4.12.2015 | 00:25
Yndislegt: 5 þúsund króna hækkun á við 93ja þúsund króna hækkun!
Það kom fram í fréttum í kvöld að á sama tíma sem tekjuhæsta fólkið í hópi þeirra, sem fá laun greidd frá ríkinu, fær 93 þúsund króna launahækkun og hana afturvirka, bera þeir tekjulægstu 5 þúsund krónur úr býtum.
Þetta heitir á máli forsætisráðherra "hraðasti vöxtur kaupmáttar hjá öryrkjum og eldri borgurum en nokkurn tíma áður í sögu lýðveldisins"!
Og orðið "blessunarlega" er valið til að lýsa þessum góðgerðum.
Yndislegt!
Hraðasta kjarabót um áratugaskeið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hér þarf Jóhannes útskýrari að koma til skjalanna.
Sverrir Hjaltason (IP-tala skráð) 4.12.2015 kl. 00:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.