Á sér því miður alltof mörg skoðanasystkin.

Sjá má í netheimum að margir kenna fjölmiðlum um það að kynda undir óróa og æsingi með því að "slá upp" ummælum Donald Trump.

En þá er alveg skautað fram hjá því að þetta er nú einu sinni fylgismesti forsetaframbjóðandi þess af tveimur höfuð stjórnmálaflokkum Bandaríkjanna sem hefur meirihluta í báðum þingdeildum Bandaríkjaþings.

Trump er ekki bara hver sem er.

Með því að kenna fjölmiðlum um athyglina sem Trump fær er verið að skjóta sendiboðann en ekki sendandann. 

Trump á líka því miður stóran hóp skoðanasystkina víða um lönd, meira aö segja hér á landi.


mbl.is Trump ógnar þjóðaröryggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afturhalds- og plebbafólkið á klakanum, Framsókn, Íhaldið etc er nær undantekningarlaust skoðanasystkini Trumps. Háalvarlegt fyrir íslenks lýðræðið. Just think about it!

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.12.2015 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband