Hjólað í manninn en ekki boltann.

Nóbelskáldið lýsti vel á sínum tíma þeirri áráttu Íslendinga að gera það að aðalatriðum í rökræðum HVER maðurinn sé en ekki HVAÐ hann sé að segja.

Á síðari árum hefur þetta atferli verið orðað með lýsingunni "að hjóla í manninn en ekki boltann." 

Nóbelskáldinu sárnaði hve vel þessi aðferð virkaði í samfélagi okkar.

Með þessari aðferð væru þeir sem hefðu einhver rök fram að færa rakkaðir niður, þeim gerðar upp illar eða eigingjarnar hvatigert, gert lítið úr þeim og þeir fældir frá því að leggja eitthvað til málanna.

Sorglegt dæmi um þetta má finna í grein valdamesta manns landsins, forsætisráðherra, (toppara Íslands ef notuð eru hans eigin orð um slíka stöðu) í dag þar sem miklu rými er eytt í að rakka persónu Kára Stefánssonar niður en það samt gert án þess að nefna beint nafn hans, heldur talað um "toppara sem þráir athygli."

Hefur því afbrigði af ómálefnanlegum aðdróttunm verið lýst vel af íslensku skáldi.

Í bloggpistli hér a blog.is eru þeim sem hefur sviðið sárt staða albansks drengs verið gerðar upp svipaðar og jafnvel enn verri hvatir en Kára.

Athyglisvert er þessari aðferð hefur verið beitt síðustu ár gegn þeim tveimur íslensku persónum, sem hafa þá sérstöðu að vera einu Íslendingarnir sem erlendis hefur verið skipað á bekk með hinna 100 áhrifamestu í heiminum á sínu sviði, en þetta eru Kári á sviði læknisfræði og Björk Guðmundsdóttir sem ein af 100 áhrifamestu konum heims.

Þeim báðum hefur verið borið á brýn að láta stjórnast af sjúklegri þrá til að vekja á sér athygli með því að halda fram skoðunum sínum hér á landi!

En miðað við einstæða stöðu þeirra meðal milljarða jsrðarbúa þurfa þau ásamt Vígdísi Finnbogadóttur minnst allra Íslendinga á athygli þeirra 0,005% mannkyns að halda sem byggja Ísland.    

 


mbl.is Sigmundur Davíð: Toppari þráir athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sammála. Sorglegt að forsætisráðherra Íslands skuli leggjast flatur í forina með þessum hætti.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.12.2015 kl. 14:43

2 identicon

Hin þjóðlega sveitamennska Ómar, sveitamennskan.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.12.2015 kl. 14:45

3 identicon

Skautaði létt yfir greinina og sá ekki betur en hann færi líka í boltann.

En svo er náttúrlega eins með pólitíkina og fótboltann að það fer eftir því hvoru liðinu menn halda með hvort mönnum finnist hann hafa farið fyrst í boltann eða manninn...

ls (IP-tala skráð) 11.12.2015 kl. 15:56

4 identicon

Sæll.

Kannski skyldu ÓR og AJH ekki greinina?

Helgi (IP-tala skráð) 11.12.2015 kl. 16:00

5 identicon

Þessi þjóðlega sveitamennska er allt lifandi að drepa hérna.  Þjóðverjar senda gamla fólkið í burtu.  Getum við ekki sent sjúklingana sömu leið?

http://www.ruv.is/frett/aldradir-thjodverjar-sendir-til-utlanda

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.12.2015 kl. 16:23

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hvað ættli þau séu mörg sem stórtöpuðu fjámunum og jafnvel húseignum af því að þau hlustuðu og trúðu á fagurgala Kára.

Ættli það megi ekki flokka þá á sama sannleikabekk Kára og Sigmund, þeir eru ekki þekktir fyrir að segja allan sannleikan. 

Tökum til dæmis Edward Snowden, Hitler, Stalín, Obama og svo mætti lengi telja. 

Ekki veit ég af hverju það er svona gott að vera heimsfrægur.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 11.12.2015 kl. 18:48

7 identicon

Af hverju þarf að selja þjóðskjalasafn en byggja hús yfir hobbý Vigdísar Finnbogadóttur?  Kannski að hún þurfi mikla athygli eftir allt saman?

http://www.visir.is/thjodskjalasafni-breytt-i-lundabud-/article/2015151219724

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.12.2015 kl. 21:21

8 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Af því að hún er heimsfræg Elín. En svona þér að segja að ég efast um að það séu margir sem mundu vita hver manneskjan er ef þú spyrðir fólk út í heimi; veist þú hver Vigdís Finnbogadóttir er? Sennilega væri 99.9% sem mundu svara Nei.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 11.12.2015 kl. 21:32

9 identicon

Það hefði mátt breyta nafni Suðurgötu í Vígdísarboulevard fyrir minni pening.  Snotur stytta hefði líka gert sitt gagn.  En heilt hús með tilheyrandi rekstarkostnaði er ofar mínum skilningi - á meðan Þjóðskjalasafn er sett út á stétt. 

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/10/10/gotuheitum_breytt_i_borginni/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.12.2015 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband