Milljónir flugfarþega 2019,- engir 1919.

Ferðafólk, sem streymir út og inn úr landinu á hverju ári, er talið í mörgum milljónum í flugi og hundruðum þúsunda á sjó.

Háværar raddir eru um það að vegna straums flóttamanna inn í Evrópu eigum við að "verja glatað fullveldi okkar" með því að segja okkur frá Schengen-samstarfinu og skella sjálf landinu í lás fyrir innflytjendum.

Jafnframt er því haldið fram að það sé nú munur, fullveldið 1918 eða glötun þess hundrað árum síðar.

Fullveldisákvæðið í smbandslagasamningnum 1918 var dýrmætt að því leyti að það tryggði Íslendingum rétt til að slíta konongssambandinu við Dani eftir 25 ár og taka þá öll völd yfir okkar málum.

Ekkert hliðstætt ákvæði hafði verið í Uppkastinu 1908.

Að öðru leyti var fullveldið 1918 takmarkað. Íslenskur Hæstiréttur kom ekki fyrr en 1920.

Danir fóru með utanríkismál og landhelgisgæslu 1918-1940. 

Langflest árin 1918-1941 var ekkert fug milli Íslands og annarra landa og komur erlendra skipa sárafáar. Engir flugfarþegar þá, milljónir nú.

Þjóðir Evrópu standa nú frammi fyrir svipuðu verkefni og þjóðir Norður-Ameríku stóðu frammi fyrir fyrir margt löngu: Að efla svo mjög vörslu ytri landamæra álfunnar að hún sé hámörkuð, en í staðinn sé að mestu frjálst flæði milli ríkjanna 50.

Að bera saman landamæravörslu Íslands 1919 og 2019 er út í hött. Við getum heldur ekki borið okkur saman við 200 sinnum öflugri og stærri þjóð eins og Breta, sem eru með eina öflugustu leyni- og öryggislögreglu heims. 

Það verður að horfast í augu við raunverulega stöðu og staðreyndir málsins núna, en ekki stöðuna fyrir 100 árum.

 


mbl.is Tekur ESB yfir landamæri Íslands?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þó ég átti mig ekki fullkomnlega á þessum pistli þá er fróðlegt að bera fyrirsögnina saman við ýmsa aðra pistla úr sömu smiðju um loftlagsbreytingar og koldíoxíð útblástur. (Sem ég er um margt sammála þó það sé algört aukaatriði í þessari athugasemd)

Rök standa nefnilega til að þeir 35þ. hektarar sem eiga að vera til af íslensku skóglendi, nái rétt svo að binda árlega það koldíoxíð sem losnar út í andrúmsloftið við komu 1200þ ferðamanna eins og ætlað er að komi með flugi á næsta ári, í það minnsta. 

Spurning hvort "loftslagsvinir" fari ekki að krefjast einhverra aðgerða gegn slíkri mengun?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 12.12.2015 kl. 09:31

2 Smámynd: Pétur Arnar Kristinsson

Þessi athugasemd er lýtur að lftslagsmálum og koltvisýringslosun er ágæt: Nú er boðið upp á hvalaskoðunarferðir þar sem ekki gefur alltaf hval að líta.Mætti ekki bjóða ferðamönnum yfir sumartímann að planta tré?

Leggja sit af mörkum. Nú einnig mætti leggja CO2 skatt á ferðaiðnaðinn (og stóriðju ef hann er ekki nú þegar inheimtur..(?)) sem hreinlega rynni beint til skógrægtar..Vinnum svo markvisst að því að verða fremst í notkun rafbíla eftir þvís sem slíkir bílar sem henta koma á markaðinn og verða ódýrari. Við eigum alla möguleika á aðverða leiðandi í þessumm efnum..

Pétur Arnar Kristinsson, 12.12.2015 kl. 11:12

3 identicon

Sæll Ómar, þér yfirsást eitt atriði í Sambandslögunum. Samkvæmt þeimt höfðu Íslendingar rétt til staðfestu í Danmörku og Danir, sem voru 20-30 sinnum fleiri en Íslendingar höfðu rétt til staðfestu á Íslandi. Andstæðingar Sambandslagana, Benedikt Sveinsson og fleiri, munu mjög hafa sett þetta fyrir sig. Þetta flóð Dana kom aldrei.

Jakob

Jakob R. Möller (IP-tala skráð) 12.12.2015 kl. 11:19

4 identicon

Svo er spurning hvort næsta stóriðja okkar Íslendinga ætti ekki að vera að framleiða dísel olíu úr lofti.Nota til þess okkar ágætu virkjanir.

Álið virðist hvort eð er ekki vera svo fast í hendi.

Ef marka má þýska þá er kostnaður viðunandi.

https://www.youtube.com/watch?v=8kNJmxzk13k

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 12.12.2015 kl. 12:40

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mér sást ekki yfir þetta heldur sleppti því viljandi. Ég er axlarbrotinn og verð vegna seinfærni og verkja að vega og meta hvert orð.

Ómar Ragnarsson, 12.12.2015 kl. 22:51

6 identicon

Og hvernig vildi það til? Ekki hefurðu þó dottið af rafhjóli?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 14.12.2015 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband