Nýrnagjafinn sem gaf sjálfum sér lífið.

Það er varla hægt að hugsa sér meira göfuglyndi en að gefa frá sér líffæri á borð við nýra.

Ég þekki eina sögu af fyrirhugaðri gjöf á nýra þar sem sagan tók óvænta stefnu.

Vinur minn einn ákvað að gefa bróður sínum nýra, en áður en til þess kæmi, varð hann að láta skoða nýru sín.

Þá kom óvænt upp úr kafinu, að hann var kominn með krabbamein í annað nýrað og mátti teljast heppinn að það uppgötvaðist á síðustu stundu.

Sjúka nýrað var því tekið úr honum, en þar með gat hann ekki gefið bróður sínum heilbrigða nýrað, heldur var það viðfangsefni leyst á annan hátt.

En ef þessi göfuglyndi maður hefði ekki ákveðið að gefa nýra sitt er óvíst að hann væri á lífi í dag.  


mbl.is Skólabróðir gaf Gyðu nýra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þekki frábæran mann sem gaf annað nýrað sitt til dóttur sinnar og bjargaði þar með lífi hennar

Björn J. Guðjohnsen (IP-tala skráð) 3.12.2015 kl. 22:26

2 identicon

Ef það verður hægt að nota eitthvað úr mér þegar ég gef upp öndina, þá vil ég endilega gefa það sem er brúklegt.

Björn J. Guðjohnsen (IP-tala skráð) 3.12.2015 kl. 22:29

3 identicon

Vildi hafa sagt: NOTHÆFT

Björn J. Guðjohnsen (IP-tala skráð) 3.12.2015 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband