílómetra akstur á ári tekur um fimmtán ár að aka 161 þúsund kílómetra.

Þorsteinn Briem, 7.11.2015 kl. 18:46

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hefðbundnar bifreiðar nota mikið af rafbúnaði sem knúinn er af sprengihreyfli en honum fylgir margvíslegur og flókinn búnaður og mengunarskapandi útblástur.

Rafmótorinn hefur hins vegar einungis fáeina hreyfanlega hluti í stað hundruða.

Í rafbíl eru slitfletir margfalt færri og hitamyndun minni, sem skilar sér í lengri endingu.

Rafmótor þarf minna viðhald en hefðbundin bílvél
sem þarfnast olíu- og síuskipta, kertaskipta, ventlaskipta, tímareimaskipta, pústviðgerða, viðhalds á vatnsdælu, eldsneytisdælu, rafal og öðru sem fylgir flóknum sprengihreyfli.

Þorsteinn Briem, 7.11.2015 kl. 18:47

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslenska ríkið fengi að sjálfsögðu ekki bensíngjald vegna rafbíla, um 64 krónur af hverjum bensínlítra árið 2012.

Einkabíll í Reykjavík sem keyrður er 11 þúsund kílómetra á ári og eyðir 8 bensínlítrum á hverja hundrað kílómetra eyðir um 880 lítrum á ári og ríkið hefði því orðið þar af um 56 þúsund króna bensíngjaldi árið 2012.

Á móti kemur að ríkið fær meiri virðisaukaskatt af raforkukaupum íslenskra heimila vegna rafbílanna, heimilin greiða hæsta raforkuverðið og raforkusala Landsvirkjunar, sem er í eigu ríkisins, gæti aukist.

Ef íslensk heimili eiga tvo rafbíla hvert gætu raforkukaup þeirra tvöfaldast og virðisaukaskattur meðalstórra heimila í Reykjavík vegna raforkukaupa hækkað um 14 þúsund krónur á ári í um 28 þúsund krónur.

Með rafbílum minnkar mengun og hávaði frá götum og vegum og ekki þarf hér hljóðmanir og hljóðeinangrandi rúðugler í þúsundum húsa vegna þeirra.

Þar að auki minnka innkaup á bensíni og varahlutum til landsins vegna rafbíla og þar með sparast erlendur gjaldeyrir en innkaupsverð á bensíni var um 94,50 krónur fyrir hvern lítra í febrúar 2012.

Þorsteinn Briem, 7.11.2015 kl. 18:49

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ör þróun hefur verið í framleiðslu á rafhlöðum síðastliðna áratugi.

Eigendur rafbíla nota sparnaðinn af því að þurfa ekki að kaupa bensín til að kaupa aðrar vörur og greiða af þeim virðisaukaskatt.

Og rafbílar eru aðallega í hleðslu á næturnar þegar önnur raforkunotkun heimila og fyrirtækja er yfirleitt í lágmarki, þannig að ekki þarf að reisa nýjar virkjanir fyrir allri raforkunotkun rafbíla á öllum íslenskum heimilum.

Þorsteinn Briem, 7.11.2015 kl. 18:50

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.9.2013:

""Við hjónin látum okkur ekki muna um að skreppa frá Reykjavík austur á Flúðir og það kostar aðeins 200-kall," segir Halldór Jónsson húsgagnabólstrari og Nissan LEAF-eigandi.

[Kostnaðurinn er því um tvær krónur hver kílómetri.]

"Áður var þetta eldsneytiskostnaður upp á 5-6 þúsund krónur fram og til baka.

Eystra hleð ég bílinn yfir nóttina og þar er ég bara með 16 ampera öryggi en bíllinn er tilbúinn um morguninn.

Heima
er ég hins vegar með hleðslustöð sem hleður rafgeyminn á 2½ klukkustund," segir Halldór Jónsson."

Kostar 200 krónur að aka Nissan LEAF frá Reykjavík austur á Flúðir

Þorsteinn Briem, 7.11.2015 kl. 18:52

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.12.2014:

"Í flestum löndum Evrópu eru lítil eða engin gjöld á Nissan Leaf og víða greiðir hið opinbera kaupendum fasta upphæð við kaup á svo vistvænum bíl."

Gott ár Nissan Leaf

Þorsteinn Briem, 7.11.2015 kl. 18:55

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í dag:

"Brýn þörf er á fleiri hraðhleðslustöðvum hér á Íslandi til að sinna vaxandi rafbílaflota landsmanna.

Rafbílum hefur fjölgað gríðarlega á landinu undanfarið og eru nú í kringum sex hundruð.

Í lok október var búið að selja ríflega tvöfalt fleiri nýja rafbíla það sem af er þessu ári en allt síðasta ár."

"Hraðhleðslustöðvar sem Orka náttúrunnar (ON) hefur einungis boðið upp á hingað til gera ökumönnum kleift að hlaða bílinn á aðeins 20 mínútum."

""Þegar fyrstu hraðhleðslustöðvar ON voru opnaðar í mars 2014 voru einungis hundrað bílar á götunum en nú eru þeir um sex hundruð.

Auðvitað geta allir sett upp hraðhleðslustöðvar en við erum þeir einu sem tóku ákvörðun um að setja stöðvarnar upp," segir Jón Sigurðsson viðskiptastjóri í söludeild Orku náttúrunnar.

Hann segir að ætlunin sé að fjölga stöðvunum og til dæmis verði tvær stöðvar settar upp á Akureyri nú í vetur."

Brýn þörf er á að fjölga hraðhleðslustöðvum fyrir rafbíla hér á Íslandi sem hefur fjölgað gríðarlega síðastliðið ár

Þorsteinn Briem, 7.11.2015 kl. 19:39

15 identicon

Menn sem drekka eiga ekki að boða bindindi.  Menn sem ekki nýta jarðefnaeldsneyti og boða notkun annarra orkugjafa verða fyrir það fyrsta að ganga á undan með góðu fordæmi, allt annað er hræsni.

Ef menn (og konur) eru á móti jarðefnaeldsneyti og boða nýtingu rafmagns sem orkugjafa, þá geta þau ekki boðað til blaðamannafundar , setið með blúndunærbuxur á hausnum, og fordæmt nýtingu vatnsfalla eða jarðhita til raforkuframleiðslu, án þess að líta út eins og sjálfumglaðir fávitar.

Ef Ómar hefur komið sér upp tækni til að knýja bílinn og flugvélina og heimilið með spamminu í steina brím, eða einhverjum öðrum minna mengandi orkugjafa, þá ber honum siðferðisleg skylda til að upplýsa alheim um leyndarmálið, annars verður bara að skoða hans málflutning sem hræsni.

Bjarni (IP-tala skráð) 8.11.2015 kl. 00:26

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sem sagt, ekkert málefnalegt frá "Bjarna" frekar en fyrri daginn.

Þorsteinn Briem, 8.11.2015 kl. 00:39

17 identicon

Sammála, virkja bullið í Steina málenilega,væri hægt að loka Kárahnjúkavirkjun

S. Breik (IP-tala skráð) 8.11.2015 kl. 21:12

18 identicon

málefnalega að sjálfsögðu

S. Breik (IP-tala skráð) 8.11.2015 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband