Bumban (jumbo) er í raun 3ja hæða.

Flugvélarnar, sem við fjúgum í, eru yfirleitt tveggja hæða vegna þess að þversnið skrokksins er hringlaga af loftfræðilegum og burðarþolsfræðilegum ástæðum.

Í flestum tilfellum er gólf farþegarýmisins, sem verður, eðli máls vegna, að vera slétt og lárétt, svo að hægt sé að ganga á því, haft aðeins fyrir neðan miðju skrokksins, svo að setbreiddin verði eins mikil og mögulrgt er.

Þessvegna finna farþegar ystu sætum í Fokker 50 fyrir smá þrengingu úti við hlið vélarinnar.

Framleiddar hafa verið flugvélar með kassalaga skrokkum, svo sem Short Skyvan, Dornier 228 og Britten-Norman Islander, og voru tvær þær síðastnefndu notaðar hér á landium árabil.

Í þessum flugvélum var nýting rýmis innan í skrokknum afar góð, litið fór til spillis og Skyvan hentaði afar vel til vöruflutninga.

Talsvert rými fer til spillis í nær öllum flugvélum vegna hringlaga þversniðs skrokksins, einkum undir gólfi farþegarýmisins.

Þegar komið er yfir ákveðna stærð verður óhagkvæmni hringlaga skrokksins of mikil ef farþegarýmið er á aðeins einni hæð.

Þetta var leyst að hluta með því að koma fyrir viðbótar hæð á Boeing 747 og síðar á Airbus 380.

En báðar þessar "bumbur" (jumbo)eru í raun 3ja hæða með afar vannýtt farangursrými undir megin farþegarýminu.

Og í öllum flugvélum er, vegna takmarkana á möguleikum á þungadreifingu, mikið ónýtt rými aftast.

Langhagkvæmast og öruggast er að hafa sem mest af burðarþunga vélanna sem næst miðju þeirra og/eða í vængjunum.

Þess vegna eru eldsneytisgeymar yfrleitt í vængjum þeirra.

Í kringum 1930 framleddu Þjóðverjar flugvélar með svo stórum og þykkum vængjum, að hægt var að koma farþegum þar fyrir sem gátu horft beint fram út um bogadregna glugga!  

Nú er komin tækni til að hafa flugvélar gluggalausar og það á kannski eftir að gera enn betri rýmisnýtingu mögulega en hingað til.

 


mbl.is Einkaleyfi á nýrri 2 hæða flugvél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband