Samt láta menn sem ekkert C.

"Látum sem ekkert C" var heiti sem Halli og Laddi brydduðu upp á hér um árið. Harðsnúinn hópur fjársterkra manna streitist við að láta sem ekkert sé og að engar breytingar séu orðnar né í nánd í loftslagi á jörðinni af mannavöldum.

Þeir þyrla upp tölum úr ýmsum áttum, sem eiga jafnvel að sanna að loftslag á jörðinni "fari hratt kólnandi."

Þegar þeir eru minntir á óhraktar tölum um að koltvísýringur sé orðinn meira en tvöfalt meiri núna í lofthjúpnum en fyrir iðnbyltingu, og þar með hinn mest í 800 þúsund ár, og að höfin súrni stöðugt, yppta þeir bara öxlum og láta sem ekkert sé, - þessar tölur skipti engu máli.

Talað er um 40 þúsund fífl muni fara til Parísar um næstu mánaðamót og það, sem fjallað verði um á fundinum þar, sé tómt píp og vitleysa.

Í barnaskap mínum hélt ég þegar ég var yngri að framfarir í vísindum og upplýsingatækni myndu hafa áhrif á 21. öldinni, en svo er að sjá sem það hafi verið barnaskapur hjá mér að halda að slíkt yrði almennt, þegar litið er til þess dauðahalds, sem margir halda í það að það sé engin ástæða til að breyta neinu í hegðun núlifandi jarðarbúa gagnvart jörðinni, lífríki hennar og auðlindum.


mbl.is Loftslag að nálgast nýjan veruleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Hverjir eru hinir peningalegu hagsmunir hvors hóps fyrir sig
í samfélagi þar sem markaðsráðgjafar og ímyndarfræðingar
sjá um hinn opinbera sannleika og menn kaupa sér kannanir
eftir því sem vindurinn blæs?

Húsari. (IP-tala skráð) 11.11.2015 kl. 09:24

2 identicon

Bullið í Óra er sannarlega barnalegt:

"Þegar þeir eru minntir á óhraktar tölum um að koltvísýringur sé orðinn meira en tvöfalt meiri núna í lofthjúpnum en fyrir iðnbyltingu, og þar með hinn mest í 800 þúsund ár, og að höfin súrni stöðugt . . ."(!)

Koltvísýringur er ekki spilliefni heldur lífsnauðsynlegur áburður og byggingarefni fyrir líf á jörðu.

Koltvísýringur hefur ekki áhrif á hlýnun jarðar.

Höfin eru ekki súr heldur basísk.

Ómar Ragnarsson er alltaf í innistæðulausum æsifréttum.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 11.11.2015 kl. 09:55

3 identicon

Sérð þú fyrir þér, Hilmar, burtséð frá deilum,
hverjir hinir gríðarlegu peningalegu hagsmunir
hvors hóps um sig raunverulega eru?
Hefur þú kortlagt það, lið fyrir lið,
hvernig í því liggur?

Húsari. (IP-tala skráð) 11.11.2015 kl. 10:32

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aukin lífsgæði þýða ekki sjálfkrafa meiri mengun, því að sjálfsögðu er hægt að öðlast aukin lífsgæði án aukinnar mengunar í heiminum.

Líf og heilsa og þar af leiðandi sem minnst mengun eru alls staðar í heiminum mestu lífsgæðin.

Og að sjálfsögðu er hægt að auka hagvöxt án aukinnar mengunar.

Þorsteinn Briem, 11.11.2015 kl. 10:58

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hagvöxtur til frambúðar veltur á því að landnæði er nýtt betur, tæki og tól eru endurnýjuð til hins betra og vinnuafl nýtist betur, annaðhvort með því að láta fólki í té betri tæki eða með því að auka menntun og þar með virði vinnuframlags hvers einstaklings."

Er meiri hagvöxtur alltaf betri? - Katrín Ólafsdóttir lektor árið 2007


Menntun Íslendinga 11% undir meðaltali OECD

Þorsteinn Briem, 11.11.2015 kl. 10:59

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.9.2013:

"Hlýnun jarðar er óumdeilanleg og benda margar athuganir til breytinga frá því um miðbik síðustu aldar sem eru fordæmalausar þegar litið er til síðustu áratuga eða árþúsunda.

Lofthjúpurinn og heimshöfin hafa hlýnað, dregið hefur úr magni og útbreiðslu snævar og íss, auk þess sem sjávarborð hefur hækkað og styrkur gróðurhúsalofttegunda aukist."

Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra, staðan 2013 - Veðurstofa Íslands


Skýrsla Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) - Áhrif mannkyns á loftslag eru skýr

Þorsteinn Briem, 11.11.2015 kl. 11:07

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vísindavefurinn:

"Vitað var að CO2 er mikilvirk gróðurhúsalofttegund og því þótti ástæða til að fylgjast með styrk þess í lofthjúpnum."

"Frá upphafi iðnbyltingar (um 1750) hefur hlýnað á jörðinni og á síðustu 100 árum er hlýnun við yfirborð rúmlega 0,7°C."

"Á norðurhveli færðist vorbráðnun fram um nærri tvær vikur á tímabilinu 1972 til 2000 og snjór nær nú mestri útbreiðslu í janúar í stað febrúar áður."

"Hörfun jökla frá 19. öld er víðtæk og nær jafnt til fjalljökla á norður- og suðurhveli, sem og í hitabeltinu."

"Hafís á norðurhveli hefur minnkað, sérstaklega sumarísinn í Norður-Íshafi, sem hefur minnkað um 7,4% á áratug."

"Mælingar sýna merkjanlega hlýnun sjávar á tímabilinu 1961 til 2003 og að varmainnihald efstu 700 metra heimshafanna hefur aukist frá miðjum 6. áratug síðustu aldar."

"Aukning á styrk CO2 í lofthjúpnum leiðir til aukinnar upptöku hafsins, sem sýrir hafið og það hefur súrnað um 0,1 pH stig að meðaltali frá upphafi iðnbyltingar."

Þorsteinn Briem, 11.11.2015 kl. 11:08

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Koldíoxíð dreifist jafnt um allan lofthjúpinn, sama hvar upptökin eru.

Borkjarnar úr Grænlandsjökli eru með loftbólur sem segja sögu andrúmsloftsins langt aftur í tímann og styrkur koldíoxíðs, sem var um 280 ppm fyrir iðnvæðingu, er nú um 390 ppm.

Aðrar náttúrulegar gróðurhúsalofttegundir, svo sem díköfnunarefnisoxíð (N2O) og metan (CH4), eru einnig að aukast af mannavöldum, hið fyrra vegna dreifingar á áburði og framleiðslu saltpéturssýru en hið síðara kemur frá jórturdýrum, sorphaugum, viðarkyndingu og vinnslu jarðgass og kola."

Um gróðurhúsalofttegundirnar - Veðurstofa Íslands

Þorsteinn Briem, 11.11.2015 kl. 11:09

10 identicon

Framfarir í vísindum og upplýsingatækni hafa þau áhrif á 21. öldinni að ósannaðar tilgátur og ágiskanir eiga erfitt uppdráttar. Þetta kemur heittrúuðum á óvart. Þeir héldu að aukið aðgengi með boðskapinn og fjölgun trúaðra yrði tekin sem innlegg í mál og kæmi í stað vísindalegra sannana.

Hábeinn (IP-tala skráð) 11.11.2015 kl. 11:10

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

14.10.2015:

"Skoðana­könn­un sem Gallup gerði fyr­ir Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands sýn­ir að 67,4% aðspurðra telja mikla þörf á að ís­lensk stjórn­völd grípi til aðgerða til þess að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda."

"Rúm 12% svar­enda telja litla þörf á að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda sem valda lofts­lags­breyt­ing­um á jörðinni en rúm­ur fimmt­ung­ur tók ekki af­stöðu í könn­un­inni."

"Þannig telja 43% fylgj­enda Fram­sókn­ar­flokks­ins þörf á aðgerðum en 27% litla eða mjög litla.

Af stuðnings­mönn­um Sjálf­stæðis­flokks­ins telja 48% mikla eða frek­ar mikla þörf á aðgerðum en fjórðung­ur litla eða mjög litla."

Flestir á mikilvægi þess að draga úr losun

Þorsteinn Briem, 11.11.2015 kl. 11:14

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mörlenskir "hægrimenn" vilja helst vinna hjá ríkinu og sveitarfélögunum, til að mynda grunnskólakennarinn Hilmar Hafsteinsson.

Það er nú allt þeirra "andríki".

Og ekki þora þeir að skrifa hér undir sinni kennitölu en láta Ómar Ragnarsson bera ábyrgð á öllum þeirra svívirðingum.

Þorsteinn Briem, 11.11.2015 kl. 18:27

13 identicon

Hliðarsjálf Óra, uppvakningurinn "Steini Briem" er brjóstumkennanlegur en púkinn þjónar því hlutverki hjá háloftamígnum að halda fóstra sínum inni á "heitum umræðum" Moggabloggsins. Lygin sækir lygina heim að samfóskum sið . . .

"Húsari" spyr um peningalega hagsmuni glópahlýnunarsinna.

Meðfylgjandi myndband sýnir yfirheyrslu yfir Al Gore hjá bandarískri þingnefnd. Besti vinur þorpara Norðursins og bjargvætts Himalayafjalla rekur þráfaldlega í vörðurnar þegar hann er minntur á tengsl sín við skuggaöfl Wall Street.

Engin furða að aðalleikari "The Wolf on Wall Street" skuli vera að finna í aðdáendahópi Al Gore!

https://www.youtube.com/watch?v=vFK-UTGH1Zw

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 11.11.2015 kl. 21:38

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sem sagt, ekkert málefnalegt frá "Hilmari Hafsteinssyni" frekar en fyrri daginn.

Þorsteinn Briem, 11.11.2015 kl. 22:44

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mörlenskir "hægrimenn" vilja helst vinna hjá ríkinu og sveitarfélögunum, til að mynda grunnskólakennarinn "Hilmar Hafsteinsson".

Það er nú allt þeirra "andríki".

Og ekki þora þeir að skrifa hér undir sinni kennitölu en láta Ómar Ragnarsson bera ábyrgð á öllum þeirra svívirðingum.

Þorsteinn Briem, 11.11.2015 kl. 22:46

16 identicon

Þakka þér fyrir svarið, Hilmar!

Húsari. (IP-tala skráð) 11.11.2015 kl. 23:37

18 identicon

Þakka þér fyrir athugasemd þína, Þorsteinn Briem!

Hver er þín skoðun, Þorsteinn, á þessum loftslagsmálum?
Eru þetta einhvers konar loftslagsglæpir; firrur sem
menn gera sér að féþúfu?

Húsari. (IP-tala skráð) 12.11.2015 kl. 00:29

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Menn eiga einfaldlega að fara að lögum, samþykktum og samningum, í þessum efnum sem öðrum.

Og þá gildir einu hvað þeim finnst um hitt og þetta.

Fyrir nokkrum áratugum var orðið mengun ekki til í þeirri merkingu sem við notum það núna.

En það er ekki þar með sagt að engin mengun hafi verið til í heiminum fyrir þann tíma.

Mengun er að sjálfsögðu slæm og við græðum ekkert á því að auka hana, heldur þveröfugt.

Og við eigum að sjálfsögðu að fara eftir því sem mikill meirihluti vísindamanna segir okkur í þessum efnum, enda töpum við ekkert á því.

Þorsteinn Briem, 12.11.2015 kl. 01:01

20 identicon

Þakka þér fyrir þessar ábendingar, Þorsteinn.

En þar er nú einmitt verkurinn að vísindamönnum kemur
ekki saman um þessa hluti.

En hafðu sæll svarað mér.

Húsari. (IP-tala skráð) 12.11.2015 kl. 02:00

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvað skrifaði ég hér að ofan?!

Og við eigum að sjálfsögðu að fara eftir því sem mikill meirihluti vísindamanna segir okkur í þessum efnum, enda töpum við ekkert á því.

Þorsteinn Briem, 12.11.2015 kl. 02:05

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.5.2013:

"Niðurstöður nýrrar könnunar á þúsundum rannsókna sem gerðar voru á árunum 1991-2011 sýna yfirgnæfandi og vaxandi samstöðu meðal vísindamanna um að mannkynið beri langmesta ábyrgð á hlýnun jarðar.

Rúmlega 97% rannsókna á tímabilinu komust að þessari niðurstöðu."

"Vísindamenn frá Bandaríkjunum, Ástralíu og Kanada skoðuðu yfir fjögur þúsund vísindarannsóknir sem gerðar höfðu verið 1991-2011, þar sem afstaða var tekin til þess hvort að mannkynið bæri ábyrgð á hnatthlýnun.

Rúmlega tíu þúsund vísindamenn voru skrifaðir fyrir rannsóknunum.

Niðurstöðurnar voru skýrar, yfir 97% sögðu að hnatthlýnun væri af mannavöldum.

Þá fór fjölda þeirra, sem töldu aðrar útskýringar líklegri, fækkandi eftir því sem leið á tímabilið sem var til skoðunar."

Nær allir vísindamenn sammála um orsakir hnatthlýnunar

Þorsteinn Briem, 12.11.2015 kl. 02:23

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

24.3.2015:

"Zheng Guogang æðsti yfirmaður veðurfræðistofnunar Kína varar við að veðurfarsbreytingar vegna mengunar muni hafa mjög alvarlegar afleiðingar í Kína.

Veðurfarsbreytingar skapi alvarlega ógn og muni draga úr kornuppskeru og skaða lífríkið.

Kína mengar mest allra ríkja heims og því er spáð að losun Kínverja á lofttegundum sem valda loftslagsbreytingum muni ná hámarki innan 15 ára.

Zheng segir í viðtali við kínversku ríkisfréttastofuna Xinhua að verði ekkert að gert stefni Kína hraðbyri í hörmungar af völdum loftslagsbreytinga.

Hitastig vegna loftslagsbreytinga hafi nú þegar hækkað meira í Kína en sem nemur meðaltali í heiminum.

Þrátt fyrir að loftmengun mælist nú yfir hættumörkum í Peking og mörgum öðrum stórborgum þá hafa stjórnvöld ekki sett sér ákveðin markmið í að draga úr losun mengandi gróðurhúsalofttegunda eins og koltvísýringi.

Þetta geti leitt til meiri öfga í veðri, þurrka, meiri úrkomu og hærri lofthita, sem ógni rennsli fljóta og uppskeru."

Veðurfarsbreytingar skapi alvarlega ógn

Þorsteinn Briem, 12.11.2015 kl. 02:36

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

Og hér fyrir neðan er gott pláss fyrir endalausar svívirðingar og skítkast ykkar nafnleysingjanna.

Punktur.

Þorsteinn Briem, 12.11.2015 kl. 02:51

26 identicon

Leiðinlegt hvað þú ert orðinn skoðunarlaus Steini, farinn að afrita og líma endalaust.Kann ekki við þetta þú sem varst svo málefnalegur hér áður. Endilega taktu þig á svo ég geti áfram verið sammála þér.

S. Breik (IP-tala skráð) 12.11.2015 kl. 12:13

27 identicon

Viltu ekki birta kennitöluna þína hérna í athugasemdum "Steini Briem"?

Meint "undrabarn" er skilgetið hliðarsjálf Óra og gegnir skítverkunum fyrir flugkappann.

Vit þeirra er auðvitað ekki meira en Guð gaf og það er hjákátlegt að báðir tveir hamra á lygi glópahlýnunarsinna um meinta 97% samstöðu vísindamanna varðandi meinta hnatthlýnun.

Vita skulu þeir Sæmundur og selurinn hans það að það er nákvæmlega sama hversu oft menn þrástagast á lygi, feitletraðri og með hástöfum, lygi er og verður ætíð lygi.

Þeir sem hantera lygina á þennan hátt eru svo auðvitað réttnefndir lygarar.

"Nýleg ritrýnd vísindarannsókn sýnir fram á að meirihluti vísindamanna efast um meinta hnatthlýnun af mannavöldum.

Einungis 36% jarðvísindamanna og verkfræðinga trúir því að menn orsaki hnatthlýnun, samkvæmt nýlegri ritrýndri vísindarannsókn í Organization Studies.

Mikill meirihluti 1.077 svarenda telur hins vegar að náttúran sé helsta uppspretta núverandi hnatthlýnunar og/eða að framtíðar hnatthlýnun muni ekki verða alvarlegt vandamál."

http://www.forbes.com/sites/jamestaylor/2013/02/13/peer-reviewed-survey-finds-majority-of-scientists-skeptical-of-global-warming-crisis/

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 12.11.2015 kl. 17:17

28 identicon

"Cook et al. set out to demonstrate the existence of an overwhelming consensus on global warming. While their approach appears to owe more to public relations than the scientific method, there is little doubt that there is a scientific consensus, albeit not the one that the authors of the paper have led people to believe exists.

The consensus as described by Cook et al. is virtually meaningless and tells us nothing about the current state of scientific opinion beyond the trivial observation that carbon dioxide is a greenhouse gas and that human activities have warmed the planet to some unspecified extent.

The last word on the paper goes to Professor Mike Hulme, founder of the Tyndall Centre, the UK’s national climate research institute:

The [Cook et al.] article is poorly conceived, poorly designed and poorly executed. It obscures the complexities of the climate issue and it is a sign of the desperately poor level of public and policy debate in this country that the energy minister should cite it. It offers a similar depiction of the world into categories of ‘right’ and ‘wrong’ to that adopted in [an earlier study]: dividing publishing climate scientists into ‘believers’ and ‘non-believers’. It seems to me that these people are still living (or wishing to live) in the pre-2009 world of climate change discourse. Haven’t they noticed that public understanding of the climate issue has moved on?"

http://www.thegwpf.org/content/uploads/2013/09/Montford-Consensus.pdf

Surveys by Author Agreeing w. IPCC Number of Respondents

Oreskes/Peiser 1.2% ~1,000

Doran and Zimmerman 2.38% 3,146 respondents

Anderegg et al 66% 1,372 scientists

Cook et al 0.54% 11,944 

http://www.friendsofscience.org/assets/documents/97_Consensus_Myth.pdf

"The mainstream media and climate-alarmist blogosphere uncritically accepted the Cook study and trumpeted the consensus claims as gospel. We reported on May 21 ("Global Warming 'Consensus': Cooking the Books") on the critiques of the Cook study by experts who show that Cook cooked the data. Out of the nearly 12,000 scientific papers Cook’s team evaluated, only 65 endorsed Cook’s alarmist position. That’s less than one percent, not 97 percent. Moreover, as we reported, the Cook study was flawed from the beginning, using selection parameters designed to weight the outcome in favor of the alarmist position."

http://www.thenewamerican.com/tech/environment/item/15624-cooking-climate-consensus-data-97-of-scientists-affirm-agw-debunked

"The consensus Cook considered was the standard definition: that Man had caused most post-1950 warming. Even on this weaker definition the true consensus among published scientific papers is now demonstrated to be not 97.1%, as Cook had claimed, but only 0.3%.  

 

Only 41 out of the 11,944 published climate papers Cook examined explicitly stated that Man caused most of the warming since 1950. Cook himself had flagged just 64 papers as explicitly supporting that consensus, but 23 of the 64 had not in fact supported it."

http://wattsupwiththat.com/2013/09/03/cooks-97-consensus-disproven-by-a-new-paper-showing-major-math-errors/

"The 97% "consensus" study, Cook et al. (2013) has been thoroughly refuted in scholarly peer-reviewed journals, by major news media, public policy organizations and think tanks, highly credentialed scientists and extensively in the climate blogosphere. The shoddy methodology of Cook's study has been shown to be so fatally flawed that well known climate scientists have publicly spoken out against it,

"The '97% consensus' article is poorly conceived, poorly designed and poorly executed. It obscures the complexities of the climate issue and it is a sign of the desperately poor level of public and policy debate in this country [UK] that the energy minister should cite it."

Mike Hulme, Ph.D. Professor of Climate Change, University of East Anglia (UEA)

The following is a list of 97 articles that refute Cook's (poorly conceived, poorly designed and poorly executed) 97% "consensus" study. The fact that anyone continues to bring up such soundly debunked nonsense like Cook's study is an embarrassment to science."

http://www.populartechnology.net/2014/12/97-articles-refuting-97-consensus.html

Endurtekið fyrir meinta "undrabarnið" Steina Briem og Óra alltumlykjandi:

The fact that anyone continues to bring up such soundly debunked nonsense like Cook&#39;s study is an embarrassment to science. <

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 12.11.2015 kl. 17:43

29 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Um árið 1970 var það Global Cooling, þegar það reiddist rangt, þá varð það Global Warming og þegar það virtist ekki ganga upp, þá var þessu breitt í Climate Chnange.

Loksins hafa þessir spámenn rétt fyrir sér. Rétta svarið er Climate Change, vor, sumar, haust og vetur. Við höfum lifað við þessar fjórar árstíðir siðan við fæddumst.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 13.11.2015 kl. 03:52

30 identicon

Fyndið að sjá Hilmar Hafsteinsson saka aðra um að nota "hliðarsjálf" þegar hann er sjálfur með að minnsta kosti tvær persónur í þessum þræði :)

Alterego (IP-tala skráð) 13.11.2015 kl. 11:48

31 identicon

Fyndið að sjá Hilmar Hafsteinsson saka aðra um að nota "hliðarsjálf" þegar hann er sjálfur með að minnsta kosti tvær persónur í þessum þræði :)

Alterego (IP-tala skráð) 13.11.2015 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband