13.12.2015 | 19:39
Algengara og afdrifaríkara en margur heldur.
Gríðarlegir peningar eru í húfi hjá afreksíþróttamönnum, og það getur haft afdrifarík áhrif á atriði eins og þyngd keppenda, einkum þeim sem þurfa að vera léttari en ákveðin mörk sem sett eru fyrir einstaka þyngdarflokka.
Mismunandi reglur hafa gilt í gegnum tíðina í þessu efni og var áður fyrr tiltölulega stuttur tími látinn líða á milli vigtunar og keppni.
Þegar þessi tími var lengdur kom í ljós að margir keppendur gátu, eftir að hafa þyngst í mikilli þjálfun með tilheyrandi vöðvastækkun, komist í gegnum vigtunina með því að neyta lágmarks vökva fyrir hana.
Tíminn milli vigtunar og keppni var notaður til að bæta sér upp vökvatapið en oft kom í ljós að of langt hafði verið seilst við það að komast niður fyrir mörkin í vigtuninni, og þyngdarsveiflan einfaldlega of hröð og mikil.
Gat þetta stundum haft mikil áhrif á gang og úrslit í bardögum og á á mótum.
En fyrir keppendur skipti geysimiklu máli að standast kröfurnar um þyngd - annars var allt umstangið til einskis.
Til eru dæmi um að hálfgert pjatt hafi haft afdrifarík áhrif á gang bardaga.
Á síðustu keppnisárum sínum var Muhammad Ali gagnrýndur fyrir að koma til sumra bardaga sinna illa þjálfaður og langt yfir sinni bestu bardagaþyngd.
Ali þurfti á einhverju jákvæðu að halda til að vekja áhuga á og fá góða aðsókn að endurkomubardaga sínum gegn nýjum heimsmeistara, Larry Holmes.
Í aðdraganda bardagans vakti athygli að Ali hafði ekki verið eins léttur og flottur á skrokkinn í mörg ár.
En strax í 2. lotu var eins og allur vindur væri úr honum og bardaginn varð einn hinn hinn ömurlegasti í sögu þungavigtarinnar.
Í ljós kom að Ali hafði tekið inn eins konar megrunarlyf, sem minnkaði vökva í líkama hans með afdrifaríkum afleiðingum.
Lést við að reyna að ná vigt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við vitum það, að það eru peningar sem stjórna þessu öllu, nú fyrir nokrum dögum lést ungur kínverji sem var að fara að taka þátt í MMA bardaga, lést á sjúkrahúsi vegna ofþornunar, við að skera sig niður.
Íþrótt sem byggist á því að koma sem þyngstum höggum á höfuð andstæðingsins, á skilyrðislaust að banna, það dettur t.d. engum heilvita manni í hug að sparka í höfuð á liggjandi manni, og engu skárra er að sitja klofvega á manni, og láta þung högg í hundraða vís dinja á höfuðkúpunni viðkvæmasta hluta líkamans, þetta er ekki leift í Judó eða Karet, þannig að ég átta mig ekki á hvaðan þessi stórhættulega íþrótt er komin,en þar spila peningar inn í sem oftar,sjúkratryggingar og almannatryggingar hafa fullt í fangi með þá sjúklinga sem verða fyrir heilaskaða vegna veikinda. Þannig að þennan viðbjóð á að banna.
Jón Ólafur (IP-tala skráð) 13.12.2015 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.