Óráðsía hjá stórþjóðum beggja vegna Atlantshafs.

Eitt af einkennu efnahagskerfis nútímans er það, hvernig smáar og stórar þjóðir, jafnvel stórveldi og risaveldi, geta lifað um efni fram með gríðarlegum lántökum.

Enn er rúmlega tíundi hluti ársins 2015 eftir, en franska ríkið er búið að keyra sem því nemur umfram tekjur og verður að taka lán til að skrimta fram að áramótum.

Þekkt er hvernig kreppa myndast með reglulegu millibili hjá ríkissjóði Bandaríkjanna þegar hann er búinn með peningana og mikil umræða og átök verða um það að "lyfta þakinu" á lántökum ríkisins, sem er annað orðalag yfir það að sökkva sér í dýpra skuldafen.

Efnahagshrunið 2008 var meðal annars afleiðing af einhverri mestu skuldaaukningunni í sögu efnhagsmála heimsins.

Um hana gilti máltækið "what goes up must come down" eða að "það sem fer upp hlýtur að koma aftur niður."

Efnahagur Bandaríkjanna er drifinn áfram af gríðarlegum skuldum hjá opinberum aðilum jafnt sem fyrirtækjum og almenningi.

Af og til koma upp vangaveltur um það hve Bandaríkjamenn skulda Kínverjum gríðarlegar fjárhæðir, og í Evrópu hefur fjöldi ríkissjóða rekinn með miklum halla.

Er gríska hrunið gott dæmi um þær afleiðingar sem af þessu leiðir, meðal annars óbærilegur skuldaklafi Grikkja.

En það er eins og að ekkert geti slegið á það hve háðar þjóðir heims eru fjáraustri og lántökum til þess að halda í heiðri hið mikla trúaratriði, sem nefnt er hagvöxtur.

Þetta fyrirbrigði hefur reynst hættulegt í veraldarsögunni og er uppgangur þýska ríksins á fjórða áratug síðustu aldar gott dæmi um slíkt.

Skrifaðar hafa verið lærðar bækur um það, að hin ofsafengna uppbygging þess með tilheyrandi vígbúnaði hafi valdið því, að annað hvort hlaut þessi bóla að springa eða að hún væri nærð með því að hernema lönd beint eða óbeind og nýta auðlindir og vinnuafl þeirra.

En það var einmitt það sem nasistar gerðu á árunum 1938-1942 og listinn varð á endanum langur: Austurríki-Súdetahéruðin-Tékkóslóvakía-Pólland-Niðurlönd-Danmörk-Noregur-Frakkland-Júgóslavía-Albanía-Grikkland-Ungverjaland-Búlgaría-Rúmenía-Hvíta Rússland-Úkraína-stór hluti Rússlands.

Stórfelld og óviðráðanleg skuldasöfnun getur verið ótrúlega hættuleg því að hún knýr menn oft til örþrifaráða og gerir þá að leiksoppum afla sem þeir ráða ekki við.  


mbl.is Frakkland búið með peninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lántökur ríkissjóða koma hagvexti ekkert við. Við eðlilegt ástand á hagvöxtur að vera aðeins hærri en fjölgun vinnandi handa. Það er hagvöxturinn sem greiðir laun þeirra sem koma nýir á vinnumarkað og launahækkanir hinna. Skerða þarf laun ef vinnandi fjölgar en hagvöxtur er enginn.

Og ríki Hitlers var ekki rekið á lántökum, Þýskaland var ekki skuldugt ríki í upphafi stríðsins. Frá 1933 til 1938 lækkuðu erlendar skuldir Þýskalands um nærri helming.

Hábeinn (IP-tala skráð) 11.11.2015 kl. 10:58

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aukin lífsgæði þýða ekki sjálfkrafa meiri mengun, því að sjálfsögðu er hægt að öðlast aukin lífsgæði án aukinnar mengunar í heiminum.

Líf og heilsa og þar af leiðandi sem minnst mengun eru alls staðar í heiminum mestu lífsgæðin.

Og að sjálfsögðu er hægt að auka hagvöxt án aukinnar mengunar.

Þorsteinn Briem, 11.11.2015 kl. 11:00

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hagvöxtur til frambúðar veltur á því að landnæði er nýtt betur, tæki og tól eru endurnýjuð til hins betra og vinnuafl nýtist betur, annaðhvort með því að láta fólki í té betri tæki eða með því að auka menntun og þar með virði vinnuframlags hvers einstaklings."

Er meiri hagvöxtur alltaf betri? - Katrín Ólafsdóttir lektor árið 2007


Menntun Íslendinga 11% undir meðaltali OECD

Þorsteinn Briem, 11.11.2015 kl. 11:01

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

2.2.2015:

"Greece owes a lot of money. The debt is 176 percent of its gross domestic product, a high figure but not the worst in the world.

Debt service now takes costs a little over four percent of GDP per year, though some calculate the cost to be just 2.2 percent when various sweeteners are considered."

Will Greece Default On Its Debt? - Forbes

Þorsteinn Briem, 11.11.2015 kl. 11:24

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Total Government Gross Debt (% of GDP) in Year 2013:

Japan 245,4%,

Bandaríkin 108,1%.

Þorsteinn Briem, 11.11.2015 kl. 11:25

7 identicon

Til viðbótar ágætu svari Hábeins má bæta því við
að langvinn stjórnarkreppa hafði verið í landinu
fram til 1933 en eftir það komst á jafnvægi og
m.a. hvarf atvinnuleysi með öllu.

Nú er allt á heljarslóð í Þýzkalandi og margur telur
að Merkel beri þar allnokkra ábyrgð, - svo mikla að
hún verði jafnvel knúin til afsagnar.

Húsari. (IP-tala skráð) 12.11.2015 kl. 00:55

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að sjálfsögðu dásamar nafnleysinginn "Húsari" nasismann í Þýskalandi.

Þjóðverjar þurfa á innflytjendum að halda.

En að sjálfsögðu ekki óendanlega mörgum, enda munu ekki allir flóttamenn fá hæli í Þýskalandi til frambúðar.

Þegar ég leigði um tíma íbúð í Svíþjóð hafði búið þar flóttamannafjölskylda sem flutt hafði aftur til Bosníu eftir stríðið í fyrrum Júgóslavíu.

Þorsteinn Briem, 12.11.2015 kl. 01:14

10 identicon

Sæll Ómar.

Ummæli mín um Þýzkaland millistríðsáranna
eru samkvæmt því sem lesa má hjá
Skúla Þórðarsyni, sagnfræðingi um miðja
síðustu öld og hjá mörgum fleirum.

Í athugasemd nr.8 koma fram ummæli
sem duga mönnum í grjótið beint og
krókalaust í 14 Evrópuríkjum!

Húsari. (IP-tala skráð) 12.11.2015 kl. 09:51

11 identicon

Sæll.

ÓR bendir réttilega á það hve mikil lenska það er víða um heim hjá þjóðum að lifa um efni fram. Hverjir sætir það?

Svarið er einfalt: Menn telja að hið opinbera eigi að gera ansi margt sem það á ekki að gera. Þegar ofan á það leggst fullkomið skilningsleysi á efnahagslögmálum getur útkoman ekki orðið önnur en brotlending. Hverjir borga svo fyrir þessa brotlendingu? Skattgreiðendur :-( Ég þarf því að borga fyrir óráðsíuna í Degi og Jóni Gnarr :-(

Það er svolítið merkilegt að hlusta á málflutning ESB sinna. Atvinnuleysi innan ESB er um 11% og hefur verið það í mörg ár. Í Þýskalandi er atvinnuleysið mun lægra og ef þýsku atvinnuleysistölunum er kippt út úr ESB atvinnuleysistölunum fáum við út um 13% meðalatvinnuleysi innan ESB. Sjá menn virkilega ekkert athugavert við að vilja inn þetta bandalag skrifræðis og atvinnuleysis? ESB á bara eftir að hrynja með braki og brestum enda er hagvöxtur innan skrifræðisbáknsins hverfandi. 

Ef öflug lönd innan Evrópu (Svíþjóð, Þýskaland og Bretland) væru fylki innan USA væru þau meðal fátækustu ríkja USA. Svona fer sósíalismi með lönd :-(

Helgi (IP-tala skráð) 12.11.2015 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband