12.11.2015 | 03:59
Mismunandi stórar eyjar.
Árið 2003 þegar ég spurði unga íslenska konu sem hafði nýlega byrjað að vinna í Helsingborg í Svíþjóð hvort hún ætlaði ekki að flytja heim til Íslands var svarið neikvætt.
"Af hverju?" spurði ég.
"Ég vel frelsið sem fylgir því að eiga heima á meginlandi Evrópu þar sem ég get farið af stað hvenær sem mér sýnist eða hentar hvert sem ég vil akandi á einkabíl mínum eða í lest til að njóta þess besta sem boðið er upp á í menningu, þjónustu og afþreyingu," svaraði hún.
Ég get ekki hugsað mér að vera bundin við það að komast um borð í flugvél og sæta töfum og umstangi við að fara frá eyju langt úti í ballarhafi."
Mér fannst svarið undarlegt í fyrstu en síðan varð mér hugsað til eyja við Ísland, eins og Vestmannaeyja, þar sem svarið er oft svipað:
"Ég get ekki hugsað mér aða vera bundin við það að komast ekki úr eyjunni stóran hluta úr ári nema að sæta færis á flugfari eða ferjusiglingu með tilheyrandi töfum og umstangi til það njóta þess besta sem Reykjavík býður upp á í menningu, þjónustu og afþreyingu."
Fjöldi Íslendinga flytur úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í gær:
Fleiri flytja úr landi en heim - "Í mínu tilfelli er ég að flýja samfélag sem neitar að þroskast"
Þorsteinn Briem, 12.11.2015 kl. 06:16
Í gær:
Ungir og vel menntaðir Íslendingar flytja nú í stórum stíl héðan frá Íslandi þrátt fyrir að kreppunni sé lokið
Þorsteinn Briem, 12.11.2015 kl. 06:17
Allar þínar svívirðingar hér eru á ábyrgð Ómars Ragnarssonar og ef hann eyðir hér ekki öllum þínum "ummælum" í minn garð mun ég höfða mál gegn honum strax á morgun.
Nú er miklu meira en nóg komið af öllum þínum nafnlausu svívirðingum, "Hilmar".
Steini Briem, 11.11.2015 kl. 21:06
Þorsteinn Briem, 12.11.2015 kl. 06:22
Hvernig gengur að stjórna umhverfinu með frekju og yfirgangi Steini minn?
Með mörg "mál" í gangi, sem þú hefur höfðað?
Hilmar (IP-tala skráð) 12.11.2015 kl. 07:50
Sennilega samfylkingar fólk að flýja, samkvæmt nýjustu skoðunarkönnun.
Pungtur
S. Breik (IP-tala skráð) 12.11.2015 kl. 12:20
Þetta litla kratahreiður fannst í Vesturbænum í sumar. Eggin reyndust fúl.
Baggalútur
S. Breik (IP-tala skráð) 12.11.2015 kl. 12:46
Okkur er stór vandi á höndum, hættum þrasi og rísum upp gegn flokksræðismafíunni og hefjum nýtt upphaf án hennar.
Sigurður Haraldsson, 13.11.2015 kl. 01:35
Bý í Eyjum og hér er gott að vera en vil þó hafa góðar samgöngur.
Skiptir ekki máli hvar maður er ef maður er sáttur.
Heima er bezzzzt !
Björn J. Guðjohnsen (IP-tala skráð) 13.11.2015 kl. 06:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.