Framkvæmdavaldið ræður för.

Framkvæmdavaldið hefur áratugum saman skekkt valdahlutföllin sem eiga að vera milli þess og löggjafarvaldsins.

Þingmönnum hefur löngum fundist þeir vera afgreiðslustofnun fyrir ráðherrana.

Í haust hefur verið löng bið eftir því að ráðherrar hafi drattast til að leggjs fram frumvörp, sem sum hver var búið að lofa að leggja fram fyrir langa löngu, svo sem um húsnæðismál.

Og drátturinn á þeim flestum heldur áfram.

Þegar allt er að komast í óefni eftir langvinnt sleifarlag rýkur síðan sama framkvæmdavaldið upp, heimtar vinnu langt fram eftir nóttum og fjargviðrast yfir leti þingmanna.

Viðburður er ef þingmannafrumvörp komast í gegn á Alþingi.

Haft hefur verið á orði að varla sé hægt að hugsa sér ömurlegra hlutskipti en að vera stjórnarandstöðuþingmaður á Íslandi.

Í frumvarpi stjórnlagaráðs er reynt að jafna þennan valdamun, sem stríðir gegn einu helsta meginatriði vestrænnar lýðræðisskipunar.

Meðal annars er gert ráð fyrir því með að ráðherrar megi ekki sitja á þingi samtímis því sem þeir eru þingmenn, - og að forseti þingsins, þingnefndir og formenn þingnefnda fái aukin völd og áhrif.

En á slíkar umbætur mega valdaöflin ekki heyra minnst.

 


mbl.is Vilja ekki tala fram á nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband