Íslenskir sigrar yfir krabbameini.

Orðið krabbamein hefur lengi haft yfir sér sérstaklega ógnvekjandi blæ, sem hefur verið ígildi dauðadóms, sem engin leið væri að umflýja.

Sem betur fer hafa framfarir í læknavísindum og aðdáunarvert og óeigingjarnt starf heibrigðisstéttanna og áhugafólks um baráttuna við þennan skæða vágest borið þann árangur að sjúkdómsgreiningin "krabbamein" þarf ekki lengur að þýða óumflýjanlegan ósigur og dauða.

Ekki þarf annað en að nefna nokkra þekkta Íslendinga eins og Vigdísi Finnbogadóttur og Davíð Oddsson sem dæmi um frækilegan sigur sterkra einstaklinga í baráttu, sem var dauðans alvara.    


mbl.is Laus við krabbameinið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Tvisvar hef ég unnið bug á meininu cool

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.12.2015 kl. 11:57

2 identicon

....sem dæmi um frækilegan sigur sterkra einstaklinga....

Hvað ertu að fara Ómar?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.12.2015 kl. 13:40

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Læknavísindin ein og sér duga ekki alltaf. Oft þarf líka andlegan og persónulegan styrk sjúklingsis til þess að sigrast á erfiðum sjúkdómum.   

Ómar Ragnarsson, 11.12.2015 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband