Bandaríska lögreglan í vanda, ný viðbrögð.

Fróðleg umfjöllun um fjölgandi fjöldamorð í Banaríkjunum og viðar var í 60 mínútum.

Í henni kom fram að bandaríska lögreglan er að endurskoða allt verklag sitt þegar svona atburðir eiga sér stað og einnig þurfa borgararnir, sem fyrir barðinu á svona árásum verða, að breyta viðbrögðum sínum.

Aðalatriðið er það, að morðingjarnir eiga sér yfirleitt aðeins eitt takmark; að drepa eins og marga á eins stuttum tíma og þeir geta og fá eins mikla auglýsingu út á ódæði sín og mögulegt er.

Ef lögreglan eyðir löngum tíma í að ráðast til atlögu og eyðir tímanum í að reyna að rökræða við glæpamennina eða semja, verður niðurstaðan oftast sú, að árásarmennirnir fá það sem þeir sækjast mest eftir, sem mestan tíma til að drepa sem flesta og auglýsa ódæðið sem best.

Í slíkum tilfellum verður að stytta morðtímann og áróðurstímann sem mest, og láta það til dæmis hafa forgang fram yfir það að fara að hjúkra særðum.

Einnig er niðurstaðan sú, að lögreglan eigi ekki að bíða eftir víkingasveit, heldur vera þannig búin, að hún geti þegar í stað gripið til varna með vopnabeitingu.

Og skástu viðbrögð þeirra sem ráðist er á, er að flýja þegar í stað og óhikað.

Þessi nýju viðbrögð kunna að sýnast harkaleg, en þeir, sem eru að innleiða þau, byggja á reynslu og rannsóknum, sem þeir telja sig verða að hafa til hliðsjónar og sýna fram á, að þannig sé hægt að bjarga flestum mannslífum.  


mbl.is Ofbeldi án hliðstæðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er það sem Ísland vill, ævintýri í anda Íslendingasagna ... þar sem menn höggva mann og annan.  Lögreglan ólm í að fá að fá hríðskotabyssur, og pólitíkusar geta ekki beðið með að flytja inn sem flesta illræmda hatursmenn og bófa, sem síðan er hægt að skjóta með nýu hríðskotabyssunum.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 3.12.2015 kl. 04:09

2 identicon

Ég er vélstjóri og geri lítið er ég hef ekki verfæri.

Ekki lögreglan hedur.

Björn J. Guðjohnsen (IP-tala skráð) 3.12.2015 kl. 05:03

3 identicon

Þoli ekki þegar ég skrifa vitlaust.

Afsakið það.

Björn J. Guðjohnsen (IP-tala skráð) 3.12.2015 kl. 05:05

4 identicon

Freudísk misritun: 'Banaríkin'

Arnbjörn Jóhannesson (IP-tala skráð) 3.12.2015 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband