"Mesta bölið; þetta steingelda þras..."

Orð af þessu tagi notaði Halldór Laxness í umræðuþætti í Sjónvarpinu um stöðu íslenskrar menningar fyrir um 40 árum.

Honum blöskraði svo karp tveggja annarra rithöfunda í þættinum að hann líkti "þessu steingelda þrasi", sem búiö væri að tröllríða íslenskri menningu, við verstu plágur og harðindi fyrri alda, eldgos, hafís, hungur og  drepsóttir.

Hið versta við þetta fyrirbæri væri að það væri af mannavöldum.

Íslenska ríkisútvarpið hefur liðið fyrir þetta frá fyrstu tíð og spurning Nóbelskáldsins "á þetta engan enda að taka, þetta böl?" er enn í fullu gildi.

Röksemdafærslan fyrir pólitískum ráðningum hafa ævinlega verið þær sömu hjá öllum: Við neyðumst til að gera þetta til að koma í veg fyrir að HINIR misbeiti ekki valdi sínu þegar ÞEIR komast að. 

 

 

 


mbl.is RÚV í gíslingu stjórnmálanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband