Saksóknari getur líka gert mistök.

Það voru mistök að ákæra í því máli sem nú hefur verið sýknað í. Ákæran hefur valdið fjölda fólk miklu hugarangri og andlegum þjáningum.

Engum myndi þó vonandi detta í hug að ákæra ætti og dæma saksóknarann fyrir þetta.

Allir geta gert mistök.


mbl.is „Ætla að halda áfram með líf mitt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ríkissaksóknari MÁ ekki gera mistök.

Kolbrún Hilmars, 9.12.2015 kl. 15:31

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hinn alfullkomni og óskeikuli maður er ekki til.

Ómar Ragnarsson, 9.12.2015 kl. 18:11

3 identicon

Sigur fyrir alla sem vinna með fólk. Ef hún hefði verið sek geta menn ýmundað sér fordæmin sem það hefði skapað. Td fyrir flugmenn og rútubílstjóra svo dæmi séu tekin! Gott mál.

ólafur (IP-tala skráð) 9.12.2015 kl. 22:13

4 identicon

Húrra,Húrra,Húrra. Er það fjölmiðlanna að ákveða hvaða málum er áfrýjað til Hæstaréttar og hvaða málum ekki? Eigum við ekki að leyfa áfrýjunarfrestinum að líða sem er fjórar vikur áður en fögnum Húrra, Húrra? Það hvílir sú skylda á ríkissaksóknara að áfrýja málum hvort heldur sem sýknað er eða sakfellt ef mál gæti falið í sér þungan dóm. (5 ár eða lengur)

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 10.12.2015 kl. 00:57

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Auðvita geta allir gert mistök, en þetta mál gefur tilefni til að fylgjast grannt með vendingum þessa saksóknara. 

Ljóst var með aðstæður á sjúkrahúsinu og ef einhverju er um að kenna á sjúkrahúsinu,  þá eru það þær aðstæður sem þar voru á þessum tíma sem hægt væri að gera að sökudólgi.

Hver bar helst ábyrgð á þessum aðstæðum sem ríktu á sjúkrahúsinu á þessum tíma?  Það hefði verði hentugt að fá við því svar, án þess að það þurfi endilega að verða dómsmál. 

Æra starfsmannsins er brotin og á því ber saksóknarinn, sem átti að vita um aðstæður á sjúkrahúsinu ábyrgð.       

Hrólfur Þ Hraundal, 10.12.2015 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband